Þórdís ÞórólfsdóttirÞórdís fæddist árið 936, í Noregi. Hún var dóttir þeirra Ásgerðar Bjarnardóttur og Þórólfs Skalla-Grímssonar. Þórdís ólst upp hjá móður sinni, á heimili Arinbjarnar Þórissonar, frænda síns, til þriggja ára aldurs, því faðir hennar var langdvölum fjarri og féll í orustu þegar Þórdís var eins árs.
Árið 939 giftist Ásgerður, móðir Þórdísar, Agli Skalla-Grímssyni og þær mæðgurnar fluttu til Íslands. Eftir það ólst Þórdís upp að Borg á Mýrum.
Þegar Þórdís var tvítug giftist hún Grími Svertingssyni og flutti til hans, að Mosfelli (í Mosfellssveit). Hún bjó þar alla tíð síðan.
Egill, fósturfaðir hennar, hélt mikið upp á hana og flutti til hennar þegar hann missti Ásgerði, árið 974. Þórdís annaðist Egil allt til æviloka, en hann dó árið 990 og var þá farinn að kröftum, blindur og hálf ósjálfbjarga. Egill var heygður að Tjaldanesi í Mosfellsbæ en Þórdís lét flytja lík hans og jarða í kirkjugarði að Hrísbrú eftir að hún tók kristna trú.