Rit Snorra

Snorri Sturluson skrifaði allnokkrar bækur er hann var uppi 1179-1241, en rit hans eru enn vel þekkt hérlendis og erlendis. Frægust þeirra eru Heimskringla og Snorra-Edda sem var rituð á árunum 1220-1230. Auk þeirra hefur hann skrifaði Ólafs sögu helga hina sérstöku og talið er að hann hafi einnig skrifað Egils sögu eða Eglu, en hún var rituð á öndverðri 13. öld í Borgarfirði. Egils saga er til í allmörgum handritum allt frá 13. öld, en árið 1782 kom hún fyrst út í prentaðri útgáfu. Ólafs saga helga er til í sérstakri útgáfu en hana er einnig að finna í einu af þremur bindum Heimskringlu, auk annarra fornra frásagna af konungum.