Þættir í fari Egils

Allt frá bernsku var Egill mikill ofsamaður. Hann vildi ekki láta segja sér fyrir verkum eins og kemur mjög vel fram þegar Skalla-Grímur, faðir Egils, drap ambáttina Brák, sem var í uppáhaldi hjá Agli. Egill tók þessu afar illa og gekk svo langt að drepa besta vin föður síns, sem jafnframt var húskarl hans.

Snemma koma skáldeiginleikar Egils í ljós og ljóðin og braghendingar hans voru eitt helsta tæki hans til tjáningar. Hvor Egill hafi verið tilfinningaskertur eða ekki verður seint eða aldrei vitað. Vísir að tilfinningum í garð kvenna kom ekki í ljós fyrr en Egill var kominn á þrítugsaldurinn. Þá giftist Þórólfur, bróðir Egils, Ásgerði, sem Egill hafði þekkt í fjölda ára og var mjög hrifinn af.

Egill var berserkur sem þýðir að hann komst í trylltan bardagaham þegar mest á reyndi. Þessi karlmannlegi eiginleiki Egils fylgir honum allt til dauðadags og er hann einmitt einna frægastur fyrir líkamlegt atgervi sitt, sem og bragsnilli sína.

Sem gott dæmi um hversu mikill víkingur hann var er að hann taldi víkingaferð ekki vel heppnaða nema hann næði í fúlgu fjár og dræpi sem flesta.

Það einkennir persónu Egils alla hans ævi hversu fégráðugur og lítt gjafmildur hann er. Hann reynir ávallt af fremsta megni að krækja í þá aura sem hann mögulega getur náð í, hvort sem hann eignast þá á heiðarlegan hátt eða með drápum og svikum.




Laxdæla Snorra Edda Snorri Sturluson