Santorini og Krít

Við erum komin heim eftir þriggja vikna velheppnað ferð til Santorini og Krítar. Ég hef sett upp myndasíðu úr ferðinni, þótt minnið hafi snarbatnað við að hætta að eta pillur er ágætt að hafa myndasíðu í bakhöndinni, svoleiðis síður hafa reynst mér ómetanlegar á stundum.

Einhvern daginn blogga ég um bækurnar sem ég las í fríinu … inn á milli morðbókmennta las ég sögulega skáldsögu sem gerist á Spinalonga, tvær bækur um sækópata (önnur er skáldsaga, sem ég las reyndar í annað sinn enda er hún helv. góð), eina bók um geðlyfjuð amrísk ungmenni og svo fyrstu íslensku rafbókina sem ég hef keypt, Hælið. Og svo má auðvitað blogga um yfirvofandi útdauða netkaffihúsa … tek spjaldið með mér næsta sumar.

Ég gerði mitt besta til að fylgjast með helstu hitamálum á netinu hér á klakanum og sá að þau snérust annars vegar um Brynjar Níelsson (sosum ekkert nýtt) og hins vegar um gullfiskinn Sigurwin. Svoleiðis að maður hafði einhver umræðuefni yfir kvöldverðinum 😉

En … þetta var frábær ferð (eins og allar hinar ferðirnar til grísku eyjanna) en það er líka gott að vera komin heim, mikil ósköp.

5 Thoughts on “Santorini og Krít

  1. Ingibjörg Þ. on August 11, 2013 at 20:12 said:

    Og hvernig líkaði þér nú við Eyjuna – bókina?

  2. Mér fannst Eyjan flott saga! Leiðinlegt að hún skuli ekki hafa verið þýdd á íslensku (eins og hin Norðurlandamálin). Er búin að finna fyrsta þáttinn í sjónvarpsseríunni með enskum texta, sjá http://www.youtube.com/watch?v=OWnH8pBsLTk

  3. Ingibjörg Þ. on August 11, 2013 at 22:17 said:

    Ég á hana á norsku og finnst hún afar góð. Vissi ekki að það væri búið að mynda. Takk fyrir upplýsingarnar.
    I.

  4. Jú, gríska sjónvarpið gerði þáttaseríu eftir bókinni. Ég spurði gædinn okkar á Spinalonga hvort þessir þættir hefðu verið sýndir utan Grikklands og hún sagði “Auðvitað!” og bætti svo við að þeir hefðu verið sýndir bæði á Kýpur og í Tyrklandi 😉 Svo athugaði ég hvort ég gæti keypt seríuna í túristabúðum en var tjáð að hún hefði aldrei komið út á DVD. Ætli maður endi ekki á að kynna sér framboðið á ólöglegum niðurhalssíðum … ég hef ekki fundið nema þennan eina þátt með enskum texta.

  5. Ingibjörg Þ. on August 14, 2013 at 22:59 said:

    Ansans vandræði – snuðra meira.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation