Friðgeir Gyðuson


Friðgeir tók við búi eftir föður sinn þegar hann var ungur að aldri.  Móðir hans var Gyða, systir Arinbjarnar.  Þau bjuggu á bænum Blindheimi, á eyjunni Höð, á Sunnmæri.  Þegar Egill Skalla-Grímsson  gerði úrslitatilraun til að innheimta föðurarf Ásgerðar, sem nú var í höndum Atla hins skamma, bróður Berg-Önundar,  kom hann við hjá Friðgeiri og Gyðu og fékk að gista þar nokkra daga vegna illviðris.  Egill komst að því að berserkurinn Ljótur hinn bleiki hefði beðið systur Friðgeirs og skorað á Friðgeir í hólmgöngu.  Af því Friðgeir var ungur að aldri og hafði litla reynslu af hólmgöngum tók Egill að sér að berjast fyrir hann og fékk að sjálfsögðu sigur.  Friðgeir, systir hans og Gyða voru Agli mjög þakklát fyrir vikið.

Síðar meir greiddi Arinbjörn Agli töluvert fé fyrir þennan greiða, því Egill gat ekki innheimt jarðir þær sem hann hélt að hann ætti rétt á eftir Ljót hinn bleika.

Ætt Ásgerðar