Í þessari færslu eru rakin önnur störf, einkum ritstjórn og skrif ýmissa stéttartala sem Gunnlaugur Haraldsson sinnti dyggilega meðan hann átti að vera að skrifa sögu Akraness. Mér þykir líklegt að hann hafi fengið sæmilega greitt fyrir vinnu sína. Um launakjör hans hjá öðrum en Akraneskaupstað veit ég þó ekkert.
Titill færslunnar er bein tilvitnun í langa grein Gunnlaugs Haraldssonar, „Kvittað fyrir fjórðungsdóm“, sem birtist í Skessuhorninu 8. júní, s. 34-35. Hann afsakar þar ófeðraðar og rangt feðraðar ljósmyndir í Sögu Akraness I með tímaskorti (sjá færsluna Fjórðungsdómur um 18 marka bók) og öll er málsgreinin svona: „Og víst er það, að mikið hefði ég fagnað hverjum fimm mínútum, sem mér hefðu gefist til viðbótar til að þrautkanna sérhvert þeirra fjölmörgu atriða, sem ég var í vafa um við samningu þessa rits.“ (s. 34, feitletrun mín.)
Saga Sögu Akraness XII
Sjá einnig:
Saga Sögu Akraness I, Á Skaganum „hafa aldrei búið neinir fyrirtaksmenn hvorki í orði né verki“
Saga Sögu Akraness II, Framtakssemi og frumskógalögmál
Saga Sögu Akraness III, Nefndarmenn lýstu skoðun sinni
Saga Sögu Akraness IV, Er margritað brot úr byggðasögu 120 milljóna króna virði?
Saga Sögu Akraness V, Leggur ekki nafn sitt við bókartötur sem rumpað er saman á skömmum tíma
Saga Sögu Akraness VI, Gunnlaugur Haraldsson ætlar að … og hyggst nú …
Saga Sögu Akraness VII, Hvers virði saga Akraness er verður hver og einn að gera upp við sig
Saga Sögu Akraness VIII, Ja sko mér er alveg sama og mætti sleppa þessu bókaveseni allveg
Saga Sögu Akraness IX, … einvörðungu markmið þessa samnings að framlengja verktíma, skilgreina verklok og kveða á um greiðslur til sagnaritara
Saga Sögu Akraness X, Ljóst er að hér er að verða til glæsilegt rit
Saga Sögu Akraness XI, glæsilegasta byggðarit og rit um sögu byggðarlags sem búið hefur verið til
Fjórðungsdómur um 18 marka bók (enn ótölusett færsla en verður komið fyrir í samhengi síðar, sem og fjallað um viðbrögð bæjarstjóra, Ritnefndarinnar og sagnaritara við þeirri færslu).
Samkvæmt fyrsta samningnum sem Akraneskaupstaður gerði við Hjálmar Gunnlaug Haraldsson skyldi hann „hafa ritun sögu Akraness að meginverkefni meðan á gildistíma samningsins stendur og mun hann ekki taka að sér verkefni, sem leitt getur til þess að verkefnum samkvæmt þessum samningi verði ekki sinnt.“ (3.gr., feitletrun mín.) Sá samningur hét SAMNINGUR UM RITUN SÖGU AKRANESS, var undirritaður 23. apríl 1997 og áttu endanleg verklok að vera 30. september 2001. Þá átti Gunnlaugur að hafa skilað þremur bindum sem segðu sögu Akraness frá 1700-2000 og voru aðilar sammála um að öll þrjú bindi verksins væru gefin út í einu lagi árið 2001. (6. gr.)
Í síðari aðalsamningnum við Gunnlaug, SAMNINGUR Saga Akraness, sem var undirritaður 30. nóvember 2006, er enga samsvarandi grein að finna. (Hinir fjórir samningarnir sem hafa verið gerðir við Gunnlaug eru allt viðbótarsamningar af einhverju tagi.) Ég geri mér ekki grein fyrir hvort þessi nýi aðalsamningur 2006 kippti hinum eldri alveg úr sambandi eða hvort einhver ákvæði eldri aðalsamnings giltu áfram.
Gunnlaugur hefur mátt vera hamhleypa til verka ef hann átti að uppfylla það sem hann skrifaði undir í fyrsta aðalsamningnum, sem var sem sagt í gildi til nóvemberloka 2006, þ.e. hafa ritun sögu Akraness sem aðalstarf en ritstýra eða semja um leið eftirtalin rit. Vinnan meðfram að þessum ritum eða verkum sem tíunduð eru hér að neðan hafa líklega átt að vera hjáverk í frístundum. Rétt er að taka fram að Gunnlaugur hefur hlotið góða dóma fyrir stéttartöl sín, ættatöl og viðlíka; hann þykir afar vandvirkur en í einstaka ritdómi er fundið að full mikilli smámunasemi í ættrakningum.
Gunnlaugur hefur til þessa ekki staðið skil á neinum samningi sem Akraneskaupstaður hefur gert við hann og e.t.v er eftirfarandi listi yfir aukavinnuna hans einhver skýring á því. (Þessar upplýsingar eru fengnar úr Gegni og fréttum dagblaða. Vel getur verið að Gunnlaugur hafi haft einhver fleiri aukastörf sem ekki er getið opinberlega eða mér hafa yfirsést við samantektina.)
Útgáfuár | Verk / vinna | Annað | Greiðslur Akraneskaupstaðar til Gunnlaugs hvert ár fyrir að rita Sögu Akraness, ekki uppreiknað á núvirði |
1997 | A) Tannlæknatal: 1854-1997. B) Viðskipta- og hagfræðingatal 1877-1996 I-III | A) 435 síður. B) 1390 síður, byggt á eldra Viðskipta-og hagfræðingatali |
2.604.166 kr. |
1998 | A) Longætt : niðjatal Richards Long verslunarstjóra í Reyðarfjarðarkaupstað, Þórunnar Þorleifsdóttur og Kristínar Þórarinsdóttur I-III. B) Akranes saga og samtíð |
A) 1618 síður. Í ritröðinni Austfirskar ættir. B) 23 síður Texti við ljósmyndabók, ljósmyndir Friðþjófs Helgasonar |
2.936.626 kr. |
1999 | 3.039.774 kr. | ||
2000 | Læknar á Íslandi I-III |
1725 síður Byggir á eldri læknatölum. |
3.331.412 kr. |
2001 | 4.786.900.kr. | ||
2002 | A) Guðfræðingatal I-II. B) Gunnlaugur gerist dómkvaddur matsmaður í máli Genis og Þorsteins Jónssonar ættfræðings gegn Íslenskri erfðagreiningu. | A) 1028 síður Á níunda hundrað æviskrár íslenskra presta og erlendra guðfræðinga af íslenskum uppruna er að finna í þessari bók. B) Helgi Þorbergsson, skiptastjóri Genis og samstarfsmaður Gunnlaugs, sagði um verkið „að það væri gífurleg vinna og ljóst að hún tæki mikinn tima.“ „Genis krefur íslenska erfðagreiningu um 600 milljónir“, DV, 11. jan. 2002. |
3.812.254. kr. |
2003 | Saga Hafnarfjarðarkirkju (líklega einnig saga Garðakirkju á Álftanesi). Gunnlaugur var ráðinn til starfa af sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju árið 2003 til að skrifa söguna en hefur engu skilað. Sjá krækju í frétt í næsta dálki. |
„‚Ég tók þetta að mér fyrir fast verð og ég skila mínu fyrir sumarið. Eftir að ég skila af mér handritinu þá er minni vinnu lokið. Þá er þeirra að koma þessu í prent,‘ segir Gunnlaugur en hann segist þiggja sex milljónir króna í verktakagreiðslur vegna verksins.“ (Sjá frétt DV 7. jan. 2011, „Sóknarnefnd leynir launum rithöfundar“.) | 4.093.036 kr. |
2004 | 3.569.187 kr. | ||
2005 | Lögfræðingatal V 1995-2004. | 525 síður | 2.376.447 kr. |
2006 | 625.000 kr. | ||
2007 | A)Tannlæknatal 1854-2007. B) Æviskrár MA-stúdenta VI. bindi. MA stúdentar 1974-1978. | A) 594 síður (ég reikna með að þetta sé aukin og endurbætt útgáfa sama rits frá 1997) B) 608 síður | 4.476.009 kr. |
2008 | Niðjatal Björgvins Vigfússonar og Stefaníu Stefánsdóttur á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð | 80 síður Samantekt efnis: Rúnar Guðmundsson og Gunnlaugur Haraldsson (Líklega bara smábæklingur sem óvíst er nema hafi verið unninn í sjálfboðavinnu.) |
7.775.867 kr. |
2009 | 7.721.287 kr. | ||
2010 | Löggiltir endurskoðendur 1, Æviskrár endurskoðenda: 1929-2010. |
Bókin er 424 síður og var gefin út í tilefni 75 ára afmælis Félags löggiltra endurskoðenda. |
552.710 kr. |
2011 | 1.041.936 kr. |
- Alls hefur Akranesbær greitt Gunnlaugi Haraldssyni 53.033.611 kr. á þessum 14 árum.
- Alls er kostnaður bæjarins af verkinu, þ.e. greiðslur til Gunnlaugs, ritnefndarinnar, umbrotsmanna, f. myndvinnslu, prófarkalestur o.fl. 73.451.143 kr. (líklega eru greiðslur til útgáfufyrirtækisins Uppheima ekki nema að hluta inni í þessari tölu).
- Ef heildarkostnaður hvers árs er uppreiknaður á núvirði og árlegur kostnaður síðan lagður saman er sú tala, þ.e. kostnaður Akraneskaupstaðar af sagnaritun Gunnlaugs með öllu, tæpar 105 milljónir króna.
(Tölur um greiðslur og uppreikning á núvirði eru fengnar frá Akraneskaupstað þann 4. maí 2011, sem og upplýsingar um alla samninga við Gunnlaug Haraldsson sem nefndir hafa verið til þessa.)
Vil bara segja varðandi þessa vinnu og þá sem áttu að veita aðhald .
Íslensk stjórnsýsla hefur alltaf verið handónýt og gjörsdpillt !
Á Akranesi hefur þetta verið þannig að ákveðin ,,klíka” hefur mátt !!!
Hvort hún tilheyrir frímúrurum eða oddfellow, eða bara pólitískum flokkum, skiptir ekki máli !
Finnst fólki á Akranesi ekkert skrítið hvernig sumir geta endalaust verið með allt niður um sig ???