[Glósur úr Njálu] [Brennu-Njáls saga]
Glósur
úr Brennu-Njáls sögu, 1. hluti
(1. - 53. kafli)
9. - 11. kafli: Fyrsta hjónaband Hallgerðar Höskuldsdóttur.
Hallgerður ~ Þorvaldur Ósvífursson -> Staðarfell í Dölum
Ath. Þjóstólfur er fóstri Hallgerðar
- suðureyskur maður.
12. kafli: Þjóstólfur drepur Þorvald,
fer til Svans á Svanshóli, sem er móðurbróðir
Hallgerðar og rammgöldróttur.
13.-17. kafli: Annað hjónaband Hallgerðar:
Hallgerður~ Glúmur Óleifsson -> Varmalækur í Borgarfirði ____________________________
| ÞorgerðurÞjóstólfur drepur Glúm. Hallgerður sendir hann til Hrúts sem drepur hann. Hallgerður flytur í Laugarnes (nú í Reykjavík).
19. kafli: Kynntur Gunnar á Hlíðarenda.
(Hámundur) ~ Rannveig Sigfúsdóttir
__________________________
|
|
|
Gunnar Kolskeggur Hjörtur
20. kafli: Kynntur Njáll á Bergþórshvoli, kvæntur Bergþóru.
21. - 24. kafli: Unnur Marðardóttir er blönk og fer til Gunnars frænda síns og biðst aðstoðar til að rukka Hrút, fyrrverandi eiginmann sinn. Að ráði Njáls dulbýst Gunnar sem Kaupa-Héðinn og nær að stefna Hrúti með brögðum. Á Alþingi býður Gunnar Hrúti hólmgöngu en Hrútur vill frekar borga Unni.
25. kafli:
Skarphéðinn ~ Þórhildur
Grímur ~ Ástríður af Djúpárbakka
Helgi ~ Þórhalla Ásgrímsdóttir (Elliða-Grímssonar)
(27. kafla)
Auk þess:
Höskuldur (laungetinn sonur Njáls, móðir:
Hróðný)
Þórhallur Ásgrímsson (Elliða-Grímssonar,
á Mosfelli) (fóstursonur Njáls frá 27. kafla)
28. - 32. kafli:
Utanför Gunnars og Kolskeggs (ásamt Hallvarði hvíta): Þeir fara til Noregs, Danmerkur og Smálanda (í Svíþjóð). Í Austurvegi (við Tallin) eignast Gunnar atgeirinn (fyrrv. eigandi er Hallgrímur). Þeir fara svo til Heiðabæjar í Danmörku. Danakóngur býður Gunnari kvonfang. Gunnar fer til Noregs, kemst á séns með Bergljótu, frænku Hákonar jarls. Fer til Íslands.
33. kafli: Gunnar fer til þings. Hittir Hallgerði og fellur fyrir henni. Þau trúlofast.
34. kafli: Brúðkaup Gunnars og Hallgerðar. Þráinn Sigfússon, móðurbróðir Gunnars, skilur við konu sína, Þórhildi skáldkonu og kvænist Þorgerði Glúmsdóttur (og Hallgerðar) sem er 14 ára. Þau setjast að á Grjótá.
35. kafli: Bergþóra og Hallgerður verða ósáttar.
36. - 44. kafli:
Kafli | Hverjir vegast á
(B) = maður Bergþóru, (H) - maður Hallgerðar |
Bætur |
36. kafli | Kolur (H) drepur Svart (B) | 12 aurar silfurs |
37. kafli | Atli (B) drepur Kol (H) | 12 aurar silfurs |
38. kafli | Brynjólfur rósti (H), frændi Hallgerðar, drepur Atla (B) | hundrað silfurs |
39. kafli | Þórður leysingjason (B), fóstri Njálssona, drepur Brynjólf rósta (H) | hundrað silfurs |
40. kafli | Sigmundur Lambason (H), frændi Gunnars, drepur Þórð
leysingjason,
Þráinn Sigfússon og Skjöldur viðstaddir |
tvö hundruð silfurs |
44. kafli | Hallgerður gerir grín að Njáli og sonum hans
- farandkonur segja Bergþóru, sem tilkynnir þetta sínu
heimilisfólki.
Um kvöldið vígbúast Njálssynir. |
|
45. kafli | Skarphéðinn drepur Sigmund Lambason (H).
Helgi og Grímur drepa Skjöld. Þremur árum síðar greiðir Njáll Gunnari bætur. |
tvö hundruð silfurs |
46. kafli: Gissur hvíti (Mosfell) og Geir goði (Hlíð/Úthlíð) kynntir til sögu. Minnt á Mörð Valgarðsson (Hofi)
47. kafli:
Skammkell: vinur Otkels (Hofi II)
Melkólfur: þræll Skammkels, seinna Otkels
48. kafli: Hallgerður lætur Melkólf stela mat á Kirkjubæ. Gunnar slær hana utanundir þegar hann kemst að þessu.
49. kafli: Otkell og Skammkell upplýsa þjófnaðinn með hjálp Marðar. Þeir tala við Gunnar sem býður ríflegar bætur en Skammkell ráðleggur Otkatli að bera málið undir Gissur hvíta og Geir goða. Skammkell tekur að sér að fara á fund Gissurar.
50. kafli: Gissur ráðleggur að þiggja boð Gunnars. Skammkell skilar þveröfugum ráðleggingum og Otkell stefnir Gunnari sem reiðist mjög.
51. kafli: Á Alþingi: Hrútur ráðleggur Gunnari að skora Gissur hvíta á hólm. Gissur kemst að lygum Skammkels og stingur upp á að Otkell bjóði Gunnari sjálfdæmi til að lægja reiði hans. Gunnar segist borga mat og ostabúr en vill jafnháar skaðabætur frá Otkatli sem hann telur hafa stefnt sér til háðungar (= 0 upphæð).
52. kafli: Runólfur í Dal býður Otkatli í heimsókn. Auðúlfur Austmaður, í vist hjá Otkatli, leggur hug á dóttur Otkels.
53. kafli: Otkell, Skammkell og Auðúlfur fara í heimsókn til Runólfs. Hestur Otkels fælist og fyrir tilviljun ríður Otkell Gunnar næstum niður þar sem Gunnar er að sá - Otkell særir hann með spora sínum. Runólfur býðst til að fylgja Otkatli til baka úr heimsókninni.
Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir