Ağalsíğa

Notkun nafna persónanna í nútímamáli/nútímasamfélagi 
Freydís: Kemur fyrir í Eiríks sögu rauða en síðan ekki fyrr en í byrjun þessara aldar er tvær konur fengu nafnið. Í þjóðskrá eru nú 80 með nafnið Freydís.

Leifur: Nafnið kemur fyrir í Landnámu, fornsögum og fornbréfum. Einn frægasti karl með þessu nafni er væntanlega Leifur heppni Eiríksson, sem fann Ameríku. Í byrjun 18. aldar báru tveir menn nafnið en núna bera 273 nafnið Leifur.

Guðríður: Nafnið kemur fyrir í Landnámu og víðar í fornum bókmenntum. Það er einnig nefnt á ýmsum stöðum í fornbréfum og hefur lengi verið vinsælt hérlendis. Í þjóðskrá í byrjun 18. aldar voru 497 konur sem báru nafnið en nú eru þær 535.

Eiríkur: Nafnið kemur fyrir í Landnámu, fornsögum og fornbréfum og virðist mjög algengt í mannatali 1703 báru 319 karlar það. Núna eru það 780 sem bera nafnið.

Þorfinnur: Nafnið kemur fyrir í Landnámu og Íslendingasögum, einnig í Sturlungu og í fornbréfum frá 14. öld. Í manntali 1703 báru 11 karlar nafnið. Nú bera 47 karlar nafnið Þorfinnur.
 

English Page - Landnám - Staðhættir - Persónur - Sagnfræði - Hugleiðingar - Nemendur - Aðalsíða