Vorið eftir, eða 937, fóru þeir Þórólfur og Egill aftur í víking. Enn héldu þeir í Austurveg en þaðan til Fríslands og dvöldu þar mjög lengi um sumarið (49. kafli). Á bakaleiðinni réðst Egill á skip Eyvindar skreyju við Jótlandsströnd. Þeir bræður afréðu að forðast Noreg og gerðust þess í stað málaliðar í her Aðalsteins Englandsskonungs, um haustið.
Myndin er eftir Guðmund Guðmundsson, Borgarnesi, og er birt með leyfi höfundar.
Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir