Fyrsti prjónakennarinn og fyrsti hönnunarstuldurinn

Hér segir af fyrsta nafngreinda prjónakennaranum á Íslandi, af upphafi klukkuprjóns hérlendis og af fyrsta fyrirhugaða prjónahönnunarstuldinum hérlendis.
Gytha thorlacius Gytha Steffensen Howitz fæddist árið 1782 í Lundbyvester á Amager og var dóttir gestgjafa/kráareiganda. Hún giftist Íslendingnum Theodorus Thorlacius, syni Skúla Thorlaciusar rektors við Frúarskóla í Kaupmannahöfn, árið 1801. Á Íslandi var Theodorus ævinlega kallaður Þórður enda heitinn eftir afa sínum íslenskum. Þórður hafði sama ár fengið veitingu fyrir sýslumannsembætti í Suður-Múlasýslu og héldu þau hjónin til Íslands og settust að í Eskifirði. Þau bjuggu á Íslandi til 1815 en fluttust þá aftur til Danmerkur.

Gytha Thorlacius skrifaði endurminningar sínar frá Íslandi löngu síðar. Því miður er frumritið glatað en tengdasonur hennar sá um að hluti endurminninganna væri gefinn út árið 1845, stytti sjálfur frásögn Gythu eftir sínu höfði og umorðaði víða. Bókin heitir Fru Th.s erindringer fra Iisland og er aðgengileg á Vefnum (hér er krækt í þá útgáfu). Árið 1930 var bókin endurútgefin undir nafninu Fru Gytha Thorlacius’ erindringer fra Island i aarene 1801-1815 og sú útgáfa var þýdd á íslensku af Sigurjóni Jónssyni lækni; kom út árið 1947 undir heitinu Endurminningar frú Gyðu Thorlacius frá dvöl hennar á Íslandi 1801-1815. Í fljótu bragði virðist, sé textinn skoðaður í heild, sem „lagfæringar‟ og skýringar þessara þriggja karla sem um textann hafa vélað, tengdasonarins, barnabarnabarnsins sem sá um endurútgáfuna og íslenska læknisins séu síst til bóta en það er ekki efni þessarar færslu.

 
Hér verður einungis staldrað við þann hluta endurminninganna þar sem segir frá því hvernig Gytha kenndi Íslendingum að prjóna fallegt prjónles í litum, ganga þannig frá því að það líktist ofnu klæði, og að prjóna klukkuprjón. Sjálfsagt má rekja klukkuprjónskunnáttu landans til hennar og mögulega náði annar lærdómur hennar í prjóni einhverri útbreiðslu.  Á móti kenndu íslenskir henni sitthvað í litun garns.

 

VormeldúkurSem sést af textanum hér að neðan var Gytha að reyna að finna aðferðir til að prjónles líktist vaðmáli/ofnu klæði, sem er skiljanlegt í ljósi þess að það er miklu seinlegra að vefa en að prjóna. Ég giska á að hún hafi verið að reyna að ná áferð vormeldúks/ormeldúks sem var mikið notaður í fatagerð á nítjándu öld. Miðað við ýmsar heimildir hafa Austfirðingar einmitt staðið framarlega í vormeldúksvefnaði allt frá miðri nítjándu öld og e.t.v. hafa þeir kunnað þá list vel á dögum Gythu. (Sjá mynd af vormeldúk í sauðalitunum hér til hliðar.)

En vindum okkur í frásögn Gythu sjálfrar. Líklega gerist þessi hluti einhvern tíma á árunum 1807-1813. Hér er fyrst birtur textinn í þýðingu Sigurjóns Jónssonar (s. 108-109 í útgáfunni frá 1947), þar fyrir neðan er stafréttur textinn úr fyrstu útgáfu endurminninga Gyðu (s. 97-99). Athugasemdir innan hornklofa í íslensku þýðingunni eru mínar. Ég hef einnig sett inn millifyrirsagnir og skipt textanum í efnisgreinar.

 

Heimilisiðja Gythu Thorlacius

Frú Th. segir líka þarna nokkuð frá vinnubrögðum sínum, bæði um þetta leyti og á fyrri árum. Hún kenndi Íslendingum „patentprjón‟ [í neðanmálsgrein segir Sigurjón Jónsson: „Í aths. aftan við útg. frá 1930 segir, að prjónles prjónað með þessum hætti sé þykkra og líkara dúk en venjulegt prjónles. Ef til vill er þetta sama sem klukkuprjón eða enskt prjón.‟ Patenstrikning er danska heitið á klukkuprjóni, sem kann einnig að hafa verið kallað enskt prjón hér á landi. Klukkuprjón líkist dúk/ofnu klæði ekki hið minnsta.] og fleiri prjónaðferðir.

 
Litunaraðferðir

Þeir kenndu henni í staðinn að lita úr jurtum, sem hinir sparsömu [hér væri nægjusömu kannski betri þýðing] eyjarskeggjar kunnu að færa sér í nyt á hugvitsamlegan hátt. „Það er víst um það‟, ritar hún, “að þeir eru miklu betur að sér en vér í þessu efni. Þegar þeir ætla að safna vætu úr mönnum eða dýrum [í neðanmálsgrein bendir Sigurjón réttilega á að frúin eigi vitanlega við þvag] til að búa til litunarlöginn, þá vita þeir upp á hár, hvaða fæðu og drykkjar hver um sig á neyta og hvaða skepnutegund á nota til að fá þennan litinn eða hinn. Þessi fróðleikur var mér bæði nýstárlegur og nytsamur.

Ég gat fengið þrenns konar eða ferns konar lit á ullarband, er ég litaði úr brúnspónslegi [Gytha talar um rauðspón, þ.e. Brasilíutré  sem stundum var kallaður brúnspónn á íslensku en stundum á orðið brúnspónn við annars konar við], með því að skola það úr misjafnlega sterku grænsápuvatni. Notaði ég það til að gera tilbreyting í prjónlesið [öllu heldur segir Gytha að hún hafi með þessu náð fram litbrigðum – sjatteringum – í prjónlesinu].

Hárautt vantaði mig illilega. En ég dó ekki ráðalaus. Maðurinn keypti töluvert af hárauðum böndum [hárauðum borðum] á uppboði í kauptúninu. Ég rakti þau upp og prjónaði úr
bandinu.

 

Hvernig láta má prjónles líkjast ofnu klæði

Mig vanhagaði um vestisefni. [Gyða talar um betri klæði, líklega spariföt, en minnist ekki á vesti.] En þegar mjúkt þelband var prjónað með röndum og prjónlesið þæft og fergt, sýndist mér það vera útlits eins og klæði. Ég gerði þetta, prjónaði rendur með litum, er vel áttu við á svörtum eða gráum grunni, þæfði, kembdi [ýfði] og fergði. Öllum þótti þetta efni nytsamlegt og dáindis fallegt. Ég gaf nokkuð af því, til þess að koma skriði á þessi vinnubrögð.‟

 

Kennsla í klukkuprjónuðum teppum

Nóg var til af ull  [ klukkuprjón er miklu garnfrekara en venjulegt slétt og brugðið prjón] á heimilinu og lét því frúin vinnufólk sitt líka prjóna „patenprjón‟ með fábreyttum litum. Þetta prjónles var líka þæft og fergt og búnar til gólfábreiður úr því grófara, en rúmábreiður úr því, sem fíngerðara var. „Við þurfum ekki að nota neitt til fatnaðar á heimilinu‟, ritar frúin, „annað en heimaunnið efni, nema í frakka handa manninum mínum‟.

 

Áformaður hönnunarstuldur

– Þegar sýslumaður var í þann veginn að leggja af stað til hins nýja embættis síns [sýslumannsembættis í Árnessýslu, um áramótin 1813/14], stakk hann upp á því við konu sína, að hún skyldi láta sig útvega yfirlýsingu embættismanna og verzlunarmanna á Eskifirði og þar í nágrenninu um það, að hún hefði orðið fyrst til þess að taka þar upp prjónaðferðir þær, sem áður er getið. en hún bað hann að gera það ekki, því hún vildi ógjarna vekja öfund annarra né gefa neinum tilefni til að ætla, að sig langaði til að fá meðmæli til að öðlast verðlaun frá Landbúnaðarfélaginu í þriðja sinn.

Samt atvikaðist það svo, að hún féllst seinna á tillögu manns síns. Hún hafði nefnilega gefið hjónum nokkrum sína flíkina með hverri gerð af því, er hún hafði unnið. En hún varð þess aldrei vör, að þessar gjafaflíkur væru notaðar, en aftur á móti sá hún notaðar flíkur, sem voru stæling á þeim. Einkanlega furðaði hún sig á því að sjá aldrei yfirhöfn úr fínu, brúnu ullarbandi, sem var prjónauð handa 7 ára gamalli telpu og svo vel frá gengið að allir héldu, að yfirhöfnin væri úr klæði. Hún lét í ljós undrun sína við kaupmannskonu eina, en hún svaraði brosandi: „Þér eruð á förum héðan, og það eru hjónin líka – til Kaupmannahafnar. Ég er viss um að hjónin ætla að senda flíkurnar frá yður til Landbúnaðarfélagsins, því þau eru samvalin í því, að langar til að skreyta sig með annarra verðleikum.‟

Þetta olli því, að frúin bað mann sinn seinna að æskja yfirlýsingar þeirrar, sem ofar getur. Undir hana skrifuðu presturinn, hreppstjórinn og kaupmenn og verzlunarstjórar á Eskifirði.Meðal þeirra var maðurinn, sem hafði flíkurnar frá frúnni í vörzlum sínum, og gerði hann það mjög fúslega. Yfirlýsingu þessa geymdi frúin, en notaði hana aldrei.

 

Frumtextinn úr Fru Th.s erindringer fra Iisland  (s. 97-99)

Fru Th. fortæller ved denne Leilighed Noget om sine huslige Syssler baade i denne Tid og i tidligere Aar. Hun lærte Iislænderne Patent-Strikning og andre Strikningsarter. Til Gjengjæld lærte de hende „at farve i deres Urter, Græs og Lyng‟, som de tarvelige Øeboere paa en sindrig Maade vidste at benytte. „Ja det er vist‟, skriver hun, „at de i denne henseende ere meget klogere end vi. Naar de ville samle Vædelse til at farve i af Mennesker og Dyr, veed de, hvað Enhver skal nyde af Spise og Drikke, og hvilket Dyr der giver denne Couleur, og hvilket en anden. Disse Erfaringer vare interessante og nyttige for mig. Uldgarn, som jeg farvede i Rødspaan kunde jeg give 3 à 4 forskjellige Couleurer ved at skylle det i stærkere eller svagere Grønsæbe-Vand, og dette brugte jeg til at schattere mine Strikninger med. Høirødt savnede jeg meget; men jeg fandt paa Raad. Ved en Auction paa Handelsstedet kjøbte min Mand en Deel høirøde Baand; dem trævlede jeg op, og strikkede med. Jeg var i Forlegenhed for Bestetøi; men det forekom mig, at naar den bløde, fine Uld blev strikket i Striber, valket og
presset, var det som Klæde.  Jeg iværksatte det ogsaa, i det jeg paa en sort eller graae Bund strikkede Striber med passende Couleurer, valkede, kradsede og pressede det. Alle fandt dette Tøi nyttigt og ret smukt, og for at faae det i Gang forærede jeg nogle Stykker bort‟. Da de havde Uld nok, lod Fruen ogsaa sine Tjenestefolk strikke Patent-Strikning med simple Couleurer. Disse strikkede Arbeider bleve da ligeledes valkede og pressede, og de groveste brugte til Gulvtæpper, de finere til Sengetæpper. „Paa Frakker nær til min Mand‟, bemærker Fruen, „behøvede vi Intet i Huset uden Hjemmegiort‟. – Da Sysslemand Th. vilde reise til sit nye Embede foreslog han sin Kone at tage en Erklæring af Embedsmænd og Handlende i Eskefjords-Egnen om, at hun var den Første, som havde begyndt der med de ovenfor omtalte Strikningsmaader; men hun bad han lade det være, da hun nødig vilde vække Andres Misundelse, eller give Nogen Anledning til den Tanke, at hun ønskede sig anbefalet til 3die Gang at erholde en Premie af Landhussholdningsselskabet. En Omstændighed bragte hende imidlertid til
senere at gaae in paa sin Mands Forslag. Hun havde nemlig foræret en Familie et Stykke af hvert Slags af de Arbeider, hun havde forfærdiget; men hun saae aldrig, at disse Foræringer bleve brugte, men derimod kun eftergjorte Ting. Især undrede det hende aldrig at see en Kavai af bruunt, fiint Uldgarn, strikket til en lille 7 Aars Pige, og saa smukt forarbeidet, at Alle antoge den for at være af Klæde. Hun yttrede sin Forundring herover for en Kjøbmands Kone der svarede hende smilende: „De rejser herfra, de Andre ogsaa, men – til Kjøbenhavn. Jeg veed vist, at Deres Tøi skal sendes til Landhuusholdningsselskabet, da Konen, saavelsom Manden, ville gjøre deres Navne bekjendte ved at pryde sig med Andres Fortjenester‟. Dette bevægede hende til senere at bede sin Mand at afæske Vedkommende den ovenfor omtalte Erklæring. Den blev underskreven af Præsten, Sognefogden og de Handlende ved Eskefjord. Ogsaa den Mand, som gjemte Fruens Arbeider, fandtes meget villig til at underskrive. Erklæringen har hun opbevaret, men ingensinde benyttet.

 

 

 

 

One Thought on “Fyrsti prjónakennarinn og fyrsti hönnunarstuldurinn

  1. Pingback: Blogg Hörpu Hreinsdóttur » Klukkuprjón, fyrri hluti

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation