Þegar Egill var 7 vetra samdi hann annað kvæði sem er mun einfaldara en það sem hann samdi þegar hann var þriggja vetra.
Egill orti til að tjá tilfinningar sínar, koma sér í stuð áður en hann fór í bardaga, til að monta sig og við mörg önnur tæækifæri.
Í Eglu yrkir Egill þrjú löng kvæði við ólíkar aðstæður. Þar ber að nefna Höfuðlausn, sem hann orti til að biðja Eirík Noregskonung um að gefa sér líf. Í Höfuðlausn er Egill að tala um hve Eiríkur konungur sé góður og æðislegur.
Annað langa kvæðið sem Egill yrkir heitir Sonatorrek. Það kvæði er helsta kvæði Egils og orti hann það vegna dauða sona sinna sem hétu Böðvar og Gunnar. Í Sontorreki lýsir Egill sinni miklu sorg og reiði sinni í garð Óðins fyrir að hafa tekið syni hans. Í seinni hluta kvæðisins byrjar Egill samt að draga úr ásökunum og þakkar eiginlega Óðni fyrir skáldskaparhæfileikana sem Egill hafði. Í þessu ljóði lýsir Egill miklum tilfinningum og sorg.
Þriðja langa kvæðið sem Egill orti heitir Arinbjarnarkviða og er um vin Egils sem hét Arinbjörn. Þetta kvæði orti Egill þegar hann frétti að Arinbjörn væri farinn aftur til Noregs vegna þess að fóstursonur hans var búinn að taka við konungdæmi þar.
Eru þetta þrjú lengstu kvæðin sem Egill orti. Hann samdi líka ótrúlegan fjölda af vísum við ýmsar aðstæður og mun enginn koma í stað Egils sem skáld.