Tildrög að fóstri í Odda

Tengdafaðir Sturlu Þórðarsonar, Böðvar, átti í deilumálum um erfðir við Pál Sölvason prest, og veitt Sturla tengdaföður sínum lið. Böðvar sótti þessi mál af kappi og var Sturlu kennt um það að mörgu leyti. Þegar svo haldinn var sáttafundur í Reykholti réðst kona Páls prests á Sturlu með hníf og stefndi hnífurinn á auga hans. Í reiði sinni sagði hún afar fræg orð, er hljóða svo: "Hví skal eg eigi gera þig þeim líkastan, er þú vilt líkjastur vera, en það er Óðinn." Rétt er að taka það fram að guðinn Óðinn var eineygur. En hún var stoppuð af áður en henni tókst að skera úr auga Sturlu, en náði hún þó að veita honum djúpt sár á kinn hans.

Fyrir áverkana heimtaði Sturla um 200 hundraða í skaðabætur, sem var auðvitað upp úr öllu valdi. Talið var að deilurnar hefðu orðið mun harðari ef maður að nafni Jón Loftsson hefði ekki skorist í leikinn. Jón þessi var með búskap í Odda en rétt er að taka það fram að honum var málið algerlega óviðkomandi. Á Alþingi árið 1191 ógnaði hann Sturlu til þess að láta málið í sínar hendur og gerði bætur upp á 30 hundraða, sem var mjög hæfilegt. En þess að varast alla fjandsemi á milli þeirra Sturlu, bauðst han n til að fóstra son Sturlu, en sá var enginn annar en Snorri Sturluson. Tveimur árum síðar dó Sturla og Snorri ólst því upp í Odda frá þriggja ára aldri.