Hildiríður var dóttir Högna sem bjó í Leku. Eitt sinn þegar gildi var haldi hjá Högna kom þar maður að nafni Björgólfur en hann var hinn merkasti maður og göfugur. Hann og Hildiríður töluðu saman þar um kvöldið og leist Björgólfi mjög vel á hana. Seinna kom Björgólfur til Leku og bað um hönd Hildiríðar. Högni átti engra kosta völ en að gefa honum hana. Björgólfur fór með hana heim og var haldið lausabrullaup. Hildiríður átti tvo syni með Björgólfi og þegar hann lést fékk hvorki hún né synir hennar þann arf er þau höfðu rétt á. Sonur Björgólfs úr fyrra hjónabandi sendi Hildiríði og syni hennar á brott og sagði að hún gæti ekki sannað brúðkaup sitt og Björgólfs og væri bara ambátt því hún var numin á brott.