Svo skemmtilega vill til að fornleifafræðingar í Svíþjóð hafa grafið upp höfðingjahús á Hallandi. Í gögnum um húsakynni þessi, á vefnum, segir: „fornnorrænar bókmenntir segja frá veislum og mikilvægum fundum í salnum („hallen“)“. Gætu þessar fornnorrænu bókmenntir kannski verið Egils saga? Reyndar eru rústirnar sem verið er að rannsaka núna taldar frá því um 1100, svo tæplega er þetta sama húsið og hin fagra jarlsdóttir bjó í, á tímum Egils. En eigi að síður getur verið skemmtilegt að skoða síðurnar um uppgröftinn í Varla, á Hallandi.Heimildir: VARLA Vikingatid och tidigmedeltid i norra Halland (aðalsíðan)
VARLA Hall från senvikingatid - tidig medeltid (um salinn)