Skalla-Grímur

Skallagrímur Kveldúlfsson var norskur landnámsmađur sem kom til Íslands nokkru fyrir aldamótin 900.

Skallagrímur fćddist áriđ 863 og ólst upp á bć föđur síns, Kveldúlfs, og Salbjargar, konu hans, í Firđafylki í Noregi. Átti Skallagrímur einn bróđur, Ţórólf, sem er talinn vera 5 árum eldri.

Skallagrímur var ljótur mađur, dökkur á brún og brá, berserkur mikill og skáld. Eiginlega hét hann bara Grímur en ţegar hann var hálfţrítugur ađ aldri var hann orđinn nauđasköllóttur og fékk ţví viđurnefni sitt. Undir nafninu Skalla-Grímur ţekkjum viđ hann flest. Skallagrímur var forvitri og vissi ţví fyrir um ýmsa atburđi.

Skallagrímur bjó í Noregi til um 30 ára aldurs en flúđi ţá til Íslands ásamt föđur sínum. Ţeir flúđu Noreg af ţví ađ ţeir höfđu drepiđ menn konungs til ađ hefna dauđa Ţórólfs. Skallagrímur og kona hans, Bera Yngvarsdóttir (sem hann kvćntist í Noregi), settust ađ á Borg á Mýrum áriđ 891. En ţar rak kistu Kveldúlfs ađ landi. Kveldúlfur hafđi látist á leiđinni og kistu hans var varpađ útbyrđis. Áđur en hann dó ţá mćlti hann svo fyrir ađ Skallagrímur skyldi setjast ađ ţar sem kistuna myndi reka ađ landi.

Ţau eignuđust synina Ţórólf (f. 900) og Egil (f. 910) en á milli ţeirra eru dćturnar Sćunn og Ţórunn.

Skallagrímur var iđjumađur mikill og kom sér upp stóru búi ađ Borg og hafđi ţar jafnan margt manna. Hann var járnsmiđur mikill og skipasmiđur og lét hann menn sína róa út og fara í eggver.


Mynd af Skalla-Grími

Önnur mynd af Skalla-Grími





Laxdćla Snorra Edda Snorri Sturluson