[Málsaga] [Kennsluvefir Hörpu Hreinsdóttur]
 
 

13. aldar framburður
Dæmi úr Snorra-Eddu, kafla 44 - 45.
Stefán Karlsson les.


 
Taktu eftir framburði sérhljóða í lituðu orðunum.
Taktu eftir framburðinum á síðasta orðinu.
Það er upphaf þessa málsÖku-Þór fór með hafra sína og reið og með honum sá ás er Loki er kallaður.
Hlusta:
Taktu eftir langa [a:] sem stafsett er á í textanum ... Koma þeir að kveldi til eins búanda og þar náttstað.
Hlusta:
Hlustaðu sérstaklega á framburð lituðu orðanna En um kveldið tók Þór hafra sína og skar báða. Eftir það voru þeir flegnir og bornir til ketils.
Hlusta:
Hlustaðu sérstaklega eftir því hvernig ö er borið fram ... En er soðið var þá settist Þór til náttverðar og þeir lagsmenn.  Þór bauð til matar með sér búandanum og konu hans og börnum þeirra.  Sonur búanda hét Þjálfi en Röskva dóttir.
Hlusta:
Hvernig er ö borið fram?  Hvernig er æ borið fram?
Hvernig er y borið fram? Hvernig er au borið fram?
Þá lagði Þór hafurstökurnar utar frá eldinum og mælti að búandi og heimamenn hans skyldu kasta á hafurstökurnar beinunum.  Þjálfi, son búanda, hélt á lærlegg hafursins og spretti á knífi sínum og braut til mergjar.
Hlusta:
Hlustaðu sérstaklega vel á framburð hljóðsins sem táknað er með æ. Þór dvaldist þar um nóttina.  En í óttu fyrir dag stóð hann upp og klæddi sig, tók hamarinn Mjöllni og brá upp og vígði hafurstökurnar.  Stóðu þá upp hafrarnir og var þá annar haltur eftra fæti.
Hlusta:

 
Sjá einnig Guðvarður Már Gunnlaugsson. „Hvernig hljómaði forníslenska? Eru til einhver hljóðdæmi á Netinu?“. Vísindavefurinn 12.11.2010.

Sjá einnig leikrænan flutning Arne Torp á hluta Atlakviðu, með með framburði eins og hann hefði getað verið um 1200. Sá hluti Atlakviðu er birtur á síðunni Frumorrænn framburður þar sem einnig er vísað í flutning Arne Torp.


 
Birt með leyfi Stefáns Karlssonar
Harpa Hreinsdóttir
Gert 2001
Uppfært í mars 2011