Egill
fer með Arinbirni, vini sínum, í víking árið
956, þá 46 ára gamall. Þeir lögðu
upp á þremur langskipum með „þrjú hundruð
manna“, sem hugsanlega þýðir 360 manna her (3 x 120).
Um sumarið herjuðu þeir á Saxlandi
og „fengu sér fé“ en þegar haustaði héldu
þeir norður og réðust á Frísland.
Þar sló í harðan bardaga en víkingar höfðu
mikið herfang af Fríslandi. Urðu þeir fengsælir
í þessari víkingaferð en svo skildu leiðir,
Arinbjörn hélt til Danmerkur og Egill til Noregs. Þeir
vinirnir sáust aldrei framar. (71. kafli)
Uppfært í
apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir