Seinna sættust Björn og Þórir og þá var staðfest að hjónabandið væri löglegt en ekki var ákveðið hvort börn þeirra myndu eiga rétt á arfi eftir föður sinn. Þau eignuðust eina dóttur er Ásgerður hét. Ásgerður var jafngömul Agli og ólust þau upp saman. Egill giftist Ásgerði. Faðir Ásgerðar kvæntist aftur eftir dauða móður hennar og eignaðist aðra dóttur, er Gunnhildur hét og var hún hálfsystir Ásgerðar. Þegar faðir Ásgerðar deyr erfir Gunnhildur allar eigur hans. Egill er ekki ánægður með þetta og telur Ásgerði eiga rétt á arfi eftir föður sinn.
Egill fer til Noregs til þess að semja við Berg-Önund, mann Gunnhildar, um arfinn. Berg-Önundur sagði að Ásgerður ætti ekki rétt á arfi því hún væri bara ambáttardóttir. Egill er ekki ánægður með þetta og stefnir Berg-Önundi til Gulaþings. Það var aldrei dæmt í málinu vegna upplausnar sem varð á þinginu. Seinna drepur Egill Berg-Önund og bróður hans Hadd og lendir arfurinn þá í höndum bróður þeirra, Atla hins skamma.
Egill fer og talar við Atla og vill fá arf Ásgerðar en Atli vildi ekki láta hann fá arfinn. Egill stefnir þá Atla til Gulaþings. Þegar á Gulaþing er komið skorar Egill Atla á hólm. Atli hafði lagt álög á sverð Egils (deyft eggjarnar) og þess vegna bítur það ekki. Egill gefst upp á að nota sverðið, stekkur á Atla og bítur hann á barkann og lætur hann þá lífið. Þar með heimti hann arfinn sem hann taldi Ásgerði eiga rétt á.