Arinbjörn er nokkuð eldri en Egill en þeir verða mjög fljótt góðir vinir. Segja má að Arinbjörn hafi oftar en ekki hjálpað Agli út úr ýmsum vandræðum, sem hann var gjarn á að koma sér í, og þannig oft bjargað lífi hans.
Eitt sinn þegar Egill var á leiðinni til Englands, strandar hann óvart við Norðimbraland, þar sem Eiríkur konungur og Gunnhildur höfðu nýlega sest að. Egill er ekki í miklu uppáhaldi hjá þeim hjónum en Eiríkur vill láta lífláta Egil undir eins. Á þessum tíma var Arinbjörn háttsettur maður hjá Eiríki konungi en samt sem áður leggur hann Agli lið og reynir að fá konung til að hlífa honum. Konungur leyfir Agli að lifa til morguns, en um nóttina lætur Arinbjörn Egil yrkja lofkvæði um Eirík konung. Það kvæði flytur Egill fyrir konung og það verður til þes að Eiríkur lætur Egil lausan.
Þetta er aðeins eitt dæmi um það hveru góður vinur Arinbjörn reynist Agli á slíkum stundum, en þó án þes að vilja fá eitthvað í staðinn.
Egill og Arinbjörn eru mjög ólíkar persónur og því nánast ómögulegt að skilja hvers vegna þeir verða svona góðir vinir. Egill er sá sem græðir á þessum vinskap en Arinbjörn lendir mjög oft í vandræðum út af Agli. Kannski vill Arinbjörn heldur vera vinur Egils en óvinur og vill þannig allt gera til að halda Agli góðum.