[Glósur úr Njálu] [Brennu-Njáls saga]
Glósur úr Brennu-Njáls sögu,
3. hluti
(82. - 97. kafli)
83. kafli: Grímur og Helgi Njálssynir villast af leið og lenda á Skotlandi. 13 skip koma á móti þeim og Grjótgarður og Snækólfur víkingaforingjar segjast drepa þá ef þeir láti ekki allt sitt fé. Grímur og Helgi vilja berjast til síðasta manns.
84. kafli: Orusta: Þeir Grímur og Helgi sjá koma 10 skip en þar er mættur Kári Sölmundarson! Þeir vinna orustuna, drepa Grjótgarð og Snækólf og taka fé allt.
85. kafli: Kári Sölmundarson er hirðmaður Sigurðar Orkneyjarjarls. Hann býður Helga og Grími með sér til hirðarinnar og þeir dvelja í Orkneyjum vetrarlangt. Kemur fram að Helgi er skyggn.
86. kafli: Helgi, Kári og Grímur fara til Skotlands og síðan halda þeir Helgi og Grímur áfram til Noregs - mæla sér mót við Kára í Noregi.
87. kafli: Á Íslandi fær Hrappur Örgumleiðason far með skipi til Noregs. Hrappur fer til Guðbrands í Dölum og fíflar Guðrúnu dóttur hans. Guðrún verður ólétt eftir Hrapp. Guðbrandur vill láta drepa Hrapp en hann sleppur og dylst úti í skógi, hjá Tófa útlaga. Hákon jarl dæmir Hrapp útlægan og leggur fé til höfuðs honum.
88. kafli: Hákon jarl fer í veislu til Guðbrands í Dölum. Víga-Hrappur drepur menn og svívirðir hof; Jarl lætur leita hans. Hrappur nær á fund Njálssona, sem neita að fela hann. Hins vegar fellst Þráinn Sigfússon á að leyna Hrappi fyrir jarli, um borð í Gammi, gegn miklu fé. Þráinn felur Hrapp fyrst í tunnum, síðan í sekkjum, loks í segli. Hákon jarl finnur hann ekki og er fokreiður. Þráinn siglir svo til Íslands, Hrappur dvelur fyrst hjá Þráni en flyst síðan á Hrappsstaði. Talið er að Hrappur fífli Hallgerði.
89. kafli: Hákon jarl telur Njálssyni hafa verið í vitorði með Þráni, leitar þeirra og vill drepa þá. Jarl tekur þá höndum. Um nóttina tekst þeim að sleppa og finna Kára. Hákon jarl vill seinna sættast við þá en það er urgur í Njálssonum og þeir fara til Sigurðar Orkneyjarjarls - síðan í víking.
90. kafli: Kári og Njálssynir fara til Íslands. Kári kvænist Helgu Njálsdóttur og sest að í Dyrhólmum.
91. kafli: Ketill úr Mörk, bróðir Þráins, kvæntur Þorgerði Njálsdóttur, talar við Þráin um að bæta þeim Helga og Grími vesenið sem þeir lentu í út af Hrappi, en ekkert kemur út úr því. Njáll hvetur Helga og Grím til að bíða átekta. Kári er sendur til Þráins til að ræða málin en án árangurs. Með Þráni eru jafnan:
Gunnar Lambason og Lambi
Sigurðsson, bróðursynir Þráins
Grani Gunnarsson, hálfbróðir
konu Þráins
Víga-Hrappur
Loðinn, heimamaður Þráins
Tjörvi, bróðir
Loðins.
Helgi, Grímur, Skarphéðinn og Höskuldur Njálssynir fá Kára með sér að Grjótá. Þar slettist upp á vinskapinn við heimilisfólkið og Skarphéðinn kallar Hallgerði hornkerlingu eða pútu. Þráinn neitar að borga bætur, Hrappur rífur kjaft og Hallgerður kallar þá taðskegglinga og Njál karl hinn skegglausa. Þeir snúa ævareiðir heim.
92. kafli: Runólfur í Dal er vinur Þráins og býður honum í heimsókn. Þráinn ætla að skreppa til Ketils, bróður síns, í Mörk í leiðinni. Þeir eru 8 alvopnaðir og auk þess Hallgerður og Þorgerður. Þeir skutla „snauðum konum“ yfir Markarfljót í leiðinni.
Þráinn dvelst í Dal og í Mörk, snýr svo til baka. Markarfljót er ísi lagt að hluta til.
Snauðu konurnar kjafta í Bergþóru hve lengi Þráinn verður í burtu, hún segir sonum sínum og Kára. Allir Njálssynir + Kári vopnast og bíða í Rauðaskriðum. Þráinn og þeir fara niður með Markarfljóti.
Skarphéðinn rennir sér fótskriðu og klýfur haus Þráins. Þeir drepa síðan Tjörva og Hrapp en gefa Gunnari Lambasyni og Grana Gunnarssyni grið. Snúa svo heim og segja Njáli tíðindin.
93. kafli: Ketill í Mörk er í klípu og biður Njál um bætur. Hann ætlar að reyna að sansa bræður sína. Það tekst og greiðir Njáll ríflegar bætur. Ketill býður Höskuldi, syni Þráins, fóstur, að ráði Njáls. Ketill lofar að reynast honum sem faðir, þ.á.m. að hefna hans verði hann veginn.
94. kafli: Njáll býður Höskuldi Þráinssyni fóstur. Hann og Njálssynir verða afar góðir vinir.
95. kafli: Flosi Þórðarson ~ Steinvör Halldóttir (dóttir Síðu-Halls) búa á Svínafelli í Öræfum
Hildigunnur Starkaðardóttir er bróðurdóttir Flosa
96. kafli:
Síðu-Hallur ~ Jóreiður
_______________________
|
|
|
Þorsteinn Egill
Þiðrandi
Bróðir Síðu-Halls er Þorsteinn, faðir
Kols.
Holta Þórir (bróðir Njáls)~ kvk
_____________________________
|
|
|
Þorgeir skorargeir Þorleifur krákur
Þorgrímur hinn mikli
97. kafli: Njáll biður Hildigunnar Starkaðardóttur til handa Höskuldi Þráinssyni, fóstursyni sínum. Hildigunnur vill ekki giftast goðorðslausum manni. En ef Höskuldur hefði goðorð væri hún til í að giftast honum. Njáll biður um 3 vetra frest og reynir svo að kaupa goðorð handa Höskuldi en enginn vill selja.
Njáll kemur inn stjórnsýslubreytingu á Alþingi þannig að goðorðum er fjölgað og stofnað nýtt goðorð í Hvítanesi (sennilega í Landeyjum) sem Höskuldur fær.
Höskuldur fær Hildigunnar og þau búa í Ossabæ (Vorsabæ).
Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir