Hvað er Pagets sjúkdómur?
Pagetssjúkdómur er þrálátur beinsjúkdómur sem veldur því að eðlileg endurnýjun beina líkamans fer úr skorðum. Beinin verða þykkari/stærri en eðlilegt getur talist og þau afmyndast. Beinin verða fyrst brothætt en síðan mjög hörð eftir því sem sjúkdómurinn þróast. Yfirborð þeirra getur orðið hrufótt eða gárótt. Pagetssjúkdómur er fremur sjaldgæfur. Hans verður ekki vart fyrr en eftir fertugt en leggst á konur jafnt sem karla. Orsakir hans eru ókunnar en hugsanlega er um að ræða veirusýkingu. Ljóst er að sjúkdómurinn gengur í erfðir. Sjúkdómurinn er kenndur við Sir James Paget sem fyrstur lýsti honum í grein árið 1874. Heimildir:
|
Bein Egils
„En undir altarisstaðnum þá fundust mannabein. Þau voru miklu stærri en annarra manna bein. Þykjast menn það vita af sögn gamalla manna að mundu verið hafa bein Egils. Þar var þá Skafti prestur Þórarinsson, vitur maður. Hann tók upp hausinn Egils og setti á kirkjugarðinn. Var hausinn undarlega mikill en hitt þótti þó meir frá líkindum hve þungur var. Hausinn var allur báróttur utan svo sem hörpuskel. Þá vildi Skafti forvitnast um þykkleik haussins. Tók hann þá handexi vel mikla og reiddi annarri hendi sem harðast og laust hamrinum á hausinn og vildi brjóta en þar sem á kom hvítnaði fyrir en ekki dalaði né sprakk, og má af slíku marka að haus sá mundi ekki auðskaddur fyrir höggum smámennis meðan svörður og hold fylgdi.“ [89. kafli]
|
Sjúkdómseinkenni Pagets sjúkdóms
Sársauki í þeim beinum sem sjúkdómurinn hefur lagst á. Algengast er að menn finni fyrir verkjum við liðamót. Aflögun beina við liðamót getur líka valdið gigt. Óeðlileg þykknun beina getur valdið taugaklemmu
og þrýstingi á taugar, einkum á heilann og efri
hluta hryggsins. Sjúklingar geta átt erfitt með gang,
riða og þeir geta dottið aftur fyrir sig.
Aukin höfuðstærð, bognir
útlimir og hryggur eru einkenni sjúkdómsins á
háu stigi.
Höfuðverkur og heyrnarskerðing
eru fylgifiskar þegar sjúkdómurinn leggst á
höfuðkúpuna. Sömuleiðis getur þrýstingur
á sjóntaugina valdið blindu. En breytingar á
yfirborði hauskúpunnar hafa sjaldnast áhrif á
heilann sjálfan.
Heimildir:
|
Einkenni Egils
„Það var einn dag að Egill gekk úti með vegg
og drap fæti og féll. Konur nokkrar sáu það
og hlógu að og mæltu: "Farinn eru nú Egill
með öllu er þú fellur einn saman.“ ... Þá
kvað Egill:
„Í fyrsta vísuorðinu [línunni] felst: „Ég riða með hálsinum.“ ... Því vísar þetta vísuorð til háls sem bognar undan þunga höfuðs sem riðar fram og aftur.“(Byock, Jesse L. 1994:92) [apríl 2010 Um „bergis fótar
borr“ sjá t.d. http://jmedicalcasereports.com/content/2/1/234
„Egill var mikilleitur, ennibreiður, brúnamikill, nefið ekki langt, en ákaflega digurt, granstæðið vítt og langt, hakan breið furðulega og svo allt um kjálkana, hálsdigur og herðimikill, svo að það bar frá því sem aðrir menn voru, harðleitur og grimmlegur þá er hann var reiður. Hann var vel í vexti og hverjum manni hærri, úlfgrátt hárið og þykkt og varð snemma sköllóttur. En er hann sat, sem fyrr var ritað, þá hleypti hann annarri brúninni ofan á kinnina en annarri upp í hárrætur. Egill var svarteygur og skolbrúnn. Ekki vildi hann drekka þó að honum væri borið en ýmsum hleypti hann brúnunum ofan eða upp.“ (55. kafli) „Aflagandi beinbólga er sennileg skýring á
andlitslýtum Egils og hauskúpu sem er eins og „hjalma klettr“.
Aflögun og hörðnun höfuðkúpunnar, breytingar
sem einkenna Pagetssjúkdóm, geta leitt til ljónskúpu
(leontiasis ossea), aflögunar andlitsbeina sem gerir útlit
viðkomandi ljónslegt. Og lýsingin á andliti
Egils kemur heim við þetta vegna þess að afleiðing
sjúkdómsins er sú að „andlitsbeinin þykkna
verulega“.“ (Byock, Jesse L. 1994:89)
„Egill Skalla-Grímsson varð maður gamall en í elli hans gerðist hann þungfær og glapnaði honum bæði heyrn og sýn. Hann gerðist og fótstirður.“ (88. kafli) „Egill varð með öllu sjónlaus. Það var einhvern dag er veður var kalt um veturinn að Egill fót til elds að verma sig. Matseljan ræddi um að það var undur mikið, slíkur maður sem Egill hafði verið, að hann skyldi liggja fyrir fótum þeim svo að þær mættu eigi vinna verk sín. ... Egill stóð upp og gekk til rúms síns og kvað: Hvarfa eg blindr of branda,
Byock telur að síðari hluti vísunnar vísi
annað hvort til blindu Egils eða þess að hann hafi verk
í grennd við augun, þ.e.a.s. höfuðverk.
„Höfuðverkur Egils og kuldatilfinning [sbr. 60. vísu: „Eigum
ekkjur/ allkaldar tvær/ en þær konur/ þurfa blossa“]
eru í samræmi við önnur einkenni. Þeir
sem þjást af Pagetssjúkdómi fá stundum
höfuðverk sem orsakast af því að stækkaður
hryggjarliður þrýstir á mænuna. ... Kuldahrollurinn
í Agli er í samræmi við meðfylgjandi blóðarásarvandamál,
oft í fótum, sem fylgja slíkum sjúkdómi.“
(Byock, Jesse L. 1994:92- 93)
|
Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir