Hallbera Snorradóttir

Hallbera var ung gift Árna óreiðu í Brautarholti. Hjónaband þeirra reyndist mjög óhamingjusamt og þau skildu eftir aðeins þriggja ára sambúð. Þegar Hallbera fer að nálgast þrítugsaldurinn biður Kolbeinn ungi Arnórsson, höfðingi Skagfirðinga, um hönd hennar, en þá var hann aðeins um tvítugt. Ári eftir brúðkaupið fer Hallbera með manni sínum á Þingvelli og er orðin mjög heilsulaus Hún er þar í búð hjá föður sínum og fer síðan með honum í Reykholt því Kolbeinn hafði ekki af henni nokkur afskipti. Þau skildu síðan og eftir það bjó Hallbera hjá móður sinni á Borg, en lifði aðeins í tvö ár eftir að þangað kom.