Þorgerður Egilsdóttir; Það mikilvægasta sem hún gerir í sögunni er að bjarga föður sínum frá því að svelta sig í hel eftir að Böðvar, bróðir hennar, drukknaði. Agli þótti mjög vænt um Böðvar og varð þunglyndur eftir dauða hans. Hann vildi ekki lifa án hans. Þorgerður fékk hann til að opna sig með því að fá hann til að yrkja kvæði um sorg sína, Sonatorrek. Hún fékk hann til að opna sig og það hjálpaði honum mjög mikið, sbr. hvað hjálparhópar gera í dag. Þorgerður kunni að rista rúnir og það sýnir að
konur voru líka menntaðar. Kannski voru það bara þessar ríku og stórættuðu sem voru menntaðar, það kemur ekki fram. Allavega skipti þetta miklu máli fyrir sagnfræðinga (og konur) að vita að þær fengu að læra eitthvað á þessum tímum og voru ekki alveg útilokaðar frá heimi karlmannanna.