[Glósur úr Njálu] [Brennu-Njáls saga]
Bræður Lýtings: Hallsteinn og Hallgrímur
Lýtingur og bræður hans sitja fyrir Höskuldi Njálssyni og særa hann til ólífis. Hróðný, móðir Höskuldar, þykist trúa að Höskuldur sé lifandi, fer með líkið á Bergþórshvol og sýnir Njáli og sonum hans. Skarphéðinn veitir líkinu nábjargir.
Bergþóra hvetur synir sína til að hefna strax, áður en Höskuldur Þráinsson Hvítanessgoði nái að koma á sættum.
99. kafli: Njálssynir drepa Hallgrím og Hallkel(?misritun fyrir Hallstein?) en Lýtingur kemst sár undan í Ossabæ. Höskuldur Hvítanessgoði talar við Njál sem fellst á að Lýtingur greiði 200 silfurs í bætur fyrir Höskuld Njálsson en fái engar bætur fyrir bræður sína.
100. kafli: Um kristnitöku:
Ólafur Tryggvason er tekinn við völdum í Noregi og búinn að kristna Noreg o.fl. lönd. Þangbrandur Vilbadússon kemur til landsins, ásamt Guðleifi Arasyni, íslenskum manni. Síðu-Hallur býður þeim öllum heim og tekur kristna trú, ásamt öðru heimilisfólki á Þvottá.
101. kafli: Þangbrandur boðar kristni um allt land. Gengur nokkuð vel. Drepur þá sem mótmæla kristniboðinu.
102. kafli: Njáll tekur kristna trú og allt hans fólk. Meiri frásagnir af kristnitöku.
103. kafli: Gestur Oddleifsson tekur kristna trú.
104. kafli: Hjalti Skeggjason er dæmdur sekur um goðgá. Þeir Gissur hvíti fara á Alþingi. Heiðnir menn og kristnir skiptast í flokka - útlit fyrir bardaga.
105. kafli: Þorgeir Ljósvetningagoði leggst undir feld - kveður svo upp þann úrskurð að Ísland skuli vera kristið.
106. kafli: Þremur árum síðar: Ámundi, blindur sonur Höskulds Njálssonar, heimtar bætur af Lýtingi, sem segist vera búinn að borga nóg. Ámundi fær skyndilega sjónina, drepur Lýting og verður blindur á ný. Njáll semur um bætur.
107. kafli: Valgarður grái kemur til Íslands, neitar að taka kristna trú og deyr heiðinn. Mörður segir honum að Höskuldur Þráinsson sé orðinn goði og menn vilji fremur fylgja honum en sér. Valgarður ráðleggur Merði að vingast við Njálssyni. Þegar þeir eru orðnir góðir vinir skuli Mörður rægja Höskuld Þráinsson og láta Njálssyni drepa hann.
108. kafli: Mörður vingast við Njálssyni og Kára. Njáli líst illa á.
109. kafli: Skarphéðinn gefur Höskuldi Þráinssyni stóðhest og tvær merar. Höskuldur heldur veislu í Ossabæ. Síðar kemur Mörður í heimsókn í Ossabæ. Hann reynir að rægja Njálssyni en Höskuldur segist aldrei munu trúa neinu slæmu upp á þá. Mörður fer þá að Bergþórshvoli og rægir Höskuld. Njálssynir trúa honum loks. Flosi býður Höskuldi að flytja austur í Öræfi en Höskuldur vill það ekki. Kaflanum lýkur á umfjöllun um fóstursyni Njáls.
110. kafli: Mörður kemur að Bergþórshvoli - eggjar Njálssyni og fer síðan með Skarphéðni, Kára og hinum Njálssonum til að drepa Höskuld. Þeir sitja fyrir honum skammt frá Ossabæ.
111. kafli: Höskuldur fer út að sá. Skarphéðinn ræðst á hann - þeir drepa Höskuld. Mörður býðst til að lýsa víginu. Njálssynir fara heim og segja Njáli, sem verður afar hryggur. Njáll veit að þetta mun valda dauða þeirra allra.
112. kafli: Hildigunnur finnur Höskuld, þerrar blóð hans og varðveitir skikkju hans.
Á Grjótá minnir Þorgerður Ketil í Mörk á að hann hafi lofað að hefna Höskulds þegar hann tók hann í fóstur. Ketill samþykkir að Mörður sjái um að lýsa víginu og búa málið til þings. Njálssynir æskja liðveislu Ásgríms Elliða-Grímssonar.
113. kafli: Guðmundur ríki á Möðruvöllum í Eyjafirði er vinur Ásgríms og býst Ásgrímur við hans liðveislu.
114. kafli: Snorri goði er vinur Ásgríms og vonast hann eftir liðveislu Snorra.
115. kafli: Flosi fréttir víg Höskulds og leita liðsinnis Halls af Síðu o.fl. Hann ríður suður og aflar liðsinnis í leiðinni. Flosi fær sannar fréttir frá Runólfi í Dal. Flosi ríður í Ossabæ.
116. kafli: Hildigunnur tekur höfðinglega við Flosa. Síðan steypir hún yfir hann blóðugri skikkju Höskulds og dynur blóðið um hann allan. Flosi kallar hana forað.
Flosi biður Ingjald á Keldum um að koma. (Ingjaldur er bróðir Hróðnýjar, móður Höskulds Njálssonar.) Flosi minnir hann á að hann hafi lofað að aðstoða sig í hverju máli þegar Flosi gifti Hildigunni, bróðurdóttur sína, Höskuldi Þráinssyni. Ingjaldur er kvæntur Þraslaugu, en hún og Hildigunnur eru bræðradætur.
117. kafli: Flosi hittir Sigfússyni (föðurbræður Höskuldar Þráinssonar) o.fl. við Holtsvað. Ráða þeir ráðum sínum. Ketill úr Mörk vill fébætur en Grani Gunnarsson vill drepa alla Njálssyni. Flosa líst illa á að drepa svo stórættaða menn.
Flosi samþykkir að Mörður sæki málið á þingi. Flosi vill tengjast Merði með því að Mörður gifti dóttur sína, Rannveigu, Starkaði, bróðursyni Flosa.
118. kafli: Skarphéðinn og bræður hans ætla til Ásgríms Elliða-Grímssonar í Bræðratungu. Njáll segist koma með á þing. Á leiðinni bætist í hópinn Þorleifur krákur og Þorgrímur hinn mikli, sem eru synir Holta-Þóris, bróður Njáls. Einnig Hjalti Skeggjason. Þeir fara svo allir á þing, ásamt Ásgrími Elliða-Grímssyni.
119. kafli: Allir komnir á þing. Að ráði Njáls ákveður Ásgrímur Elliða-Grímsson að afla sér stuðnings höfðingja. Hann fær Njálssyni með sér.
Ásgrímur talar fyrst við Gissur hvíta (en Ásgrímur er systursonur Gissurar). Hann heitir honum liðveislu.
Ásgrímur talar svo við Skafta Þóroddsson. En Skarphéðinn spælir Skafta og ekkert verður úr stuðningi hans.
Þeir fara til Snorra goða. Hann lofar þeim ekki liðsinni en lofar að berjast ekki gegn þeim. Skarphéðinn spælir hann.
Tala við Hafur hinn auðga, höfðingja Skagfirðinga. Hann vill ekki styðja þá. Skarphéðinn spælir hann.
Tala við Guðmund ríka. Hann segist ekki verða á móti þeim en ákveða síðar hvort hann vilji styðja þá. Skarphéðinn spælir hann.
120. kafli: Þeir ganga til búðar Þorkels háks. Ásgrímur biður Skarphéðin að þegja. Ásgrímur talar við Þorkel, sem vill ekki lofa stuðningi úr því Guðmundur ríki vildi það ekki. Þá spælir Skarphéðinn Þorkel hák og hótar honum lífláti.
Þeir snúa aftur til búðar sinnar. Guðmundur ríki gleðst yfir hvernig Skarphéðinn kvað Þorkel hák í kútinn og áveður að styðja Njál og syni hans.
121. kafli: Þórhallur Ásgrímsson bendir á að málsóknin sé líklegast ónýt því Mörður, sem fyrst lýsti vígsök, tók þátt í víginu og er því einn sakborninga.
122. kafli: Njáll stingur upp á að málinu verði vísað til gerðardóms. Flosi fellst loks á þetta, að ráði Síðu- Halls. Hvorir tilnefna 6 menn í gerðardóminn. Allir takast í hendur upp á að halda þann dóm sem þessi 12 manna gerðardómur dæmir.
123. kafli: Dómarar ráða ráðum sínum - ákveða að dæma engan í útlegð til að forðast vígaferli, en dæma háa fésekt. Niðurstaðan: Gjalda á 600 silfurs (þrenn manngjöld) og það strax á þinginu.
Dómararnir leggja sjálfir til helming fjárins. Njálssynir og Kári leggja til 100 silfurs, Njáll leggur til á annað hundrað silfurs. Aðrir gefa uns nóg er komið. Njáll leggur loks silkislæður og stígvél efst á hrúguna.
Flosi spyr hver hafi gefið slæðurnar en fær engin svör. Hann giskar á Njál og dylgjar um leið um óeðlilega kynhvöt hans. Skarphéðinn tekur þá slæðurnar en kastar bláum brókum til Flosa, segir að Flosi þurfi þeirra með þegar hann „hommist“ með Svínafellsás! Flosi neitar að þiggja féð og hótar öllu illu! Gissur og Hjalti taka féð og varðveita.
124. kafli: Flosi hittir sína stuðningsmenn - 100 manns- í Almannagjá. Allir sverja þess eið að drepa Njálssyni. Samþykkt er að Flosi verði foringi þeirra. Flosi segist munu hitta þá á tilteknum degi í ágúst, á Þríhyrningshálsum.
Njáll, synir hans og Kári, fara heim að Bergþórshvoli.
Hróðný fær staðfestingu hjá Ingjaldi á Keldum, að hann hafi lofað að fara að Njáli og sonum hans. Hróðný sýnir honum blóðuga húfu Höskuldar Njálssonar og minnir á hverjir drápu hann. (Lýtingur, sem drap Höskuld, var giftur systur Sigfússona.) Ingjaldur biður Hróðnýju að vara Njál við og segja honum að fara varlega í sumar.
Sæunn kerling vill láta losna við arfasátu við Bergþórshvol en það ferst fyrir.
125. kafli: Hildiglúmur Runólfsson, að Reykjum á Skeiðum, sér fyrirburð: Mann á hesti, ríðandi um himin og kveðandi vísu. Hjalti Skeggjason segir að hann hafi séð gandreið.
126. kafli: Flosi safnar sínum mönnum, ríður Fjallabaksleið og mætir á tilsettum tíma á Þríhyrningshálsa. Allir mæta, nema Ingjaldur á Keldum.
127. kafli: Grímur og Helgi frétta af liðssafnaði og flýta sér heim. Bergþóra leyfir fólki að velja sér síðustu kvöldmáltíðina. Njáli sýnist borðið og maturinn vera blóð eitt.
128. kafli: Flosi og félagar fela sig í dal í hvolnum. Seint um kvöldið fara þeir að bænum. Allir karlmenn standa úti og Flosa líst ekki á. Njáll vill að þeir fari inn og verjist eins og Gunnar á Hlíðarenda. Skarphéðinn er viss um að þeir verði brenndir inni en hlýðir þó. Bendir á að faðir sinn sé feigur.
Flosi og hans menn umkringja bæinn og Flosi ákveður að brenna þá inni.
129. kafli: Þeir gera bál fyrir dyrum. Konur slökkva. Kolur Þorsteinsson (bróðursonur Síðu-Halls, sem er tengdafaðir Flosa) stingur upp á að kveikja í þakinu og nota til þess arfasátuna. Það er gert.
Konur og börn fá að ganga úr brennunni. Ástríður á Djúpárbakka fær Helga Njálsson til að reyna að dulbúast sem konu. Hann gerir það en þekkist og Flosi heggur af honum hausinn.
Flosi býður Njáli og Bergþóru útgöngu en þau afþakka. Þau leggjast til hvílu, ásamt Þórði Kárasyni, dóttursyni sínum. Brytinn breiðir nautshúð yfir þau - segir svo Katli í Mörk.
Kári sleppur úr brennunni og lætur reykinn hylja sig - kemst á brott.
130. kafli: Skarphéðinn er of seinn og kemst ekki úr brennunni. Gunnar Lambason spottar Skarphéðin sem hendir þá í hann jaxli, sem hann hafði höggvið úr Þráni Sigfússyni, svo auga Gunnars liggur úti á kinn.
Allir brenna inni.
Morguninn eftir kemur maður sem segir Flosa að Kári hafi komist lífs af. Þeim bregður mjög í brún.
Skarphéðinn heyrist kveða vísu en menn vita ekki hvort hann er lífs eða liðinn.
Flosi vill að þeir flýti sér brott en leiti ekki líkanna. Sigfússynir vilja drepa Ingjald á Keldum því hann sveik eiða sína og tók ekki þátt í brennunni. Flosi hittir Ingjald, reynir að drepa hann en Ingjaldur skýtur spjóti gegnum Þorstein, bróðurson Flosa, og flýr síðan og kemst undan.
Flosi og menn hans ríða upp á Þríhyrning og leynast þar, í Flosadal, næstu 3 sólarhringa, meðan sveitungar Njáls leita þeirra.
131. kafli: Kári fer að safna liði. Skipar Merði að safna liði. Fer sjálfur til Hjalta Skeggjasonar, hittir Ingjald á leiðinni. Hjalti safnar liði: Allir leita Flosa en finna ekki.
Mörður mælir gegn því að taka upp jarðir Sigfússona því þeir hljóti að vitja þeirra fyrr eða síðar.
Flosi sér í gegnum ráð Marðar og tekur Sigfússyni með sér austur í Öræfi.
132. kafli: Hjalti Skeggjason fer ásamt Kára að leita líkamsleifa Njáls. Þeir finna líkin óbrunnin undir nautshúðinni. Líkin líta ótrúlega vel út. Svo leita þeir Skarphéðins. Hann finnst, brunnir fætur upp að hnjám en annað ekki; hafði stungið Rimmugýgi í gaflhlaðið svo hún var ódignuð! Að ráði Kára fær Þorgeir skorargeir, sonur Holta-Þóris (og því bróðursonur Njáls) öxina.
Skarphéðinn er með krosslagðar hendur og hefur brennt á sig krossmark á brjóst og bak.
Þeir finna alls 11 lík í brunarústunum.
Ásgrímur Elliða-Grímsson býður öllu heimilisfólki af Bergþórshvoli til sín í Bræðratungu. Ásgrímur hefur leitað ráða hjá Gissuri hvíta. Gissur ráðlagði að Mörður sækti málið á þingi næsta sumar.
Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir