Hildiríðarsynir

Björgólfur hét maður einn. Hann var orðinn aldraður og einmana því kona hans var látin. Hann bregður því á það ráð að finna sér nýja konu. Hún hét Hildiríður og með henni eignast hann Hárek og Hrærek. Björgólfur kvæntist henni án þess að trúlofast fyrst, en það kallast lausabrullaup og er ekki fullkomlega löglegt. Fljótlega eftir fæðingu Hildiríðarsona, eins og þeir Hárekur og Hrærekur voru oftast kallaðir, deyr Björgólfur. Brynjólfur, sonur hans úr fyrra hjónabandi, tekur við búinu. Hann vill ekkert með Hildiríði og syni hennar hafa að gera, rekur þau í burtu og neitar þeim um arf.

Eftir daga Brynjólfs tekur sonur hans Bárður við búi og neitar hann þeim líka um arf. Báður lætur lífið af sárum sem hann hlaut og arfleiðir Þórólf Kveldúlfsson að öllum sínum eignum. Hildiríðarsonum líkar það illa og fara þeir til Þórólfs og sækjast eftir sínum hlut. En fá ekkert.

Þá taka þeir upp á því að koma óorði á Þórólf, reyna að fá konunginn til að vantreysta honum og jafnvel að drepa hann. Þetta gerðu þeir í þeim tilgangi einum að komast yfir þær eignir sem Þórólfur erfði eftir Bárð því þeir töldu að eignirnar tilheyrðu þeim með réttu.

Ég tel það ekki vera rétt hjá þeim að ofsækja Þórólf svona því hann hafði ekkert gert þeim. Ef Hildiríðarsynir hefðu ætlað sér að ná sínum hlut þá hefðu þeir átt að ofsækja Brynjólf eða Bárð því það voru þeir sem voru skyldir þeim, Þórólfur kom þessu ekkert við. Eins tel ég ásakanir þeirra á hendur Þórólfi lýsa því hve þeir voru valdagráðugir. Þeir erfðu góða jörð eftir móðurafa sinn og nægt fé en það var ekki nóg - þeir vildu meira.

Öll þessi græðgi kom þeim seinna í gröfina því þeir voru drepnir af frænda Þórólfs í hefndarskyni eftir dauða Þórólfs.





Laxdæla Snorra Edda Snorri Sturluson