Gunnhildur

Gunnhildur Össurardóttir var allra kvenna vænst, vitur og fjölkunnug (göldrótt). Gunnhildur var gift Eiríki Haraldssyni, konungi. Hún fékk engu að ráða um eiginmann en var einkar heppin með maka. Þórólfur Skalla-Grímsson og Eiríkur voru góðir kunningjar og fór einkar vel á með þeim Þórólfi og Gunnhildi. Agli og Gunnhildi samdi þó ekki, enda var hann eins ólíkur bróður sínum og hægt var. Egill fór mjög í taugarnar á Gunnhildi og gerði hún ýmislegt til að koma honum fyrir kattarnef. Þegar hún og Eiríkur fluttu til Englands lagði hún álög á Egil; Hann gæti ekki fundið neinn frið fyrr en hann kæmi á fund hennar. Þannig fór að Egill lenti í klóm hennar og Eiríks og átti að hálshöggva hann en hann losnaði undan því og reiddist Gunnhildur mjög úrskurði manns síns. En hún fékk engu um það ráðið og lét Egil vera eftir það.

Gunnhildur drottning var mjög áhrifarík og ákveðin kona. Hún var mjög heppin með maka og gat notfært sér það á ýmsan hátt.





Laxdæla Snorra Edda Snorri Sturluson