[Glósur úr Njálu] [Brennu-Njáls saga]
Glósur úr Brennu-Njáls sögu,
2. hluti
(54. - 81. kafli)
55. kafli: Gunnar segir Njáli tíðindin. Njáll heitir að aðstoða hann á þingi og ráðleggur Gunnari tvennt:
Gissur hvíti og Geir goði varpa hlutkesti um það hvor eigi að sækja málið á þingi - það kemur í hlut Geirs.
56. kafli: Skafti Þóroddsson kynntur.
Á þingi: Geir goði lýsir vígsökum á hendur Gunnari og Kolskeggi. Gunnar telur, í vörn málsins, að Otkell eigi að vera ógildur því hann hafi áður sært sig. Einnig telur hann Geir goða sækja málið rangt og ætlar að „kæra“ hann fyrir afglöp. Njáll o.fl. stilla til friðar. Gunnar (og frændur hans) greiða skaðabætur og lýkur málinu með fullum sáttum á þessu þingi.
57. kafli:
Þórir og Þorgrímur: Austmenn, í vist hjá Agli
59. kafli:
Gunnar ~ Hallgerður -> á Hlíðarenda
_______________
|
|
Högni Grani
60. kafli: Ásgrímur Elliðagrímsson lendir í klandri með mál sem hann sækir á þingi. Gunnar býðst til að ganga á hólm fyrir hann og þá lúffar andstæðingur Ásgríms. Í staðinn heitir Ásgrímur Gunnari liðveislu sinni ef hann þurfi einhvern tímann á henni að halda.
Um haustið heimsækir Gunnar Ásgrím, í Bræðratungu, og afþakkar fylgd Njálssona þangað.
61. kafli: Gunnar, Hjörtur og Kolskeggur fara aftur heim, úr Bræðratungu, og afþakka fylgdarmenn Ásgríms. Sigurður svínhöfði njósnar um Gunnar og lætur Starkað og þá vita af ferðum hans. Starkaður kemur með 15 manns og Egill með 15: Þeir sitja fyrir Gunnari við Knafarhóla. Í för með Agli er Þórir Austmaður nauðugur.
62. kafli: Gunnar áir, sofnar og dreymir illa; Sér úlfahóp sem ræðst á þá, einn úlfurinn drepur Hjört. Hjörtur vill samt ekki snúa við og þeir halda áfram uns þeir sjá fyrirsátina.
63. kafli: Bardaginn hefst. Þeir Gunnar drepa 14 manns. Hjörtur, bróðir Gunnar, fellur.
64. kafli: Steinvör, ekkja Egils, „mútar“ Þorgrími Austmanni til að sjá um búið fyrir sig. Gunnar sækir ráð hjá Njáli. Njáll skaffar honum nokkur sakamál gegn hinum dauðu og segir að Gunnar hafi auk þess drepið þá í sjálfsvörn.
65. kafli: Þorgeir Starkaðarson æskir liðsinnis Marðar og Valgarðs gráa. Þeir samþykkja gegn miklu fé. Fyrsti liður í ráðagerð þeirra er að mægjast við Gissur hvíta; Mörður fær Þorkötlu, dóttur Gissurs hvíta, fyrir konu.
Þorgeir fær Önund í Tröllaskógi, bróður Egils, í lið með sér. En Gunnar stefnir Þorgeiri og Önundi fyrir óskyld mál.
66. kafli: Á þingi eru tvö lið:
Gunnar
Sigfússynir Njálssynir Ólafur pá |
Mörður
Runólfur úr Dal (bræðrabarn v. Mörð) Gissur hvíti og Geir Önundur úr Tröllaskógi Þorgeir Starkaðarson |
Hjalti Skeggjason, tengdasonur Gissurar hvíta, stillir til friðar og fær Gunnar til að leggja málin í gerðadóm (til jafnaðardóms) sem í sitja Hjalti, Njáll og Ásgrímur Elliða-Grímsson. Gunnar þarf að greiða bætur en kemur annars þokkalega út úr þessu.
67. kafli: Minnt er á Þorgeir Otkelsson, ágætis náunga en heldur talhlýðinn.
Þorgeir Starkaðarson finnur Mörð, vin sinn. Mörður heldur því fram að Kolskeggur, bróðir Gunnars, vilji rifta samkomulagi um að greiða land í bætur (Móeiðarhvol) og borga frekar fé. Einnig hefur Kolskeggur rofið sætt við Þorgeir Otkelsson.
Mörður veit um spádóm Njáls, þ.e. að Gunnari sé óhætt nema hann vegi tvisvar í sama knérunn. Þess vegna ráðleggur Mörður Þorgeiri Starkaðarsyni að fá Þorgeir Otkelsson til liðs við sig, tefla síðan Þorgeiri Otkelssyni fram að reyna að láta Gunnar drepa hann!
68. kafli: Þorgeir Starkaðarson vingast við Þorgeir Otkelsson og sannfærir hann um að Gunnar hafi rofið sættina. Þeir ákveða að fara að Gunnari, hvor skuli skaffa 12 manns með sér.
69. kafli: Þorgeir Starkaðarson og Þorgeir Otkelsson hittast, með 24 manns, en sofna á leið til Gunnars, sem er einn heima. Njáll er í Þórólfsfelli, fær ekki sofið en sér fylgjur óvina Gunnars. Sauðamaður kemur og segir honum frá liðssafnaði. Njáll sendir sauðamann til Gunnars með þau skilaboð að Gunnar safni liði á Grjótá.
Sjálfur fer Njáll til liðsins og lýgur að þeim að Gunnar sé á leiðinni með mikið lið og muni eflaust drepa þá. Þeir hætta við allt og flýja.
70. kafli: Njáll segir þeim Þorgeiri að Gunnar muni halda liðssafnaði sínum. Þeir eru hræddir og biðja Njál að leita sátta. Mörður skammar þá fyrir að hafa leitað til Njáls. Á Alþingi kemur fram að Gunnar hugðist bjóða annað land eða fé fyrir Móeiðarhvol. Þeir Þorgeir þykjast nú sviknir af upplýsingum Marðar. Þeir borga sekt fyrir aðförina að Gunnari en allir sættast að lokum heilum sáttum.
Gunnar heimsækir Ólaf pá, vestur í Dali, þiggur af honum góðar gjafir, þ.á.m. hundinn Sám.
71. kafli: Þorgeir Starkaðarson, Þorgeir Otkelsson og Mörður hittast. Mörður ráðleggur að Þorgeir Otkelsson fífli Ormhildi, systurdóttur Gunnars, til að espa Gunnar.
Þorgeir St., Þorgeir Ot. og Mörður sitja fyrir Gunnari, 24 saman, við Rangá. Gunnar og Kolskeggur eru að „tékka á“ vinnumönnum sínum í Landeyjum.
72. kafli: Þeir sjá fyrirsátina og búast til varnar. Þorgeir St. eggjar Þorgeir Otkelsson sem ræðst beint að Gunnari. Vitaskuld drepur Gunnar hann.
73. kafli: Njáll segir Gunnari að vera var um sig, nú hafi hann vegið tvisvar í sama knérunn. Á Alþingi sækir Gissur hvíti málið og krefst útlegðar Gunnars og eignaupptöku.
74. kafli: Njáll hótar að ónýta málið ef það verði ekki lagt í gerðardóm. Svo er gert. Niðurstaðan: Gunnar greiði fégjöld og Gunnar og Kolskeggur skuli útlægir í 3 vetur. Njáll hvetur Gunnar til að halda sættina og fara utan. Gunnar samþykkir það.
75. kafli: Þráinn Sigfússon, Gunnar, Kolskeggur, Grímur og Helgi Njálssynir ætla allir utan um sumarið. Gunnar pakkar og kveður. Sér hlíðina og snýr við. Kolskeggur segist alfarinn af landi brott því hann viti að Gunnar verði veginn. Hallgerður verður glöð. Ólafur pá býðst til að fá Gunnari bú vestur í Dölum en Gunnar vill ekki flytja.
Gissur hvíti tilkynnir sekt Gunnars á þingi og safnar óvinum Gunnars saman. Gissur vill að þeir fari og drepi Gunnar. Hjalti Skeggjason vill ekki taka þátt í því.
Njáll varar Gunnar við. Býður honum Skarphéðin og Höskuld sér til halds og trausts. Gunnar afþakkar en biður Njál að líta eftir Högna syni sínum ef hann verðir drepinn. Segist vera sama um Grana. Gunnar hegðar sér sem ósekur maður.
76. kafli: Mörður kemst að því að Gunnar sé einn heima - lætur hina vita og þeir safna liði. Þeir pína Þorkel bónda á næsta bæ til að ná hundinum Sámi. Þorkell lokkar hundinn með sér en er Sámur sér að hann er svikinn rífur hann Þorkel á hol. Önundur úr Tröllaskógi drepur Sám.
77. kafli: Gunnar heyrir hljóð hundsins. Heima eru Gunnar, Hallgerður og Rannveig, móðir Gunnars. Gunnar drepur Þorgrím Austmann með atgeirnum. Gunnar skýtur örvum svo þeir geta ekki nálgast húsið. Þá grunar að Gunnar skorti orðið örvar. Mörður vill brenna Gunnar inni en það vill Gissur hvíti ekki. Mörður vill þá láta svipta þekjunni af og það gera þeir. Einn heggur sundur bogastreng Gunnars. Gunnar verst með atgeirnum. Hann biður Hallgerði um hár í bogastreng en hún neitar. Að lokum er Gunnar veginn - hafði þá sært sextán manns og drepið tvo.
Þorgeir Starkaðarson biður Gissur eða Geir að verða eftir sér til fulltingis. Eftir hlutkesti verður Geir eftir og sest að í Odda. Hróaldur, sonur Geirs, hrósar sér af því að hafa veitt Gunnari banasár.
78. kafli: Njáll segir að ekki sé hægt að kæra víg Gunnars því hann var sekur maður. Gunnar er heygður og heyrist kveða í haugnum.
Rannveig er svo vond við Hallgerði að hún hrökklast á brott og fer á Grjótá, ásamt Grana, syni sínum. Högni tekur við búi á Hlíðarenda. Skarphéðinn er Högna til halds og trausts - þeir Högni sjá Gunnar glaðan í haugnum, kveðandi vísu.
79. kafli: Skarphéðinn og Högni (með atgeirinn) fara til Odda og drepa Hróald Geirsson og Tjörva (?), fara síðan upp undir Þríhyrning, gabba Starkað og Þorgeir út og drepa þá báða. Fara svo til Marðar en hann biður sér griða og selur Högna sjálfdæmi.
80. kafli: Njáll sér um að allir sættist. Högni og Geir goði sættast og Geir flytur aftur í Hlíð/Úthlíð. Högni er úr sögunni.
81. kafli: Kolskeggur fer til Noregs, síðan Danmerkur og gerist hirðmaður Sveins konungs tjúguskeggs. Dreymir draum um að hann verðir guðs riddari. Kolskeggur tók skírn í Danmörku. Fór í Garðaríki, þaðan til Miklagarðs og gerðist höfðingi yfir Væringjaliði. Kolskeggur kom aldrei aftur til Íslands.
Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir