Þá munu úlfarnir Hati Hróðvitnisson og Skoll gleypa sólina og tunglið og stjörnur munu hverfa af himninum. Miklir jarðskjálftar munu verða sem leiða til þess að Fenrisúlfur losnar úr fjötrum. Einnig verða mikil flóð sem verða til þess að Miðgarsormur sækir á land og blæs eitri. Skipið Naglfar losnar, en það er gert úr nöglum dauðra manna. Að síðustu klofnar himinninn og vonda liðið, með Múspellssonum í fararbroddi, ásamt Loka, Fenrisúlfi, Miðgarðsormi og jötnum, kemst til Ásgarðs og heyja þeir nú lokaorustu við æsi og einherja.
Í orrustu þessari gerist það helst að Fenrisúlfur gleypir Óðin Alföður, Miðgarðsormur og Þór drepa hvor annan og það sama gerist hjá Loka og Heimdalli. Að lokum drepa allir alla og Surtur, foringi Múspellssona, brennir allan heiminn og jörðin sekkur í sæ.
En ekki er öll von úti enn því framhaldslíf verður eftir heimsendi. Jörðunni mun skjóta upp úr sjónum og er hún þá iðjagræn og fögur. Sólin hefur eignast dóttur sem tekur við hlutverki móður sinnar. Og ný gullöld mun hefjast.