Til syðri hluta skerjagarðsins utan við Gautaborg teljast nokkrar eyjar. Áður fyrr virðast allar þessar eyjar hafa verið kallaðar Brännöarna en næstnyrsta eyjan heitir einmitt Brännö (merkt B á kortinu). Næst henni er Asperö en fyrir sunnan þær Köpstadsö (í dag er þetta merkilegt nokk eina eyjan þar sem ekki er verslun), Vargö, Källö, Knarrholmen, Styrsö, Donsö og Vrångö.Frá Gautaborg til Brännö er um 10 mínútna sigling með áætlunarbát. Á Brännö er að finna opið svæði, sem kallað er Gärdet. Sagnir herma að þar hafi forðum verið haldnir stórir markaðir og einmitt þar hafi Höskuldur Dala-Kollsson keypt Melkorku, einhvern tíma á 10. öld! (Sbr. Laxdælu.)
Sjá nánar upplýsingasíðu um Brännö (á sænsku)
Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir