Ağalsíğa

Meira um Eiríks sögu rauða
Kona að nafni Unnur djúpúðga nam land í Dölum á Íslandi. Eiríkur rauði, sem hafði búið í Noregi, flutti til Íslands með föður sínum. Hann kvæntist Þjóðhildi og þau fluttu að Eiríksstöðumí Haukadal. Stuttu síðar var Eiríkur dæmdur burt úr Haukadal fyrir mannalæti. Eiríkur nam eyjar í Breiðafirði og settist að í Öxney. Eiríkur lánaði Þorgesti félaga sínum 2 setstokka sem notaðir voru til að skreyta sæti. Þegar Þorgestur skilaði ekki setstokkunum tók Eiríkur til sinna ráða og sótti setstokkana og þ.a.l. móðgaðist Þorgestur þannig að hann elti Eirík og Eiríkur elti syni hans tvo og drap þá. Eiríkur var dæmdur sekur fyrir þennan atburð og faldist því í Dímonarvogimeðan hans var leitað í Breiðarfjarðareyjum. Hann flutti til Grænlands og byggði sér bæinn Brattahlíð. Landið nefndi hann Grænland til að lokka menn þangað. [Myndina af skartinu teiknaði KarínRut.]

Þorbjörn nokkur Vífilsson átti dóttur er Guðríðurhét. Þau bjuggu á Laugarbrekku á Snæfellsnesi. Maður að nafni Einar Þorgeirsson, sem var sonur þræls, bað Guðríðar en Þorbjörn faðir hennarvildi ekki að hún giftist þrælssyni. Þorbjörn flytur af landi brott vegna peningaleysis og ætlar hann að hitta Eirík rauða vin sinn. Með honum fóru um 30 manns. Ferðin var mjög erfið og margir dóu úr sótt.Þeir sem lifðu af komust á land í Herjólfsnesi.Þá voru erfiðir tímar á Grænlandiog var Þorbjörg lítilvölva(spákona) fengin til að spá fyrir um framtíðina. Þorbjörn og fjölskylda flytja um vorið til Eiríks rauða í Brattahlíð. Eiríkur og kona hans áttu tvo syni, Þorstein og Leif

Leifur var í Noregi með Ólafi konungi Tryggvasyni og fór í frí til Grænlands. Á leiðinni heim stoppar hann í Suðureyjum og kynnist þar konu að nafni Þórgunnamjög náið. Þórgunna segist vera ólétt en Leifur tekur hana ekki með til Noregs. Ólafur konungur sendirLeif í kristniboð til Grænlands en Leifur villist af leið og finnur nýtt land. Þar bjargar hann mönnum af skipsflaki. Loks kemst Leifur til Grænlands og kristnar menn. Eftir það er hann kallaður Leifur heppni. Þjóðhildur, móðir Leifs, tók kristni en ekki Eiríkur faðir hans. Þjóðhildur hætti þess vegna að sofa hjá honum. [Myndinaaf Þjóðhildi og Eiríki teiknaði Gerður.]

ÞorsteinnEiríksson hyggst sigla til landsins sem Leifur fann, ásamt föður sínum. Eiríkur slasast á fæti þegar hann felur silfur sitt en fer samt.Þeir fara víða um höf og taka loks land aftur á Grænlandi. Þorsteinn Eiríkssson kvænist GuðríðiÞorbjarnadóttur. Þau setjast að í Lýsufirði í Vestribyggð og búa með hjónunum Þorsteini og Sigríði. Mikil sótt kemur og margir á bænum deyja, þ.á.m. Þorsteinn Eiríksson og Sigríður kona hins Þorsteins. Flestir ganga aftur. Þorsteinn Eiríksson vaknar upp eftir andlátið, biður um að vera jarðaður í vígðri mold og spáir síðan fyrir Guðríði. Leggst svo aftur dauður. Þorsteinn er jarðaður í Brattahlíð. Eiríkur rauði tekur viðGuðríði. 

Þorfinnurkarlsefni kemur til Grænlands úr Skagafirði. Hann dvelur með Eiríki rauða í Brattahlíð.Eiríkur verður ekki glaður þegar hann uppgötvar að hann á engan pening til að brugga bjór  fyrir jólin, en Þorfinnur bjargar því. Þorfinnur biður Guðríði að giftast sér og hún svarar játandi. Þorfinnur karlsefni hyggst fara til Vínlands. Alls fara um 160 manns og þ.á.m. eru Guðríður kona hans, Snorri vinur hans, FreydísEiríksdóttir og Þorvarður maður hennar og Þórhallur veiðimaður.Þau fundu Helluland,Markland og Furðustrandir, á leiðinni. Loks komast þau til Vínlands. Haki og Hekja,skoskir þrælar, skoða landið og finna þar vínviðog hveiti. Þórhallur veiðimaður galdrar hval á land en mönnum verður illt af honum. Þeir urðu leiðir áVínlandi og ákváðu að fara annað. Þórhallur veiðimaður tekurmeð sér 8 menn og heldur í norður. Þá rekur til Írlands og deyr Þórhallur þar. Karlsefni fer hins vegar suður með alla hina og taka þeir sér bústað við vatn sem heitir Hóp. Það var gott land. Einn morguninn kom fjöldi skrælingja siglandi, þeir voru forvitnir en gerðu norrænu mönnunum ekki neitt.

Þeirbirtast síðan aftur um vorið. Þá hafa Karlsefni og félagar vöruskipti við þá en Karlsefni vill ekki láta þá fá vopn. Skrælingjarnir verða hræddir er þeir sjá naut Karlsefnis. [Myndina teiknaði SævarBirgir.]
 
 

3 vikum síða rkoma þeir aftur. Þegar þeir birtast þá slær í harðan bardaga. Skrælingjar beita göldrum og eiga norrænu mennirnir erfitt með að verjast. Freydís hræðir þá í burtu með því að leggja sverð á nakin brjóst sín. Karlsefni og félagar ákveða að skoða landið betur og reyna að finna betri stað, vegna skrælingjanna. Á leiðinni um landið rekast þeir á einfæting sem drepur Þorvald Eríksson. Norrænu mennirnir dvelja í Straumfirði á veturna. Guðríður og Þorfinnur eignast son fyrsta haustið og er hann nefndur Snorri. 3 árums íðar ákveða þau að sigla aftur til Grænlands.Á leiðinni tóku þau land á Marklandi og stoppuðu örlítið þar. Loks komust þau til Grænlands og hittu þar Eirík rauða. [Myndina teiknaði Benný.]

Bjarni Grímólfsson varð viðskila við Karlsefni og lenti hann í maðksjó.Allflestir í hans áhöfn dóu, þar á meðal hann. Eftir um tvo vetur á Grænlandi setjast Þorfinnur karlsefni og Guðríður að í Reynisnesi áÍslandi.Af Snorra Karlsefnissyni eru komnir margir góðir menn,  þar á meðal Þorlákur biskup, Bjarni biskup og Brandur biskup. 
 


Meira um Grænlendingasögu










 

English Page - Landnám- Staðhættir - Persónur- Sagnfræði - Hugleiðingar- Nemendur - Aðalsíða