Haraldur hárfagri var að leggja undir sig Noreg og vildi fá þá feðga til liðs við sig en Kveld-Úlfur vildi það ekki af því hann fann það á sér að eitthvað slæmt myndi henda þá. Haraldur varð konungur yfir Noregi og Þórólfur gerðist hirðmaður hans því honum fannst það mikil virðingarstaða. Það kynntist hann Bárði og tókst með þeim mikill vinskapur. Eftir frækna orustu lá Bárður á dánarbeðinu og kallaði til sín konung og bað hann að leyfa sér að ráðstafa eigum sínum sjálfur. Bárður arfleiddi Þórólf að eigum sínum og þar með talinni konu sinni, Sigríði.
Þórólfur flutti að Torgum með Sigríði og gerðist skattheimtumaður konungs. Stuttu síðar deyr faðir Sigríðar og arfleiðir hann tengdason sinn að búi sínu, Sandnesi. Nú er Þórólfur orðinn mjög ríkur og virtur í sinni sveit.
Nú víkur sögunni að Hildiríðarsonum sem áttu að hluta til rétt á arfi eftir Björgólf, föður sinn, afa Bárðar, en hvorki Brynjólfur né Bárður höfðu veitt þeim hlutdeild í arfinum. Nú er Þórólfur sestur að á Torgum og voru Hildiríðarsynir ekki ánægðir með það. Hildiríðarsynir báru ýmsar lygar upp á Þórólf við konung, m.a. að Þórólfur ætlaði að steypa konungi af stóli. Í fyrstu trúði konungur þessu ekki en honum snérist hugur síðar af því atferli Þórólfs bar þess merki að hann hefði í hyggju að ná völdum í Noregi. Konungur bauð Þórólfi að gerast merkisberi sinn til þess að forðast valdatöku hans en Þórólfur mátti ekki vera að því, hann þurfti að sjá um bú sitt.
Konungur fól Hildiríðarsonum skattheimtu í Finnmörk og fær þeim Torgar til þess að búa á og þá flytur Þórólfur í Sandnes. Þrátt fyrir þetta er Þórólfur enn mikill maður. Hildiríðarsynir gátu aðeins innheimt brot af því sem Þórólfur var vanur að innheimta og sögðu þeir konungi að Þórólfur hefði verið búinn að fara og ræna öllu í Finnmörku áður en þeir gátu innheimt skattinn og sögðu að hann gæti séð þetta sjálfur af því nú væri skip Þórólfs að koma frá Englandi eftir að Þórólfur hefði látið eyða peningum konungs þar. Lætur konungur þá ræna skipi Þórólfs. Seinna, þegar Þórólfur er í víkingaferð, kemur hann auga á skip konungs og rænir því til að hefna sín.
Konungur heldur að bæ Þórólfs, umkringir hann og býður Þórólfi að gefast upp, en það vill Þórólfur ekki. Hann vill heldur berjast og gera þeir það. Konungur veitir honum banasár og segir Þórólfur þá: "Nú gekk ég þremur fótum til skammt" og fellur síðan á grúfu við fætur konungs.