Á fullorðinsárum var Ásgerður mjög falleg, vitur og vel að sér.
Þegar Ásgerður var þriggja ára fluttu foreldrar hennar, Björn hersir Brynjólfsson og Þóra hlaðhönd Hróaldsdóttir, til Noregs. Ásgerður bjó á Borg til 17 ára aldurs en þá fór hún ásamt Þórólfi og Agli til Noregs að hitta foreldra sína. Þar bað Þórólfur hennar og þau giftust. Þórólfur dó tveimur árum síðar og giftust Ásgerður og Egill svo tveimur árum eftir lát Þórólfs. Síðan fóru þau til Íslands. Þá höfðu þau verið 12 ár í útlöndum.
Björn sigldi með Þóru til Íslands. Þar settust þau að hjá Skalla-Grími á Borg og árið 910 fæddist Ásgerður.
Nokkrum árum síðar fór Þórólfur með Birni og Þóru til Noregs og tókust sættir með þeim Birni og bróður Þóru. Eftir að sættist tókust var hjónaband þeirra talið löglegt. Ásgerður kom svo til þeirra 12 árum síðar. Aldrei var samt gengið almennilega frá rétti Ásgerðar til arfs eftir foreldra sína.