Ingibjörg var ung gefin Gissuri Þorvaldssyni í Hruna og hafa þau þá bæði aðeins verið um 15-16 ára. Hjúskapur þessi var þáttur í margslungnum samningagerðum milli feðra þeirra. Eftir sjö ára sambúð fer Gissur til Noregs og þegar hann kemur aftur er hjónabandið orðið frekar stirt. Eftir að eina barn þeirra, Jón, lést ungt að árum var hjónaband þeirra í molum og þau skildu.