Kjartan

Kjartan var sonur Ólafs pá og konu hans, Þorgerðar Egilsdóttur. Hann átti nokkur systkini. Þeirra helst voru: Þuríður, Halldór, Steinþór og svo uppeldisbróðir hans, Bolli Þorleiksson, bróðursonur Ólafs pá. Kjartan kvæntist Hrefnu Ásgeirsdóttur og áttu þau saman soninn Ásgeir.

Kjartan var allra manna fríðastur. Hann var mjög fagur í andliti og hafði mikið ljóst hár. Var hann mikill maður og sterkur. Kjartan var allra manna best vígur.

Þegar líða tók á söguna hófust mikil illindi milli Kjartans og Bolla, uppeldisbróður hans, aðallega þó af Kjartans hálfu. Illindi þessi leiða til vígs Kjartans og, seinna, annarra söguhetja.

Kjartan var mjög ráðríkur og mikill öfgamaður um marga hluti. Sjálfsálitið var í hámarki og hann hugsaði aldrei um aðra en sjálfan sig. Segja má að hann hafi "dáið úr stolti". Kjartan var líka mjög hefnigjarn og sést það einna best á því þegar hann keypti jörðina Tungu, af Þórarni, svo Bolli og Guðrún gætu ekki eignast hana.


Egils Saga Snorra Edda Snorri Sturluson