Konur í Egils sögu

Það er ekki hægt að segja að konur skipti miklu máli í Egils sögu enda fjallar hún líka um aðal "hobbí" karlmanna á tímabilinu 900- 1000, þ.e. víkingaferðir og bardaga. Konurnar eru bara eitthvað sem notað er til undaneldis, til að skapa fleiri stóra, stælta og skapmikla karlmenn. Sem dæmi má nefna þær Hildiríði Högnadóttur og Þóru hlaðhönd. Þóru var nú bara rænt og föður Hildiríðar hótað öllu illu ef hann gæfi hana ekki frá sér, en voru þær spurðar álits? O, nei! Þó var reyndar einn kvenmaður sem lét engan vaða yfir sig en það var hún Gunnhildur drottning, kona Eiríks blóðaxar. Það hefur líklega verið vegna þess að hún var það hátt sett og hafði kjark til að notfæra sér það. Einnig má telja Þorgerði Egilsdóttur kvenskörung, a.m.k. sé miðað við lýsingu hennar í Laxdælu.

Sigríður í Sandnesi er líka gott dæmi um hve lítils metnar konur voru. Hún gekk manna á milli sem arfur. Þó er eitt atvik sem sýnir að Sigríður er ekki alveg kjarklaus, þ.e. þegar hún reynir að sætta konung og Þórólf.

Þótt Ásgerður sé gift Agli Skalla-Grímssyni er samt lítið fjallað um hana í sögunni, enda virðist hún hafa verið einkar hlýðin.

Þó svo að það leynist einn og einn kvenskörungur inn á milli þá voru konur sama og ekki neitt á þessum tíma og ekki var það til að karlmenn hrósuðu konunum sínum eða segðu eitthvað fallegt við þær en svona var þetta bara þá.





Laxdæla Snorra Edda Snorri Sturluson