Bera YngvarsdóttirFaðir Beru hét Yngvar og var voldugur og auðugur höfðingi í Fjörðum (Firðafylki). Bera var einbirni og því heppilegur kvenkostur því hún var einkaerfingi Yngvars. Bera giftist Skalla-Grími þegar hann var 25 ára gamall. Þremur árum síðar fylgdi Bera manni sínum til Íslands og settist að á Borg á Mýrum. Fljótlega eftir það flutti Yngvar, pabbi hennar, einnig til Íslands og settist að á Álftanesi á Mýrum.Þau Skalla-Grímur eignuðust mörg börn sem dóu eða voru andvana fædd. Loks eignuðust þau son sem lifði; það var Þórólfur sem fæddist árið 900. Tvær dætur áttu þau Skalla-Grímur og loks kom örverpið Egill, fæddur árið 910 (en þá hefur Skalla-Grímur verið að nálgast fimmtugsaldurinn!)