Heimskringla
Heimskringla
Í Heimskringlu skrifar Snorri um konunga í Danmörku, Noregi og Englandi og ættir þeirra. Í Heimskringlu má finna sögur um alla Noregskonunga frá goðsögulegu upphafi til 1177. Stærst þessara sagna er Ólafs saga helga. Hún segir frá Ólafi helga sem var Noregskonungur frá 1015 til 1030.
Í Heimskringlu eru varðveittir kaflar úr Hryggjarstykki, en hún er glötuð í sinni upprunalegu mynd. Hryggjarstykki var einnig saga um konunga. En með henni hefur verið ætlað að halda frægð norskra konunga á lofti.