Þorsteinn Egilsson var yngstur barna Egils og Ásgerðar.  Hann var í miklu uppáhaldi hjá móður sinni en þeim Agli kom ekki vel saman.  Þorsteinn var manna fríðastur sýnum;  mjög ljóshærður og ljós yfirlitum.  Hann var vitur maður og kyrrlátur, hógvær og stilltur.

Þorsteinn tók við búinu að Borg eftir að móðir hans lést og faðir hans flutti til Þórdísar að Mosfelli.

Þorsteinn Egilsson kemur fyrir í mörgum Íslendingasögum.  Hann var faðir Helgu hinnar fögru, sem Gunnlaugs saga ormstungu fjallar um, og hann var góður vinur systursonar síns, Kjartans Ólafssonar, sem Laxdæla fjallar um.