Samkomulag Egils við aðra

Egill var strax á unga aldri klaufskur í samskiptum við annað fólk sökum þess hve skapbráður hann var og ofbeldisfullur og hikaði hann ekki við að drepa þá sem honum líkaði ekki við. Af þessum sökum átti Egill fáa vini, í rauninni aðeins tvo sem hægt væri að kalla góða vini. Annan þeirra drap reyndar Skallagrímur, pabbi Egils snemma í sögunni, en hinn, sem heitir Arinbjörn, var vinur hans alla söguna.

Samkomulag Egils við foreldra og systkini var líka óvenjulegt. Móðir Egils hældi honum fyrir allt. Það var alveg sama hvern hann drap og hvað hann gerði; Hún sagði að það væri gott hjá honum og hann yrði góður víkingur.

Faðir Egils var ekki á sama máli og reyndi að ala hann upp en þá fór Egill bara í fýlu og talaði ekki við hann í eitt ár.

Þórólfur, bróðir hans, og Egill voru ágætis vinir en þó held ég að Þórólfur hafi verið hálf hræddur við Egil því hann gerði allt sem Egill vildi og mótmælti honum aldrei.

Samkomulagi Egils við kvenpersónur aðrar en skyldmenni er ekki mikið lýst. Tel ég það stafa af því að Egill hafi ekki verið beint þessi "mjúki", huggulegi maður sem konur voru æstar í. Reyndar er einu sinni sagt frá veislu þar sem Egill var eitthvað að huga að hinu kyninu og gengu þau samskipti ágætlega.




Laxdæla Snorra Edda Snorri Sturluson