Æviágrip Egils

Egill Skalla-Grímsson er sonur Skalla-Gríms Kveldúlfssonar og Beru Yngvarsdóttur Talið er að þau hafi eignast fjögur börn, Egil, Þórólf og tvær dætur sem eru á milli þeirra í aldursröðinni. Þórólfur fæðist árið 900 og Egill 10 árum síðar. Auk þess átti Egill eina fóstursystur, Ásgerði.

Á fyrstu uppvaxtarárum Egils kemur það strax í ljós að honum muni svipa mikið til föður síns, þ.e. verða mjög ljótur, svartur á hár, dökkur yfirlitum en mjög öflugur að vígi og geysilega sterkur. En annað var með bróður hans sem var mjög myndarlegur og mikill "glansgæi" og allstaðar velkominn. Snemma kemur upp öfund Egils í garð Þórólfs.

Þegar Egill er 17 ára fer hann í sína fyrstu utanferð með Þórólfi, bróður sínum, eftir þónokkrar erjur við bróður sinn og föður. Egill og Þórólfur verða mjög nánir á ferðalögum sínum og tekst með þeim mikill bróðurkærleikur. Það verður honum því mikill missir þegar Þórólfur deyr í orustu Aðalsteins konungs við smákonunga á Bretlandi.

Æska Egils

Samkomulag Egils og annarra

Skáldið Egill

Þættir í fari Egils

Víkingurinn Egill

Egill og Arinbjörn

Egill á efri árum




Laxdæla Snorra Edda Snorri Sturluson