Saga prjónaðra vettlinga og hanska I

Saga hannyrða er eitt af áhugamálum mínum. Miðað við heimsóknir á bloggið og vefsíður um efnið (oftast gegnum Google-leit) er nokkur hópur sem hefur einnig áhuga á þessu. Færslan verður fléttuð í vefinn Saga prjóns síðarmeir. Mér finnst ágætt að blogga fyrst um efnið, fá athugasemdir og ganga svo endanlega frá skrifunum á vef.
 

Áður en prjónakunnátta varð algeng í Evrópu voru vettlingar og hanskar saumaðir eða nálbrugðnir. Hér á landi hafa fundist minjar um hvort tveggja: Sjá t.d. mynd af íslenskum saumuðum vaðmálsvettlingum, greinina Three Icelandic Mittens á Medieval Baltic, grein Elsu E. Guðjónsson, Forn röggvavefnaður, í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1962 og grein Margarethe Hald, Vötturinn frá Arnheiðarstöðum, í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1949. Á síðunni Hansker og votter á Kongshirden 1308 Akershus má sjá nokkrar myndir af gömlum norskum og sænskum nálbrugðnum vöttum. Finnar héldu áfram að nálbregða vettlinga fram á 19. öld, þótt þeir hefðu þá fyrir löngu lært að prjóna. Á síðu Satu Hovi er grein um þetta, Viking and Medieval Nålebinding Mitten Replicas. Based on archaeological finds from Finland, með fjölda mynda.

 

 

Biskupshanskar

Rauður prjónaður biskupshanskiHin nýja tækni, prjón, var mjög snemma tekin í þjónustu kirkjunnar. Í safni elsta prjónless sem varðveist hefur í Evrópu er fjöldi biskupshanska, hverjir öðrum skrautlegri.  Líklega höfðu biskupar tekið upp skrúðhanska (litúrgíska glófa) talsverðu fyrir daga prjóns, þá saumaða eða nálbrugðna. Virðist notkun skrúðhanska orðin almenn á 12. öld, á 14. öld báru þá allir biskupar og sumir ábótar og aðrir kirkjunnar þjónar. Yfirleitt voru þessir hanskar nefndir grísku heiti, stafsett chirothecae á enskan máta (sem þýðir eiginlega „handa-hulstur“). Myndin er af fremur dæmigerðum spænskum prjónuðum biskupshanska úr silki, frá sextándu öld. Sé smellt á myndina opnast síða um hanskann á vef Viktoríu og Albertssafnsins í London.

nálbrugðinn hanski biskupsins � ToledoNálbrugðinn hanski frá 13. öldTil vinstri má sjá mynd af nálbrugðnum hanska Rodrigo Ximanénez de Rada, erkibiskups í Toledo, sem dó árið 1247.  Glófarnir hans voru fallega „útnálbrugðnir“ úr fínum silkiþræði eins og önnur nálbrugðin spænsk stykki frá sama tímabili. Mun yfirlætislausari eru nálbrugnir hanskar Pierre de Courpalay ábóta, sem lést 1334, sjá mynd til hægri. Þeir eru úr ólituðu silki en fallega munstraðir. Smelltu á litlu myndirnar ef þú vilt sjá stærri útgáfur.

Biskupshanskar/biskupsglófar voru hluti af biskupsskrúða kaþólsku kirkjunnar og fyrst voru þeir oftast úr ólituðu eða hvítu silki enda skyldu þeir tákna hreinleika. En í Ordo Romanus XI  (hvað heitir þetta á íslensku?) árið 1271 var leyft að hanskarnir væru í sama lit og biskupskápan. Rauðir hanskar urðu algengastir en fundist hafa bláir, fjólubláir, bleikir og grænir biskupshanskar. Aldrei voru notaðir svartir hanskar. Fyrst voru hanskarnir skreyttir með skrautskildi á handarbaki, síðan var farið að sauma eða prjóna út handarlíningar og enn seinna prjóna eða sauma út hring á hvurn fingur.

Prjónaður hanski frá þrettándu öldSkv. þeim heimildum sem ég hef aðgang að eru elstu leifar prjónaðra biskupshanska tvær pjötlur úr grafhýsi Siegfrieds von Westerburg biskups, sem var jarðsettur í Bonn árið 1297. Af leifunum má ráða að handlíningar voru prjónaðar með tvíbandaprjóni, munstrið eru bláir og gullnir ernir, rósir með átta krónublöðum og Andrésarkrossar; sumsé sömu mynstur og eru á prjónuðu spænsku þrettándu aldar svæflunum. Munstrin ku minna talsvert á hefðbundin munstur á norskum Selbu-vettlingum. Því miður hef ég hvergi fundið mynd af þessum pjötlum. Hins vegar fann ég mynd af svokölluðum St Rémy hönskum sem geymdir eru í St. Sernin dómkirkjunni í Toulouse. Þeir eru prjónaðir úr fíngerðum hvítum silkiþræði og næsta skrautlausir; á handarbökum eru skrautskildir úr silfri og gulli, myndefnið er annars vegar kross, hins vegar lamb. Nær öruggt er talið að þessir hanskar séu frá þrettándu öld. Sé smellt á litlu myndina til vinstri kemur upp stærri mynd. Á einni af vefsíðum Franska menningarmálaráðuneytisins er svarthvít mynd af þessum hönskum og upplýsingar um þá.

prjónaður hanski heilags AðalbertsSvo má nefna tvenna prjónaða hanska sem tengdir eru heilögum Aðalbert og eru með elsta varðveitta prjónlesi í Evrópu. Annað parið er varðveitt í Prag og  talið frá fyrri hluta fjórtándu aldar, prjónað úr gráu, hugsanlega ólituðu, silki með þremur grænum röndum á ermalíningum. (Svarthvíta myndin til hægri er af öðrum þessara hanska, hann er illa farinn sem sjá má.) Hitt parið er frá síðari hluta fjórtándu aldar og varðveitt í kirkju heilags Vinceslas í Stará Boleslav, í nágrenni Prag. Þeir hanskar eru prjónaðir úr ólituðu silki, í handlíningum er einfaldur útsaumur með lituðu silkigarni og gullþræði.

Þegar á leið urðu skrúðhanskar kaþólsku kirkjunnar æ íburðarmeiri og var skrautið ýmist prjónað út eða saumað í einlitt prjón. Hafi fólk sérstakan áhuga á að skoða biskupshanska, sem eru  fyrirferðamikill hluti elstu prjónastykkja sem varðveist hafa í Evrópu og með skrautlegasta prjónlesinu, má benda á þessar síður:

Þorlákur helgiEftir því sem ég best veit hafa ekki fundist neinar leifar biskupshanska hér á landi. Það er þó engin ástæða til annars en gera ráð fyrir að biskupar í kaþólskum sið hafi brúkað skrúðhanska eigi síður en kollegar þeirra erlendis. Glófar eru fyrst nefndir í Páls sögu biskups en síðar einungis getið í Hóladómkirkjuregstrum frá árunum 1374, 1396. 1525 og 1550. Á teikningum í handritum má sjá biskupa og dýrlinga bera hanska, einnig á örfáum útskurðarmyndum úr kaþólskum sið. Til hægri sést hluti myndar af Þorláki Þórhallssyni biskupi í Skálholti, heilögum Þorláki, sem prýðir frægt altarisklæði Hóladómkirkju. Klæðið er líklega frá öðrum fjórðungi sextándu aldar, refilsaumað og mögulega saumað af  Helgu Sigurðardóttur, fylgikonu Jóns Arasonar biskups. Á klæðinu sjást hanskar Þorláks biskups prýðilega sem og roðasteinar eða skrautskildir sem prýða þá – Kristján Eldjárn telur að þetta séu tigullaga silfurplötur eða útsaumaðar eftirmyndir af svoleiðis.
 
 
 

Næsta færsla fjallar um prjónaða vettlinga.
 

Helstu heimildir:

Bækur:

Kristján Eldjárn. 1992. Skálholt: skrúði og áhöld. Reykjavík.
Rutt, Richard. 1987. A History of Hand Knitting. Colorado, Bandaríkjunum.
Schoeser, 2003. Mary. World Textiles. A Concise History. London.
Sundbø, Annemor. 1998. Kvardagsstrikk. Kulturskatter fra fillehaugen. Kristjansand, Noregi.
Turnau, Irena. 1991. History of Knitting before Mass Production. Varsjá, Póllandi.
 

Vefsíður aðrar en þær sem krækt er í úr textanum

Episcopal Gloves í Catholic Encyclopedia á The New Advent
Histoire du tricot (1) – les origines og Histoire du tricot (2) – Du XIV e au début du XVIIe siècle á Les Petites Mains. Historie de mode enfantine.
Kleidung – Nadelgebundene Seidenhandschuhe á Diu Minnezit
Um vettlinga á Pearl’s Journal
Slik var klærne i middelalderen í Aftenposten 3. apríl 2007
Medieval Gloves á MyGen
 
 
 
 

Hversu íslensk er áttblaðarós?

Ég hef lengi ætlað að blogga um munstur, sérstaklega áttblaðarós, sem margir virðast halda að sé séríslenskt munstur, til vara norrænt munstur, en er í rauninni alþjóðlegt munstur.

ÁttblaðarósHeitið á þessu munstri er dálítið misvísandi því til er annað mjög algengt munstur sem er stílfærð rós með átta krónublöðum. Það segir kannski ákveðna sögu að orðið er hvorki að finna í Íslenskri orðabók (útg. Edda) né í Ritmálssafni Háskóla Íslands. Hins vegar eru dæmi um  áttablaðarós í Ritmálssafninu; hið elsta er frá því seint á nítjándu öld og ekki hægt að sjá af því hvort um nákvæmlega sama munstrið er rætt en næstelsta dæmið á örugglega við þetta munstur. Það er úr Kvennablaðinu, 1. tbl. 1900, s. 7: „Uppdrátturinn er bezt að sé einhver „geometrisk“ mynd, t. d. stjarna, eða sem kallað er áttablaðarós, með sterkum litum, og sé svo fylt upp í kring með dökkleitara garni.“

Í nútímaprjónauppskriftum á ensku er þetta munstur oft tengt Noregi og kallað „Norwegian Star“ eða „Selbu Star“. Á norsku er það oftast kallað „åttebladsstjerna“ en stundum sérstaklega tengt Selbu-munstrum og kallað Selbusrosa. Selbu-stíllinn er samt alls ekki gamall eins og sumir halda heldur má rekja þessa ágætu hönnun til Marit Guldsetbrua Emstad sem skilaði inn vettlingum með „selburosa“ til Husfliden í Þrándheimi árið 1897. Það sem einkennir Selbu-stíl öðru fremur er að munstrin eru yfirleitt svört og grunnurinn hvítur.

Í Noregi eru til innfluttir silkiprjónjaðir jakkar frá því um 1600 með áttblaðarósamunstri, ýmist útprjónaðir í lit eða einlitu útprjóni (damaskprjóni). Svo prjónaði alþýðufólk eftirlíkingar af þessum jökkum. Jakkarnir og eftirlíkingarnar voru kallaðar „nattrøyer“. Í Danmörku prjónuðu menn líka „natttrøjer“. Þær voru prjónaðar með damask-prjóni, þ.e. voru einlitar en brugðnar (snúnar) lykkjur mynduðu munstur og reiti á sléttum grunninum. Áttblaðarósin var mjög algengt munstur á svona treyjum / jökkum, bæði í Noregi og Danmörku. Íslendingar virðast hins vegar ekki hafa hermt þetta eftir og eru minjar um íslenskt einlitt útprjón einungis tvær fremur ómerkilegar tutlur.

Áttblaðarós þekkist víða um heim, táknar ýmislegt og er örugglega ævagamalt mynstur. Sem dæmi má nefna eftirfarandi:

ÁttblaðarósMafaldapúðinn er eitt af elsta varðveittu prjóni í Evrópu, talinn prjónaður á 13. öld, er skreyttur áttblaðarósum. Á honum má raunar sjá bæði átta-arma-stjörnuna sem hérlendis er kölluð áttblaðarós, og raunverulega áttablaðarós, þ.e. rós með átta krónublöð.

 

 

ÁttblaðarósÁttblaðarósin (átta-arma-stjarna) er eitt af þjóðartáknum Lettlands.  Hún tengist gyðjunni Auseklis sem í lettneskri goðafræði samsvarar Venus í rómverskri goðafræði. Áttblaðarósin táknaði einmitt reikistjörnuna Venus meðal Babýloníumanna um 1600-1150 f.Kr. og var einnig tákn gyðjunnar Ishtar (frjósemisgyðju sem tengd var plánetunni). 
 

 
 

ÁttblaðarósSkv. kristinni táknfræði stendur áttblaðarósin fyrir Jesú Krist; „Ég er rótarkvistur Davíðs, stjarnan skínandi, morgunstjarnan“ sagði Jesú (Opinberunarbókin 22:16). En María mey er einnig tengd áttblaðarósinni því munstrið ku einnig nefnt maríustjarna. Áttblaðarós má og nota til að tákna Betlehemsstjörnuna.

 

 

ÁttblaðarósMunstrið er velþekkt fyrir botni Miðjarðarhafs og er stundum talið sérstakt palestínskt munstur. Það vakti nokkra athygli í mínum heimabæ, Akranesi, þegar palestínskar konur sem hingað komu úr flóttamannabúðum en bjuggu áður í Íran settu upp hannyrðasýningu og líta mátti „íslensku“ áttblaðarósina á sumum verkanna (hér er dæmi um það).

 

ÁttblaðarósTyrkir kalla áttblaðastjörnuna stundum frelsisstjörnu. Og mætti lengi telja misjöfn heiti og misjafna merkingu sem tengd er þessu alþjóðlega munstri. Þeim sem hafa svo áhuga á dulfræðilegum eiginleikum sem eignaðir eru áttblaðarósinni er bent á að lesa skáldsögu Óttars Norðfjörð, Áttablaðarósina, sem kom út 2010.

 

 

Í gömlum sjónabókum íslenskum, þ.e. handritum með munstrum, er áttblaðarósina auðvitað að finna. En þessi munstur voru fyrst og fremst hugsuð fyrir útsaum og langflest eru alveg eins eða náskyld munstrum í útlendum prentuðum bókum. Eftir því sem ég best veit er einungis eitt afbrigði af áttblaðarósinni sem gæti verið séríslenskt, það er oft kallað Skaftafellsrósin.

Elstu íslenskar minjar um útprjón í lit er smápjatla með bekk í tveimur litum á einlitum grunni, líklega frá 18. öld. Næstelstu minjar um svona prjón eru frá seinni hluta 19. aldar. Frá þeim tíma og fram yfir aldamótin 1900 er slíkt varðveitt prjónles nær einvörðungu vestfirskir laufavettlingar og mér þykir ólíklegt að finna megi áttblaðarós á þeim. Til eru prjónaðir vettlingar frá því seint á 19. öld með ísaumaðri áttblaðarós, með fléttusaumi. Um eða uppúr 1900 hefst uppgangur myndprjóns þar sem áttblaðarós í ýmsum útgáfum var með vinsælustu munstrum, nefnilega í garðaprjónuðum íleppum, og um svipað leyti náði tvíbandaprjón vinsældum. 
 

Nú kann að vera að stefni í dómsmál þar sem áttblaðarósin kemur við sögu. Fyrir skömmu hótaði ullarverksmiðjan Drífa, sem framleiðir undir vörumerkjunum Icewear og Norwear, að kæra fyrirtækin The Viking og Álafoss fyrir að framleiða og selja vöru sem sé óeðlilega lík vöru Drífu og í þokkabót selja hana mun ódýrar en Drífa gerir. Sjá Ullarverslanir sakaðar um hönnunarstuld, á vef  RÚV., Vísar ásökunum um hönnunarstuld á bug á RÚV, Segir atlögu gerða að íslenskri hönnun á vef Mbl. og  „Aldagamalt og sígilt mynstur“ á vef Mbl.; allar fréttirnar eru frá 30. ágúst sl. Ég er ekki að bera blak af hönnunarþjófnaði en velti fyrir mér hversu mikinn einkarétt ullarverksmiðjan Drífa getur haft á þessu prjónlesi sem forsvarsmenn hennar telja stolna hönnun. Augljóslega getur Drífa ekki átt einkarétt á fingravettlingum, GSM-grifflum/vettlingum og húfum. Litasamsetning er með algengasta móti. Má því ætla að meginumkvörtunarefnið sé það sem Drífa álítur sitt munstur, sjá hitt skjalið sem sent var RÚV.

Grunnmynstrin eru svona:
 
 

Munstur Drífu Munstur The Viking / Álafoss
Áttablaðarós Dr�fu Icewear Norwear Áttablaðarós The Viking Álafoss
T�gull Dr�fu Norwear Icewear Úr áttblaðarós The Viking /Álafoss ganga skálínur milli armanna og enda á ferningum (eins og tíðkast í hamarsrós). Milli áttblaðarósanna er mjög lítill tígull – oft er það munstur kallað einhvers konar fuglsauga.

Af því sem ég hef rakið hér að ofan er eiginlega augljóst að ekkert íslenskt fyrirtæki getur eignað sér áttblaðarósina sem sína hönnun. Og heldur ekki tígulinn sem er sömuleiðis þekkt munstur víða um veröld og gefin ýmis merking, finnst og í innlendum og erlendum sjónabókum. Borðarnir á flíkunum eru líklega ekki ásteytingarsteinn því þeir eru það ólíkir (auk þess að vera þekkt mynstur fyrir). Það verður spennandi að fylgjast með því hverjar verða lyktir málsins.
 

Helstu heimildir

Bækur:

Hélene Magnússon. 2006. Rósaleppaprjón í nýju ljósi.
Elsa E. Guðjónsson. 1984. „Traditionel islandsk strikning“ í Stickat och virkat i nordisk tradition.
Elsa E. Guðjónsson. 1982. Íslenskur útsaumur.
Sundbø, Annemor. 1998. Kvardagsstrikk. Kulturskattar frå fillehaugen.
Møller Nielsen, Ann. 1983. Pregle, binde og lænke – gammel dansk strikketradition.
Rutt, Richard. 1987. A History of Hand Knitting.

Vefir

Arfur palestínskra kvenna á Fjölmenningarvef  barna.
Spænsku svæflarnir í Saga prjóns
The Latvian Mythology í Latvian History
Auseklis í Wikipedia
Astronomy of Babylon í Classical Astrologer
 
 

Vantrú kærir Bjarna Randver í fimmta sinn

Hvað sem fólki kann að finnast um félagið Vantrú verða forkólfar þess seint kallaðir ístöðulausir: Hafi þeir tekið eitthvað í sig hanga þeir á sinni sannfæringu eins og hundar á roði. Mættu mörg trúfélag öfunda félagið Vantrú af heitri sannfæringu og píslarvættisþrá félagsmanna!
 

Eins og rakið var í firnalöngum færsluflokki fyrir hálfu ári síðan kærði félagið Vantrú stundakennarann Bjarna Randver Sigurvinsson fyrir að hafa fjallað öðruvísi um félagið en því hugnaðist á nokkrum glærum í kúrsi sem hann kenndi í Háskóla Íslands á haustmisseri 2009. Þáverandi formaður Vantrúar, Reynir Harðarson sálfræðingur, þríkærði Bjarna Randver í nafni Vantrúar;  til háskólarektors, guðfræði- og trúarbragðafræðideildar HÍ og siðanefndar HÍ. Upphófst mikill darraðardans sem lauk með yfirlýsingu háskólarektors um að Bjarni Randver hefði aldrei brotið siðareglur Háskóla Íslands. (Yfirlit yfir feril málsins  má sjá í færslunni Samantekt: Vantrú og siðanefnd HÍ gegn Bjarna Randver Sigurvinssyni, skrifuð 22. febrúar 2012.)

27. maí  2011 lagði Þórður Ingvarsson, ritstjóri vefjar Vantrúar, fram kæru hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík, þar sem Bjarni Randver Sigurvinsson er kærður fyrir brot á fjarskiptalögum, nánar tiltekið fyrir innbrot á innri vef Vantrúar og fyrir að hafa gramsað þar í læstum hirslum þeirra. (Félögum í Vantrú var raunar fullkunnugt um hvernig Bjarni Randver fékk afrit af lokuðu spjallborði félagsins en kusu eigi að síður að líta fram hjá eigin vitneskju og fylgja eigin sannfæringu í staðinn, nefnilega að ná sér niðri á Bjarna Randveri.)  9. febrúar 2012 mætti Bjarni Randver í skýrslutöku hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. 26. júlí 2012 úrskurðaði embætti lögreglustjórans í Reykjavík að við rannsókn málsins hafi ekkert komið fram sem sé líklegt til að sakfella Bjarna Randver og málið var fellt niður.

Vantrú ásakar Bjarna Randver Sigurvinsson18. júní 2012 barst siðanefnd Háskóla Íslands erindi Egils Óskarssonar, formanns félagsins Vantrúar.  Þar segir Egill að af því óháð rannsóknarnefnd Háskólaráðs og rektor hafi harmað að ekki hafi fengist efnisleg niðurstaða í siðanefndarmáli 1/2010 og að Vantrú telji að ekki hafi verið staðið við gefin loforð sem voru forsenda þess að málið yrði dregið til baka, þá hafi félagið Vantrú ákveðið að senda upphaflegu kæruna óbreytta til siðanefndar HÍ til efnislegra umfjöllunar og úrskurðar. Ég veit ekki hvaða “gefnu loforð” Vantrú hafa verið svikin en giska á að Egill Óskarsson sé að vísa til umræðu um mögulega aðkomu félagsins Vantrúar að riti um trúarbragðafræðileg efni sem Hugvísindasvið stæði að. Forseti Hugvísindasviðs léði ekki máls á framkvæmdinni. Þar sem aldrei hefur verið upplýst hverjir nákvæmlega sátu fundinn sem rektor hélt með forsvarsmönnum Vantrúar í apríllok 2011 er ómögulegt að segja hvað þar fór fram, t.d. hvort félaginu Vantrú var lofað einu eða neinu gegn því að félagið drægi kæru sína til siðanefndar HÍ til baka.

Vissulega barst nýja (og fimmta) kæra Vantrúar gegn Bjarna Randver Sigurvinssyni á óheppilegum tíma því í Háskóla Íslands taka menn sér sumarleyfi. Skv. upplýsingum á vef HÍ (sem voru uppfærðar 23. ágúst sl.) hefur siðanefnd HÍ ekki verið fullskipuð síðan snemma í mars á þessu ári þegar fulltrúi Félags háskólakennara, Eyja Margrét Brynjarsdóttir, sagði sig úr henni. Þeir tveir prófessorar á eftirlaunum sem í henni sitja nú og báðir höndluðu upphaflegu kæru Vantrúar á sínum tíma, Þórður Harðarson og Þorsteinn Vilhjálmsson, hafa líklega tekið sér umþóttunartíma og svo lýstu þeir yfir vanhæfi til að fjalla um nýju útgáfuna á gömlu kærunni Vantrúar. Í þeirra stað skipaði rektor HÍ þau  Björgu Thorarensen prófessor við Lagadeild á Félagsvísindasviði sem jafnframt er formaður og  Hafliða Pétur Gíslason prófessor í Raunvísindadeild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Þriðji nefndarmaðurinn er Sveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur, tilnefndur af Félagi háskólakennara. Svo nú er til fullskipuð siðanefnd í þessu máli.

Þótt Egill Óskarsson leikskólakennari og formaður félagsins Vantrúar hafi skilað inn fimmtu kærunni á hendur Bjarna Randver Sigurvinssyni í júní og HÍ staðfest móttöku hennar þann 18. júní var Bjarna Randveri ekki tilkynnt að hann hefði verið kærður einn ganginn enn fyrr en í fyrradag, fimmtudaginn 30. ágúst 2012. Raunar fékk hann ekki bréfið með þeim upplýsingum í hendurnar fyrr en í gær, föstudaginn 31. ágúst.

Siðanefndin sérstaka í þessu máli heldur sinn fyrsta fund þann 6. september og mun þá kanna málsgrundvöll skv. 4. gr. starfsreglna siðanefndar HÍ. Það þýðir væntanlega að þessi siðanefnd, ólíkt forverum sínum, byrjar á að skera úr um hvort kæra Vantrúar snerti brot á siðareglum Háskóla Íslands.

   
Í lokin er hér listi yfir kærur félagsins Vantrúar gegn stundarkennaranum Bjarna Randveri Sigurvinssyni. Hann er líklega kærðastur kennara í HÍ frá upphafi!

  • Kæra til Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar 4. febrúar 2010. Hún var afgreidd 9. mars 2010 af deildarforseta sem lýsti yfir trausti á Bjarna Randveri Sigurvinssyni og hans kennslu.
  • Kæra til siðanefndar HÍ 4. febrúar 2010. Dregin til baka 28. apríl 2011.
  • Kæra til rektors HÍ 4. febrúar 2010. Má ætla að rektor hafi brugðist við henni með yfirlýsingu sem hún sendi til allra starfsmanna háskólans 15. febrúar 2012 þar sem segir „að ekkert hefur komið fram í meðferð málsins sem bendir til þess að viðkomandi stundakennari hafi gerst brotlegur í starfi“.
  • Kæra til lögreglu 27. maí 2011. Felld niður 26. júlí 2012.
  • Kæra til siðanefndar HÍ 18. júní 2012.

Vörn Jakobs og Frjálsar hendur

Það mundi æra óstöðugan ef ég færi að skrifa um allan þann morðlitteratúr sem ég hef lesið í Kindlinum mínum í sumar! Og um einu bókina sem er ekki af þeim toga en ég las samt af miklum áhuga í sólbaði sumarsins og fannst jafnspennandi og morðbókmenntirnar, Anatomy of an Epidemic, ætla ég að blogga sérfærslu um síðar.

Defending JacobHér ætla ég aðeins að nefna Defending Jacob eftir William Landay, sem vissulega má fella undir morðbókmenntir en er mjög sérstök. Ég byrjaði að lesa hana haldandi að þetta væri eins og hvert annað lögfræðidrama, svipað og Grisham skrifar (mistækur er hann vissulega en sumar bækurnar hans eru glettilega góðar). Defending Jacob fjallar um piltinn Jacob sem er 14 ára gamall en faðir hans, saksóknari, er sögumaður. Skólabróðir Jacobs finnst myrtur og böndin berast að Jacob; hann er handtekinn fyrir morðið og réttað yfir honum. Ákveðið atvik verður til þess að réttarhöldum er hætt og málið fellt niður. En svo tekur sagan óvænta stefnu …

Defending Jacob  fjallar samt kannski að minnstu leyti um morðið og réttarhöldin, það er bara yfirborðið. Fyrst og fremst fjallar sagan um stöðu og afstöðu foreldra þegar barnið þeirra er ákært fyrir morð. Hversu vel þekkja foreldrar börnin sín? Er til sérstakt drápsgen (killer-gene /warrior-gene) og er réttlætanlegt að brúka erfðafræði í vörn í morðmáli? (Þetta eru ekkert svo vitlausar vangaveltur því þegar hefur einn amrískur morðingi sloppið við aftöku út á þetta warrior-gene.) Eru til börn og unglingar sem eru illmenni af náttúrunnar hendi? Hvað hugsar foreldri sem ber drápsgenið og veit að ákærði unglingurinn þess ber það líka? Hvernig bregðast nágrannar eða fólkið í bænum við þegar unglingur hefur verið ákærður fyrir að myrða skólafélaga sinn? Hversu langt ertu tilbúin(n) til að ganga til að verja barnið þitt og hverjar eru afleiðingarnar? 

Þetta eru aðalatriðin í  Defending Jacob. Mér finnst að það hefði vel mátt stytta bókina um svona 20-30% og viðurkenni alveg að ég rétt skannaði síðurnar um miðbik bókarinnar og nennti ekki að lesa þær frá orði til orðs. En fyrsti og síðasti hlutinn eru mjög góðir. Endirinn er óvæntur og fær lesanda til að endurmeta allt sem áður hafði verið lýst.

Þessi bók hefur fengið góða dóma, sýndist mér, og til stendur að gera kvikmynd eftir henni. Ég mæli eindregið með bókinni og ætla sko örugglega að sjá myndina!

Frjálsar hendur KennarahandbókSvo hef ég nýverið gluggað í tvær bækur á pappír sem báðar eru eftir kennara í MR; Annars vegar Óð, ljósmyndabók Davíðs Þorsteinssonar, og hins vegar Frjálsar hendur. Kennarahandbók, eftir Helga Ingólfsson. Sú síðarnefnda er kilja og mögulega hafa starfsmenn bókabúða raðað henni með skólabókunum 😉

Ég hugsa að kennurum, einkum framhaldsskólakennurum, einkum íslenskukennurum í framhaldsskóla, og ekki hvað síst íslenskukennurum í fjölbrautaskóla, finnist Frjálsar hendur. Kennarahandbók óborganlega fyndin! Aðalpersónur eru flestar kennarar í Fjölbrautaskólanum í Kringlumýri. Inn í bókina fléttast svo gamlir kunningjar úr fyrri bókum Helga, t.d. þingmaðurinn Hreggviður og skáldið Gissur Þorvaldsson. Ég veit ekki alveg hvort aðrir en þeir sem hafa reynslu af kennslu fatta húmorinn almennilega en megnið ætti nú að skila sér til hvers sem er. Skilyrðið er að finnast farsar skemmtilegir, þar sem persónurnar lenda í ótrúlegustu ógöngum og uppákomum, oft algerlega óvart. Það eina sem mér fannst leiðigjarnt í sögunni voru birtir kaflarnir úr nútímafornaldasögunni sem íslenskukennarinn var að semja … en ég hoppaði þá bara yfir þá. (Jújú, ég fattaði flestar vísanirnar en hef bara ekki húmor fyrir hugmyndinni – mér duttu samt í hug nokkrir sem fyndust þetta bestu kaflar bókarinnar svo þetta er fyrst og fremst spurning um persónulegt skopskyn.)

Ég mæli eindregið með Frjálsum höndum. Kennarahandbók, ekki hvað síst fyrir framhaldsskólakennara. Auk þess held ég að starfsmenn Menntamálaráðuneytisins hefðu voðalega gott af því að lesa bókina. Hennar stærsti ókostur er að hún er ekki fáanleg sem rafbók!
 
  

Fáránleg verðlagning íslenskra rafbóka og einokunarstefna bókaútgefenda

Svk. upplýsingum sem ég fékk frá bókaútgefanda er kostnaður nokkurn veginn svona samansettur í verði íslensks skáldverks á pappír í bókabúð:

  • Prentkostnaður: 15-20% af verðinu (miðað við að bókin sé prentuð í íslenskri prentsmiðju);
  • Dreifingarkostnaður: 5-7% af verðinu;
  • Greiðslur til endursöluaðila (bókabúða): 35% af verðinu;
  • Greiðsla til höfundar: 23% af verðinu
  • Auglýsingakostnaður: 10-20% af verðinu.

Restin kemur í hlut bókaútgefandans og á m.a. að dekka kostnað við vinnuna við að búa verkið til prentunar. (Líklega er virðisaukaskatturinn innifalinn í hlut endursöluaðila.)

Það er algerlega augljóst að bara með því að losna við prentkostnað og greiðslur til endursöluaðila ætti verð á bók að lækka töluvert. Af hverju kosta þá íslenskar rafbækur hið sama og sömu bækur á pappír í bókabúð?

Sá bókaútgefandi sem ég ræddi við taldi mikið mál að útbúa rafbók og dreifa. Líklega getur það verið snúið ef bókin er komin á eitthvert það stafrænt form sem prentsmiðjur taka við. En sé um að ræða einfalda textaskrá eða Word-skjal, sem hægt er að breyta í HTML-skrá og hreinsa út óþarfa kóða, ætti þetta ekki að vera mikið mál. Óli Gneisti Sóleyjarson, sem minnst var á í síðustu færslu og er smiður Rafbókavefjarins, skrifaði meistararitgerð um þetta verkefni sitt þar sem hann lýsir því m.a. hvernig megi breyta skjölum í rafbók með Sigil, ókeypis forriti, o.fl. forritum (s. 47-50). Ég hvet alla áhugamenn um rafbækur til að lesa ritgerðina hans, Rafbókavefurinn Íslenskar rafbækur í opnum aðgangi. Þar fjallar hann m.a. um sögu rafbóka, ýmislegt sem snertir höfundarétt, rekur sögu Netútgáfunnar ítarlega og lýsir smíði og rekstri Rafbókavefjarins. Þetta er mjög áhugaverð, vel skrifuð og upplýsandi ritgerð. Á Rafbókavefnum sjálfum eru svo góðar leiðbeiningar um hvernig nota megi Sigil og Calibre til rafbókagerðar.

Ég ætla ekki að skrifa langt mál um kostnað af vistun og dreifingu gagna á tölvutæku formi heldur einungis benda á að til eru ódýrir vistunarkostir (t.d. Bluehost sem afritar öll gögn einu sinni á sólarhring), ódýr lén, ef menn nota aðra kosti er ISNIC, ódýr vefgerðarforrit, t.d. Weebly, þar sem hægt er að setja upp verslunarsíðu og tengja við PayPal o.s.fr.  Það er engin ástæða til að reka eigin skráaþjón þegar hægt er að kaupa rými fyrir gögnin og sjálfkrafa tíða afritun á netskýi. Kostnaður við auglýsingar á Facebook og á netmiðlum ætti að vera minni en við auglýsingar á pappír, fyrir svo utan það að gott lén og vandlega unnin lýsigögn fyrir leitarvélar ættu að skila sér vel á jafnlitlu markaðssvæði og Ísland er. Ég sé ekki betur en hver bókaútgefandi ætti að geta stofnað sína eigin rafbókasölusíðu með litlum tilkostnaði og lágmarkstæknikunnáttu.

GrægðiEf við reiknum með að upplýsingarnar sem ég fékk frá bókaútgefandanum séu réttar þá má ætla að af íslensku skáldverki sem kostar 3.000 krónur í Eymundsson fái höfundurinn svona 610 krónur og útgefandinn kannski 300-350 kr. Af hverju er ekki hægt að selja íslenskar rafbækur á verðinu 1.300-1.500 krónur og bæði höfundur og útgefandi héldu samt sínum hlut miðað við prentuð eintök? Í hverju felst hinn gífurlegi kostnaður sem verður til þess að rafbækur kosta á bilinu um 2.000-4.000 krónur og hærra verðið er miklu algengara?

Á vef Félags íslenskra bókaútgefenda má finna samningseyðublað sem bókaútgefendur og höfundar fylla út. Þar segir um rafbækur:

d. Rafræn útgáfa.
Sé ekki um annað samið hefur útgefandi verksins rétt til útgáfu þess á rafrænu formi. Hafi útgefandi ekki nýtt sér þann rétt innan 18 mánaða frá útgáfudegi prentaðrar bókar fellur rétturinn til höfundarins að nýju. Að liðnu þessu tímabili á útgefandi rétt á að höfundur tilkynni honum skriflega um fyrirhugaða rafræna útgáfu og skal hann eiga forgang til útgáfunnar enda takist samkomulag með útgefanda og höfundi um skilmála útgáfunnar innan þriggja mánaða frá móttöku tilkynningarinnar. Að öðrum kosti er höfundi frjálst að ráðstafa réttindum þessum án frekara samráðs við útgefanda.
Aðilar skulu semja um skiptingu tekna af rafrænni útgáfu og skal í upphafi miðað við að tekjur af rafrænni útgáfu skiptist jafnt milli útgefanda og höfundar. Tekjur samkvæmt grein þessari skulu að öðru leyti reiknaðar með hliðsjón af ákvæðum 12., 13., 15. og 16. gr. samnings þessa, þ.e. sem söluverð að frádregnum virðisaukaskatti, sölulaunum og afslætti. Við ákvörðun hlutfalls höfundar til hækkunar eða lækkunar skal meðal annars líta til tilkostnaðar útgefanda við útgáfuna og markaðssetningu verksins auk þess sem tillit verði tekið til sanngirnissjónarmiða.
Útgefandinn skal leitast við að haga útgáfu verksins þannig tæknilega að sem minnst hætta sé á misnotkun þriðja aðila á höfundarrétti að verkinu og í því skyni skal útgefandi nota viðurkennda tækni hvers tíma.
Höfundi er óheimilt, á meðan útgefandi á skilyrtan rétt samkvæmt grein þessari, að veita þriðja aðila aðgang að verkinu á rafrænan hátt í heild sinni hvort sem er gegn gjaldi eða ekki.

Miðað við ráðslag stærstu íslensku bókaúgefenda til þessa finnst mér verulega óskynsamlegt af höfundum að skrifa undir þessa samningsgrein. Útgefandi bókar getur átt réttinn til rafbókaútgáfu og dregið lappirnar í að gefa út rafbók í 21 mánuð, þ.e. tæp 2 ár, frá því pappírseintakið kemur út. Ekkert skyldar útgefandann til að bjóða verkið sem rafbók. Útgefandi pappírseintaksins ræður algerlega verði rafbókarinnar og verðlag íslenskra rafbóka til þessa gefur ekki tilefni til bjartsýni í sölu svoleiðis bóka.

Hitt er einnig til mikils vansa að íslenskir bókaútgefendur hafa tekið sig saman, flestir þeir stærstu a.m.k., um að gefa ekki út rafbækur fyrir Kindil, sem þó má ætla að sé algengast lesbretta (sjá t.d. tölulegar upplýsingar um niðurhal mismunandi skráategunda af Rafbókavefnum í ritgerð Óla Gneista Sóleyjarsonar). Ég velti því líka fyrir mér af hverju Forlagið birtir mynd af rafbók í Ipad á upplýsingasíðunni sinni um hvernig megi kaupa af því rafbækur – er það tilviljun að þeir völdu myndina iPad-E-book.jpg til að punta upp á þá síðu? Og er svona samráð, sem sést í vefverslun Forlagsins, löglegt?

Kindle lesbrettiÍ síðustu færslu var minnst á  skýringu vefverslunar Forlagsins á að selja ekki rafbækur til að lesa í Kindle. Sú skýring var áréttuð í frétt RÚV í vikunni, Stóraukning í útgáfu rafbóka (20. ágúst 2012). Ég skil ekki af hverju íslenskir bókaútgefendur krefjast þess að Amazon Kindle Store gefi út rafbækur á íslensku og séu í fýlu af því það er ekki gert. Amazon er risastór amrísk bókaútgáfa og af hverju ætti hún að gefa út bækur á tungumáli sem rúmlega 300.000 hræður á hjara netheima geta lesið? Ekki kröfðust íslenskir bókaútgefendur þess að bækur á íslensku væru til sölu í stærstu vefbókasölum heims til þessa, t.d. Amazon eða Waterstones. Í Amazon Kindle Store er auk þess fullt af íslenskum rafbókum til sölu á ensku, þýsku eða spænsku. Svoleiðis að það er ekki eins og íslenskir höfundar séu bannfærðir af Amazon 😉 Ég bendi þeim sem hafa áhuga á þessum málum eindregið á að lesa athugasemd Þorsteins Mars, forsvarsmanns útgáfunnar Rúnatýs, við þessa frétt RÚV, sjá Vegna fréttar um rafbækur. Áhugamenn um rafbækur hefðu líka gagn og gaman af því að lesa fleiri færslur á bloggi Þorsteins Mars.

Þótt Amazon selji Kindle-lesbretti og gefi út rafbækur á formi sem Kindlar lesa býður fyrirtækið upp á ódýrar viðbætur (app) fyrir önnur lesbretti, spjaldtölvur og síma.  Svo er auðvitað hægt að nota Calibre til að breyta skrám ætluðum Kindle í epub skrár … samt þarf fyrst að hlaða niður forriti til að brjóta upp mobi-skrá því Amazon læsir sínum skrám með afritunarvörn (DRM) ekkert síður en aðrir útgefendur. (Áhugamönnum um gildi og gagnsemi afritunarvarna er bent á kafla um þær í ritgerð Óla Gneista Sóleyjarsonar og á blogg Þorsteins Mars.) Þeir sem ekki geta hugsað sér að panta tæki frá vondu amrísku auðvaldsfyrirtæki geta keypt sér Kindil í Elko. Svoleiðis að ég kem alls ekki auga á hina illu einokun Amazon sem forsvarsmenn Félags íslenskra bókaútgefenda kveina undan og brúka sem afsökun fyrir lélegri þjónustu við viðskiptavini sína.

Viðbót: Þann 24. september bárust fregnir af því að Forlagið hefði séð að sér og hygðist nú bjóða upp á möguleika fyrir Kindileigendur: “Leysa á þetta mál með því að streyma bókunum á Kindle og geta notendur svo geymt bækurnar á Hillan.is.” Ég skil raunar ekki hvað átt er við: Er þá bara hægt að lesa bók frá Forlaginu í Kindli sem er tengdur netinu en ekki hægt að hlaða henni niður á Kindilinn? Ef það er “lausn” Forlagsins geta ráðamenn þar alveg eins gleymt þessu … þetta er þvílík hallærisredding að enginn Kindilnotandi mun hafa geð í sér til að brúka hana. Það hlýtur að vera að blaðamaður Viðskiptablaðsins hafi rangt eftir Agli Erni Jóhannssyni, framkvæmdarstjóra Forlagsins.
 

Hvaða áhrif hefur stefna Félags íslenskra bókaútgefenda og verðlagning á íslenskum rafbókum?

   

Það hlægir mig hve íslenskumafían (fræðimenn og almenningur sem er mjög umhugað um að bjarga íslenskri tungu frá meintri yfirvofandi glötun) fjasar mikið um nauðsyn þess að íslenska stýrikerfi og hugbúnað í tölvum og símum en virðist ekki hafa tekið eftir ástandinu þegar kemur að lesefni í þessum sömu græjum. Mér finnst miklu meira máli skipta að menn geti keypt nýjar bækur á íslensku í æpödduna sína eða símann sinn á sambærilegu verði og bækur kosta á ensku en hvort umgjörðin í þessum græjum birtist mönnum á íslensku eða ensku. Í Kindli er umgjörðin svo léttvæg að hún skiptir engu máli en texti bókanna sem maður les skiptir öllu máli (alveg eins og í prentútgáfu). Af hverju hafa málsvarar íslenskrar tungu ekki gagnrýnt óhóflegt verð  á rafrænum íslenskum bókum?

Ef íslenskir bókaútgefendur hysja ekki upp um sig brækurnar og horfast í augu við hvernig markaðurinn raunverulega er (í stað þess að einblína á hvernig hann ÆTTI AÐ VERA að þeirra áliti) missa þeir einfaldlega af lestinni mjög fljótlega og stórlesendur verða komnir upp á ágætt lag með að lesa á ensku eða austurnorrænum málum.  Ég hef engar áhyggjur af tæknivæddum íslenskum ungdómnum því mér vitanlega lesa unglingar sáralítið af bókum, hvort sem er á pappír eða í sínum spjaldtölvum og símum. (Það er vissulega áhyggjuefni út af fyrir sig en kemur ekki við efni þessarar færslu.) Rafbókalesendur eru nefnilega ekki fólkið sem les að eigin frumkvæði eina bók á ári eða svo. Rafbókalesendur eru fólkið sem les mikið af bókum og getur lesið einhver tungumál önnur en íslensku. Það fólk hugsar sig eflaust tvisvar um áður en það kaupir sér rafbók á íslensku.

Að lokum vil ég nefna að ég tel að séu stafræn gögn verðlögð skynsamlega og auðvelt að nota þau er miklu minni hætta á að fólk leggi sig niður við að stela þeim. Sem dæmi má nefna prjónauppskriftir. Á síðustu tveimur árum hefur mjög færst í vöxt að hönnuðir bjóði uppskriftir sínar til sölu á netinu. Ef vel-frágengin uppskrift kostar 500-600 kr., hægt er að greiða fyrir hana með kreditkortinu sínu á netinu og fá hana strax senda í tölvupósti þá kaupir maður auðvitað uppskriftina og leggur ekki vinnu í að telja hana út eftir myndum af gripnum. Ef svoleiðis uppskrift kostaði fleiri þúsund krónur lægju hrúgurnar af uppskriftum frammi á torrent bönkum … alveg eins og var raunin þegar íslensk tónlist á stafrænu formi kostaði formúu.
 

Rafbækur: Hætta lesbrettaeigendur að lesa á íslensku?

Leiti menn að íslenskum rafbókum í sitt lesbretti, síma eða spjaldtölvu má skoða eftirfarandi: 

Emma.is íslenskar rafbækur. Þar má finna ókeypis rafbækur, en flestar bækurnar kosta eitthvað, misjafnlega mikið þó. Stærsti kosturinn við emma.is er, að mínu mati, að bækurnar eru bæði á EPUB og MOBI formi og að forlagið tekur að sér að gefa út rafbækur eftir fólk, að uppfylltum vissum skilyrðum. Emma.is segist gera rafbók úr handriti á tölvutæku formi á svona 5-14 dögum að jafnaði og bjóða til sölu á vef sínum, yfirleitt kostar þetta 15 þúsund á bók. (Sjá síðurnar Spurt og svarað og Um Emmu. Emma.is leyfir ekki sölu á bókum sem eru komnar úr höfundarétti.

Forlagið selur talsvert af rafbókum í sinni vefverslun. Það selur bæði eigin bækur og bækur sem önnur forlög hafa gefið út. En: “Rafbækur frá Forlaginu eru ekki fáanlegar fyrir Kindle”! Skýringin sem Forlagið gefur á þessari ákvörðun er: 

  
Skýringin er í raun afar einföld. Amazon er bóksali sem jafnframt selur Kindle lestrartölvur. Þeir vilja ekki að aðrir bóksalar selji bækur inn á þeirra tæki. Kindle lestrartölvur taka því aðeins skráarsniðum sem Amazon notast við en ekki við öðrum almennum skráarsniðum sem notast er við í rafbókargerð (.ePub). Forlagið vill gjarnan selja bækur inn á Kindle, en til þess þarf Amazon-bóksalinn að hefja sölu íslenskra rafbóka. Það hafa þeir ekki viljað til þessa en vonandi breytist það áður en langt um líður. Það er hagur Forlagsins að selja sem flestar rafbækur, og þ.a.l. inn á Kindle lestrartölvur. Um leið og Amazon opnar sínar flóðgáttir fyrir íslenskum bókaútgefendum þá verðum við með!

Þessi skýring Forlagsins heldur ekki vatni en um hana verður fjallað í næstu færslu. Allar rafbækur á vef Forlagsins eru á EPUB-formi með DRM-læsingu.

Himnar�ki og helv�ti eftir Jón Kalman StefánssonSem dæmi um verðlagningu íslenskra rafbóka í vefbúð Forlagsins má taka Hungurleikana, rafbókin (fyrsta bókin) kostar 1990 kr.; Einvígið eftir Arnald Indriðason, sem Vaka-Helgafell gaf út, er á 2.990 kr., sama verði og bókin innbundin kostar, eða Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson á 3.990 kr. Bjartur gaf út Himnaríki og helvíti og hún fæst á Panama.is í kilju á 2.480 krónur, harðspjaldaútgáfan er uppseld. Bókin er til í enskri þýðingu í Amazon Kindle Store, Heaven and Hell, og kostar þar 9,39 dollara (1.120 kr.). Margar bækur Arnalds Indriðasonar má kaupa í Amazon Kindle Store á ensku eða þýsku en Einvígið er ekki komin þar í sölu ennþá.

Rafbókin Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Jonas Jonasson kostar 2.990 kr. hjá Forlaginu, sem er nákvæmlega sama verð og kiljan kostar. Ef lesandi vill lesa þessa rafbók í Kindlinum sínum á ensku þá kostar hún 13.60 dollara (1.630 kr.), á þýsku kostar hún 10,79 dollara (1.290 kr.) í Amazon Kindle Store. Vilji menn lesa bókina á frummálinu þá er hægt að fá rafbókina Hundraåringen som klev ut genom fönstret och försvann lánaða í gegnum Norræna húsið, að vísu á EPUB formi með DRM læsingu eða kaupa hana á bokus.com á 55 sænskar krónur (990 kr.), einnig sem EPUB-skrá.

Eymundsson  býður upp á töluvert úrval rafbóka, einkum á ensku. Tekið er fram að ekki séu seldar bækur fyrir Kindle-lesbretti en ekki færð sérstök rök fyrir því. 
  
  
Sumar af sömu rafbókunum og Forlagið selur má líka finna á Skinnu. Íslensku rafbókabúðinni. Verðlagning er svipuð, stundum eru þó bækurnar eilítið ódýrari. Skinna miðlar líka ókeypis bókum, t.d. bókum sem eru komnar úr höfundarétti og mörgum þeim sömu og á Rafbókavefnum. Þeim bókum má hlaða niður jafnt á EPUB sem MOBI formi en sölubækurnar eru margar einungis EPUB skrár.

Á Rafbókavefunum eru “íslenskar rafbækur í opnum aðgangi”, þ.e. þar er allt efni ókeypis og án afritunarlæsingar. Allar bæði EPUB og MOBI skrár til að  Má þar nefna efni Netútgáfunnar (íslensk fornrit og þjóðsögur) og efni sem ekki er lengur varið höfundarréttarlögum. Menn eru hvattir til að leggja meira efni til og eru ítarlegar og góðar leiðbeiningar um hvernig búa megi til rafbók, undir flipanum Leiðbeiningar. Rafbókavefurinn er verk Óla Gneista Sóleyjarsonar og hefur hann unnið mikið þrekvirki með þessum vef.

Lestu.is var opnuð með pompi og prakt í janúar 2011 og sögð fyrsta rafbókasíða landsins. Þetta er áskriftarvefur og kostar áskriftin 1.290 kr. á mánuði, ársáskrift kostar 12.900 kr. í 12 mánuði. Rafbækurnar þar eru af ýmsum toga en eiga það sammerkt að höfundarréttur er ekki á þeim. Satt best að segja er stór hluti nákvæmlega sömu bækur og sækja má ókeypis af Rafbókavefnum, t.d. Íslendingasögur. Áætlanir virðast ekki hafa gengið eftir sé túlkun mín á ódagsettum fréttum rétt; Þar segir að fyrir áramót sé stefnt að því að 100 bækur væru komnar inn og ég held að það eigi við áramótin 2011-2012. Líklega eru hátt í hundrað bækur inni á Lestu.is núna. Þær eru á EPUB, MOBI og flettibókaformi.
 

Dæmi um verðlag á rafbókum
 
 

Skáldverk Forlagið
Eymundsson
Kilja 
á íslensku
MuBook / mibook (Danmörk) Bokus.com / Livrel24  (Svíþjóð) Amazon Kindle Store (Bandaríkin) Hægt að fá 
lánaða úr 
sænsku rafbókasafni gegnum bókasafn

 Norræna hússins

Gamlinginn sem 
skreið út um gluggann 
og hvarf
2.990 kr.  2.990 kr.  167,50 DKK (= 3.340 kr.) 55 SEK (983 kr.) 13.60 USD (1.624 kr.)
 – á ensku- 
10,79 USD (1.288 kr.)
– á þýsku – 
Himnaríki og helvíti 3.990 / 3.799 kr 2.480 kr. 147,92 DKK (2.960 kr.) 75 SEK  (1.350 kr.)
-á ensku- 
9,39 USD (1.121 kr.) Nei
Hungurleikarnir I 1.990 kr. 2.290 kr.  147,50 DKK( 2.940 kr.) 84 SEK(1.500 kr.) 4,27 USD (510 kr.)
Utangarðsbörn ekki til 1.690 kr. 30,19 DKK  (600 kr.) 55 SEK (983 kr.) 14,97 USD (1.788 kr.)
Ég er Zlatan Ibrahimovic ekki til 3.599 kr. 172,50 DKK (3.450 kr.) 124 SEK (2.215 kr.) 9,99 USD (1.193 kr.)

Heaven and hell eftir Jón Kalman StefánssonVerðlagning íslenskra og danskra rafbóka er alveg fáránleg! Bækurnar kosta yfirleitt hið sama og pappírsútgáfurnar, eru jafnvel dýrari. Fyrir íslenska lestrarhesta sem eiga lesbretti eða spjaldtölvur er auðvitað miklu ódýrari  kostur að lesa þessar bækur á sænsku (ókeypis úr rafbókasafni) eða ensku. Bækur eftir Yrsu Sigurðardóttur fást í Amazon Kindle Store og kosta á bilinu 7,40 – 13, 50 dollara (895 – 1.612 kr.), bækur Arnalds Indriðasonar kosta þar um 13 dollara á ensku (1.550 kr.) og tæpa 11 dollara á þýsku (1.275 kr.). Rafbókin Brakið eftir Yrsu kostar 3.990 kr. og Einvígið eftir Arnald kostar 2.990 kr. hjá Forlaginu – hvorug bókin er komin út í enskri þýðingu í Amazon Kindle Store en þess verður áreiðanlega ekki langt að bíða.

Í næstu færslu fjalla ég um hvernig kostnaður við að gefa út bók á Íslandi skiptist, velti fyrir mér hvað kosti að gefa út rafbók og fjalla um undarlegan málflutning forsvarsmanna íslenskra bókaútgefenda þegar kemur að bókum fyrir Kindil. En ég vil ítreka að við óbreyttar aðstæður munu stórlesendur sem eiga lesbretti eða lesa í símum og spjaldtölvum lesa æ meir á erlendum málum og æ minna á íslensku. Og þessi þróun er mjög hröð. 
 

Rafbækur og Kindillinn minn ástkæri

Við Fr. Dietrich lesum á KindilÍ sumar eignaðist ég Kindil og festi ást á honum umsvifalaust. Ég hef engan áhuga á æpöddum eða öðrum tölvugræjum með snertiskjám. Ekki heldur neinum lesapparötum sem eru með baklýstum skjá. Það er vonlaust að brúka svoleiðis græjur eins og bækur, ýmist vegna þess að tækið er miklu  þunglamalegra en bók eða vegna þess að það er illmögulegt að lesa á skjáinn í mikilli sól. Og ég les mjög gjarna í sólbaði. Þarf varla að taka fram hversu mikið þægilegra er að taka með sér 100+ bækur í sólarstrandarfrí til útlanda þegar þær vega einungis 300 gr eða bókastaflana sem ég hef troðið í töskurnar til þessa 😉

Kindillinn minn er með oggolitlu lyklaborði svo ég get skrifað glósur um leið og ég les, þótt ég hafi ekki nennt því til þessa. Hann tengist þráðlausu neti og húkkar sig inn á 3G net ef háhraðanet er ekki í boði.  Þ.a.l. get ég keypt mér bók hvenær sem er og nánast hvar sem er (svo framarlega sem farsímasamband er í hvarsemerinu). Ég get líka skoðað tölvupóst og vefinn í honum en það er seinlegt og óhöndugt. Kindillinn er fyrst og fremst lesbretti.

Ég reikna með að lestrarhestar kaupi sér gjarna Kindil. Spjaldtölvur og snjallsímar höfða til annars markhóps. Og ég held að bókalestur í Kindli sé hrein viðbót við annan bókalestur, að Kindla noti fyrst og fremst fólk sem les mikið og mun áfram lesa prentaðar bækur. Kannski er helst að Kindill höggvi skarð í kiljulestur, a.m.k. í mínu tilviki því ég er löngu búin að lesa erlendu kiljurnar áður en þær koma út þýddar á íslensku.

Mér finnst tvennt dálítið skrítið þegar kemur að bókum fyrir Kindil:

  • Á Norðurlöndunum (Íslandi meðtöldu) virðast menn sniðganga skráarform sem Kindill les og bjóða einungis upp á skráarform fyrir spjaldtölvur, snjallsíma og sum önnur lesbretti.
  • Íslensk útgáfufyrirtæki eru ótrúlega sein í svifum hvað varðar rafbókaútgáfu og verðlagning á þessum fáu nýlegu bókum sem bjóðast algerlega út úr kortinu.

 

 

Norrænar rafbækur

Nú er hægt að kaupa danskar, norskar og sænskar rafbækur á netinu. Vilji menn lesa á dönsku má benda á þessar tvær búðir:

MuBook segist bjóða upp á ódýrar danskar bækur. Þar má finna ókeypis bækur og upp í rándýrar bækur; Sé listinn yfir mest seldu bækurnar skoðaðar  er t.d. Askepot eftir Kristina Ohlsson á rúmar 30 krónur danskar (600 kr. íslenskar) – sú bók heitir Utangarðsbörn á íslensku og kostar 1.690 kr. í kiljuútgáfu; Kvinden i buret e. Jussi Adler-Olsen kostar 88,50 DKR (1.770 kr.) – kiljan á íslensku, Konan í búrinu, kostar 2.290 kr.; Englemagersken e. Camillu Läckberg kostar hins vegar 212,50 DKR (4.250 kr.) – íslenska kiljan, Englasmiðurinn, kostar 2.170  kr.  Allar þessar bækur eru á EPUB-formi , sem Kindill les ekki. Þær eru hins vegar ekki með afritunarvörn heldur einungis vatnsmerki og því hægt að breyta þeim í mobi-skrá fyrir Kindil í forritinu Calibre.
Mibook auglýsir að hún sé stærsta danska rafbókabúðin með um 245.000 titla (en væntalega eru þar taldar með bækur á ensku). Þar eru rafbækurnar aðeins ódýrari, t.d. kostar Englemagersken hennar Camillu Läckberg 207 DKR (4.140 kr.) í þessari búð. Lausleg skoðun bendir til að bækurnar séu yfirleitt á EPUB-formi með DRM-læsingu.

Bokus.com er sænsk rafbókabúð “där alla böcker bor” virðist geyma gott úrval af rafbókum um ýmist efni, á sænsku, ensku, finnsku, rússnesku og dönsku. Rafbókin Askungar eftir Kristina Ohlsson kostar þar 55 sænskar krónur (983 kr. íslenskar) en pappírskiljan af sömu bók kostar bara 39 sænskar krónur (en svo þarf auðvitað að borga póstsendingargjald). Rafbókin Änglamakerskan eftir Camilla Läckberg kostar 126 sænskar krónur (2.265 kr.). Einnig má leita fanga í Livrel24 sem selur bækur á sænsku. Bækurnar virðast flestar vera á EPUB-formi, án afritunarvarnar en með vatnsmerki.

Ég ber það ekki við að skoða norskar rafbókabúðir – nógu dýrar eru norskar bækur á pappír!

Vilji menn lesa norrænar bækur á ensku í sínum Kindli þá kostar bókin hennar Kristina Ohlsson, Unwanted  heitir þýðingin, 14,97 dollara (tæpar 1.800 kr.) en Englasmiðurinn virðist ekki enn hafa verið þýdd á ensku – af öðrum bókum Läckberg má t.d. kaupa rafbókina Hafmeyjuna, The Drowning, í Amazon Kindle Store fyrir 10,79 dollara (1.295 kr).

(Ég kíkti á vinsældarlistann á Amazone Kindle Store og þar voru rafbækurnar á bilinu um 5-16 dollara; Fyrsta bókin í Hungurleikunum kostar t.d. 4,27 dollara sem eru 512 kr. Yfirgnæfandi meirihluti bóka þar er á ensku.)

Þeir sem hafa útlánaskírteini í bókasafni Norræna hússins geta fengið lánaðar sænskar rafbækur á netinu, sjá upplýsingar á síðunni Hvað er rafbók. Bækurnar eru yfirleitt á EPUB eða PDF formi, með DRM-læsingu. Bækurnar í sænska rafbókasafninu eru af ýmsum toga en vinsælastar eru auðvitað glæpasögurnar og sögurnar sem ég hef nefnt hér á undan standa þar til boða. Hægt er að fá lánaðar tvær bækur á viku og hafa þær í láni í fjórar vikur. Mörg dönsk bókasöfn bjóða upp á rafbókalán og vonandi tekst bókasafni Norræna hússins að ná samningum við eitthvert af þeim.

  

Hvað gera Kindil-eigendur þegar einungis EPUB-skrár eru í boði?

KindillDRM stendur fyrir Digital rights management og er notað til að læsa stafrænum skrám, t.d. rafbókaskrám, svo ekki sé hægt að deila þeim frítt um víðan völl. Þetta er stundum kallað afritunarlæsing.  Það kemur þó fyrir lítið því á torrent-bönkum úir og grúir af ólæstum rafbókaskrám. Enginn skortur er á smáforritum sem brjóta upp slíka læsingu. Þegar læsingin er farin er ekkert mál að nota Calibre til að breyta t.d. EPUB skrá í MOBI skrá, sem Kindill les. Calibre er reyndar hið mesta þarfaþing lesi menn rafbækur því þar má flokka sitt bókasafn og raða skipulega upp. Forritið er ókeypis.

Í næstu færslu fjalla ég um rafbækur á íslensku.

Leti og ómennska

Ég nenni bara alls ekki að blogga, kannski vegna veðurs og sólbaða, kannski vegna óhóflegs magns af morðsögum og öðrum litteratúr, kannski vegna einhvers annars … Ætli sé ekki best að lýsa yfir sumarfríi á blogginu og halda áfram að iðka letina.

Hinn hluti fyrirsagnarinnar, ómennskan, á ekki við mig sjálfa í augnablikinu því ég lifi einstaklega hollu og reglusömu lífi akkúrat núna (eiginlega tilneydd því ef ég hef ekki sérstaklega fyrir því á hverjum degi að láta mér líða sem skást verður dagurinn heldur klénn). Mér dettur hins vegar oft ómennska í hug þegar ég skruna niður umræðuþræði á netmiðlum og stöku bloggi – sem betur fer hef ég þó oftast vit á að lesa ekki svoleiðislagað. Og umræðan um frambjóðendur í forsetakjöri er löngu komin út yfir öll velsæmismörk! Þeim rógnum og illmælginni ætti að linna eftir morgundaginn. En ætli gargendur finni sér þá ekki annað áhugamál til að garga yfir í stafræna tóminu. Og hollast að halla sér að uppdiktuðum morðum í sínum Kindli.

Gulli og Múlinn og Sagan

Súper MúliJæja! Enn og aftur ætlar Akraneskaupstaður að ganga til samninga við Gunnlaug Haraldsson um ritun 3. bindis Sögu Akraness, í þetta sinn upp á krít. Sagnir herma að þeir Árni Múli Jónasson bæjarstjóri og sagnaritarinn mikli ætli að skrifa undir samning á morgun.

Í færslu sem ég skrifaði fyrir ári síðan, Verður tilbúið næsta sumar. Ég hef alveg þokkalega samvisku, rakti ég sögu handritsins sem nú kallast 3. bindi Sögu Akraness og spannar nítjándu öld. (Þeir sem hafa áhuga á Sögu Sögu Akraness, vefrits sem stefnir í að verða álíka langloka og Saga Akraness ef svo heldur fram sem horfir, geta hlaðið niður því sem tilbúið er í þeirri sögu á pdf-formi.)

  • Skil á þessu bindi voru fyrst staðfest árið 2001, þ.e.a.s. fyrsta bindi (af þáverandi áætluðum þremur bindum) um byggðasögu 1700-1900. Eftir að Ritnefnd um sögu Akraness undir forsæti Gísla Gíslasonar þáverandi bæjarstjóra (sem nú stjórnar Faxaflóahöfnum) staðfesti þessi skil kom í ljós að talsvert vantaði inn í stykkið og gerður var nýr samningur við Gunnlaug Haraldsson um að skrifa það sem á vantaði.
  • Snemma árs 2003 sagði Gunnlaugur ritnefndinni að hann væri nánast búinn að ljúka sögu Akraness til ársins 1941.
  • Í mars 2005 segir Gunnlaugur Ritnefndinni að nú vanti einungis herslumuninn á að klára Sögu Akraness frá landnámi til 1941 og er bókað á 55. fundi Ritnefndarinnar: „mætti stefna að útgáfu 1. og 2. bindis vorið 2006.“ Því sama hélt Gunnlaugur fram á spjallþræði Akraneskaupstaðar í febrúar 2005.
  • Í ítarlegu minnisblaði Gunnlaugs Haraldssonar í apríl 2008 kemur fram að „Nítjánda öldin 1801-1850 (213 bls.) – bíður prentvinnslu.“
  • Í janúarbyrjun 2010 sagði Gunnlaugur í viðtali við Vísi.is „að hann sé búinn að rita sögu Akraness til 1942 en þá stöðvaðist ritunin.“
  • Í nóvember 2010 staðfesti Kristján Kristjánsson, einn eigenda Uppheima, bókaforlagsins sem gaf út 1. og 2. bindi Sögu Akraness, að 3. bindið sé nú þegar skrifað.
  • Í júní 2011 hafði Skessuhorn eftir Gunnlaugi Haraldssyni að „fyrir liggur að „færa til nútíðarmáls“ handrit mitt að III. bindi (1801-1900) sem safnað hefur ryki í 6-7 ár.“

Á árabilinu 2001, þegar fyrst voru staðfest skil á ritun Sögu Akraness á 19. öld, til ársins 2011 hefur Akraneskaupstaður gert fjölda samninga við Gunnlaug Haraldsson um ritun Sögu Akraness. Alls hefur Akraneskaupstaður pungað út 110 milljónum fyrir sagnaritun Gunnlaugs Haraldssonar og útgáfu á fyrstu tveimur bindunum í Sögu Akraness.

Ritnefnd um Sögu Akraness hélt fund þann 23. mars 2012. Það stingur óneitanlega í augu að einungis tveir af fimm nefndarmönnum mættu á fundinn, formaður Ritnefndar og tveir nefndarmenn voru fjarverandi. Fundargerðin er á hálfgerðu dulmáli:

1. Saga Akraness, 3. bindi. Farið var yfir stöðu málsins, bæði út frá fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar svo og mögulegri aðkomu söguritara að verkinu á næstu mánuðum.

Aðilar málsins munu skoða málið nánar á næstu dögum.

Á fundi bæjarráðs Akraness 25. maí sl. var bókað:

9.  0906053 – Saga Akraness – ritun.
Drög að samningi um ritun Sögu Akraness III bindis ásamt tölvupósti Gunnlaugs Haraldssonar dags. 23. mai 2012.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.  Bæjarstjóra falin undirritun hans.  Einar [Brandsson] óskar bókað að hann sé ósammála ákvörðun bæjarráðs.   

Á bæjarstjórnarfundi í gær, 12. júní 2012, var fundargerð bæjarráðs lögð fram. Til máls tók Einar Brandsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en aðrir þögðu þunnu hljóði eins og venjulega (efst í fundargerðinni sem ég kræki í er krækja í hljóðskrá af fundinum). Í máli Einars kom fram að samningurinn sem bæjarráð samþykkti er þriggja ára samningur Akraneskaupstaðar við Gunnlaug Haraldsson um að bærinn greiði honum 14,5 milljónir á þremur árum fyrir að ganga frá textanum í 3. bindi Sögu Akraness. Ég veit að Kristján Kristjánsson hefur sett það skilyrði að hann verði sjálfur ritstjóri þessa bindis (væntanlega til að gloríur í myndbirtingu endurtaki sig ekki) svo varla er ætlast til að bæjarstjóri undirriti samning við Gunnlaug um allsherjarritstjórn eins og síðast. En mögulega er uppsetning (layout) verksins innifalin í samningnum þótt verði svo að semja við Kristján um eftirlit með þeirri uppsetningu síðar og bærinn verði auðvitað að borga lungann af prentkostnaði því bækurnar seljast vægast sagt takmarkað.

Á fjárhagsáætlun þessa árs, 2012, er gert ráð fyrir 4,2 milljónum í Sögu Akraness. Má af ummælum á bæjarstjórnarfundi í gær ætla að Gunnlaugur fái 4 milljónir í ár – kannski fara tvöhundruðþúsundin upp í þennan tæpa fjögurhundruðþúsundkall sem móðgelsi bæjarstjórans yfir ritdómi kostaði bæinn?  Á langtímaáætlun bæjarins var gert ráð fyrir að eyða 4 milljónum næsta ár, 2013, í Sögu Akraness. Þær 4 milljónir renna beint í vasa Gunnlaugs ef samningurinn hans og Árna Múla verður undirritaður á morgun. Loks hljóðar samningurinn við Gunnlaug Haraldsson upp á rúmar 6 milljónir fyrir vinnu árið 2014. Í samningnum er sá varnagli sleginn að bæjarstjórn eigi eftir að samþykkja þessar fjárveitingar fyrir árin 2013 og 2014. Nú á sem sagt að semja við sagnaritarann upp á krít. Og augljóst að ef bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir ekki fjárveitingarnar sem bæjarstjórinn lofar upp í ermina á kaupstaðnum er þessum 4 milljónum sem Gunnlaugi verða réttar í ár kastað á glæ. Fyrir svo utan það að enginn í bæjarstjórn, bæjarráði eða ritnefnd um Sögu Akraness virðist hafa kveikt á því að Akraneskaupstaður er margbúinn að greiða Gunnlaugi áður fyrir ritunina um þetta tímabil. Af hverju sækir okkar góði bæjarstjóri ekki bara handritið og skellir því í prentsmiðju?

Í dag, 13. júní 2012,  hélt bæjarráð fund. Þar er bókað:

9.  0906053 – Saga Akraness – ritun.
 Samningur við Hjálmar Gunnlaug Haraldsson um ritun Sögu Akraness, III bindi. Samningurinn gerir ráð fyrir verktíma árin 2012 – 2014.
 Afgreiðslu frestað.

Ég reikna með að afgreiðslu bæjarráðs í dag hafi verið frestað af því þeir Árni Múli og Gunnlaugur skrifa ekki undir samninginn fyrr en á morgun …

Skóli og geðveiki

Gagnrýnin hugsunKannski hefði fyrirsögnin frekar átt að vera “námskrárfræði og geðraskanastaðlar” … Ég hef sumsé brugðið mér í gamalt hlutverk, “hinnar greindu alþýðukonu”, og lesið yfir ritgerð mannsins um stefnur og strauma í námskrárfræðum: Sé ekki betur en margt sé líkt með skyldum, þ.e. poppfræðum sem varða skóla og geðveiki.

Nú eru nokkur ár síðan ég var eitthvað í alvörunni að pæla í námskrá framhaldsskóla og hvernig maður matsaði kennsluáætlun þokkalega við svoleiðis. Og ég er búin að gleyma miklu og hef alveg misst af umræðu síðustu ára um nýju námskrána með skemmtilega geggjuðu yfirmarkmiðunum. En eftir að hafa gegnt hlutverkinu “greind alþýðukona sem les námskrárfræði” síðasta árið (maðurinn hefur nefnilega alltaf prófað sínar greinar og texta á mér: Skilji ég ekki textann þarf að laga hann) hef ég einhverja hugmynd um út á hvað þessi nýja námskrá gengur, út á hvað síðasta námskrá gekk og að framhaldsskólakennarar eru almennt ekki svo vitlausir að halda að þetta skipti einhverju máli í kennslu.

Skömmu eftir stríð (seinni heimstyrjöldina) hófust vinsældir “ferskrar skynsamlegrar markmiðssetningar” í námskrá. Ég man eftir helstu uppskriftarfræðingunum úr ukkinu; Bobbit og Tyler og Bloom og kannski Taba. Í einfölduðu máli má segja að uppskriftarpoppfræðingarnir sem eru sívinsælir á Menntavísindasviði og líklega í félagsfræðigreinum almennt telji að í námskrárgerð sé best að byrja með hreint borð (sumsé kasta öllum hefðum fyrir róða), setja yfirmarkmið og greina svo æ smærri undirmarkmið sem eiga að þjóna yfirmarkmiðunum beint, án tillits til faga og fræðigreina. Þessi undirskipun eða beina þjónkun er hins vegar ómöguleg í flestum fögum.

Ég skrunaði yfir almennan kafla nýju námskrárinnar og þrátt fyrir aldarfjórðungsreynslu af kennslu í framhaldsskóla fannst mér að textinn hlyti að fjalla um eitthvað annað en skóla – er hann kannski saminn af fólki sem hefur lítið komið inn í svoleiðis stofnanir?  Hvað í ósköpunum er “menntun til sjálfbærni”, hugtak sem er margtuggið í þessum texta? Ég sé helst fyrir mér áfanga í tóvinnu … Taldir eru upp sex grunnþættir alls náms, síðan níu svið lykilhæfni o.s.fr.; Námskráin er sumsé draumur hvers sortéringarsinna!

Svo tékkaði ég á markmiðum í mínu fagi, íslensku (s. 93), sem eiga á mjög dularfullan og illskiljanlegan hátt að þjóna hinum sex grunnþáttum og hinum níu lykilhæfnisviðum og sé ekki betur en námskröfur slagi hátt í mastersnám á háskólastigi, t.d.:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að lesa allar gerðir ritaðs máls að fornu og nýju sér til gagns og gamans, skilja lykilhugtök og greina mismunandi sjónarmið.

eða

Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum.

Ég er ansi hrædd um að helstu ráðamenn þjóðarinnar, t.d. þeir sem sitja í ríkisstjórn eða á Alþingi hafi nú ekki náð þessum tveimur markmiðum, a.m.k. ekki því síðarnefnda. Er raunhæft að krefast þessarar getu af nýstúdentum?  Hver ætli séu þessi lykilhugtök og mismunandi sjónarmið sem talin eru í fyrra dæminu? Og heldur einhver í alvöru að nemendur leggist almennt í Grágás, Íslensku hómilíubókina, dróttkvæði, annála, stærðfræðitexta, rannsóknarskýrslur, manntöl, áttvísi, læknisfræði o.m.fl. sér til gagns og gamans, skilji þar í einhver dularfull lykilhugtök og greini mismunandi sjónarmið í hvers lags texta sem er eins og að drekka vatn, eftir að hafa klárað stúdentspróf?

Blessunarlega hugsa ég að fólkið á gólfinu, þ.e. nemendur og kennarar, láti þá hátimbruðu smíð sem nýja námskráin er bara eiga sig og haldi áfram að kenna og (vonandi) læra eins og tíðkast hefur til þessa.

En mér datt í hug, lesandi um þessa tæknihyggju í námskrárgerð, þ.e. að halda að hægt sé að setja einhver absólút yfirmarkmið ótengd fögum (sem má þess vegna kalla grunnþætti og svið lykilhæfni) og fella síðan allt nám og öll fög í undirmarkmið sem eiga að þjóna yfirmarkmiðunum …  að sams konar  tæknihyggja speglist ákaflega vel í sjúkdómastöðlum og þeirra sortéringum. Má nefna DSM (Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders) Bandarísku geðlæknasamtakanna sem fyrst kom út 1952 eða náfrænda hans, ICD (International Statistical Classification of Diseases and Related Health Problems) sem Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna gefur út og er einmitt brúkaður hér á landi.

DSM á rætur sínar að rekja til flokkunarkerfis Bandaríska hersins, sem spratt m.a. af þörf á að greina alls kyns krankleik á geði þeirra hermanna sem snéru heim úr seinna stríði. Í hverri nýrri útgáfu DSM hefur skilgreindum geðröskunum fjölgað og skilgreiningar orðið nákvæmari. Fyrstu þunglyndislyfin, þríhringlaga geðlyfin, voru upp fundin (óvart) laust eftir 1950. Svo merkilegt sem það nú er hefur þróun þunglyndislyfja og aukið framboð haldist nokkuð í hendur við aukna smásmygli í og aukið framboð á skilgreiningum þunglyndis í DSM.

Alveg eins og tæknihyggja í námskrárgerð hefur ekki sýnt sig í betra námi eða betri skólum hefur tæknihyggja í þunglyndisgreiningu og fleiri gerðir þunglyndislyfja sem passa við sífellt nákvæmari skilgreiningar og undirgreiningar ekki sýnt sig í fækkun þunglyndissjúklinga. Kannski mætti líta á lyfin eins og undirmarkmiðin í tæknihyggjunámskrárgerð: Lýsingarnar hljóma sosum ljómandi vel en praktísk not eru heldur léleg.

Kann að vera að nákvæmlega sama aðalatriðið gleymist: Við erum nefnilega að tala um eitthvað sem snertir fólk, þátttakendur í margbreytilegu mannlífi. Kann að vera að hátimbruð markmið og smættun ofaní mælanleg undirmarkmið líti vel út á pappír en gagnist minna þegar fólk á að nota þau á annað fólk, hvort sem er til að koma því til nokkurs þroska og til að mennta það eða til að lækna það.

Sem betur fer held ég að bæði góðir kennarar og góðir geðlæknar geri sér þessar takmarkanir vel ljósar. Alveg eins og kennari þarf að geta tekið því að nemendur kjósi að baka Borg á Mýrum og bjóða öllum upp á að éta hana, í stað þess að flytja fyrirlestur um Borg eða skrifa ritgerð um Borg, tekur góður geðlæknir tillit til umhverfis og væntinga síns sjúklings og styður hann í því sem hann vill gera til síns bata.  Eftir margra daga bakstur, mælingar og útreikninga og kökumódelsmíð með glassúr má ætla að nemendur gjörþekki umhverfið á Borg á Mýrum, líklega betur en hefðu þeir búið til Power Point glærusýningu og flutt fyrirlestur um efnið. Eftir vandlegar og ítarlegar pillutilraunir árum saman og raflostmeðferðir má ætla að þunglyndissjúklingur þekki orðið nokkuð vel hvað virkar, öllu heldur hvað virkar ekki, við sínum sjúkdómi.

Í praxís taka góðir geðlæknar væntanlega jafnlítið mark á DSM/ICD og þunglyndislyfjaáróðri og góðir íslenskukennarar taka lítið mark á vaðli um grunnþætti, lykilhæfnisvið og innantómu markmiðskjaftæði í námskrá.

  

Svona aukalega sting ég því inní þessa færslu að lokum að sem ég var að lesa eigið blogg árið 2006 komst ég að því að síðsumars það ár hef ég hnakkrifist við Helga nokkurn Ingólfsson og ekki vandað honum kveðjurnar (sem var að vísu gagnkvæmt). Ásteitingarsteinninn var fyrirhuguð stytting náms til  stúdentsprófs … Það er svo sem ekkert allt jafn sorglegt í lestrinum um lífið mitt sem hvarf í blakkátið/tómið mikla 😉