Í Völuspá er það, eins og nafnið gefur
til kynna, völva sem talar, þ.e.a.s. það er hún
sem er að spá. Sá sem hún er að tala við
eða spá fyrir er Óðinn.
Spennu byggir hún upp þannig að hún fer fyrst yfir
forsöguna og fer alltaf nær og nær nútímanum
í frásögn sinni. Síðan lýsir hún
því hvað sér að fara að gerast eða
sé jafnvel að gerast nú. Einnig beitir hún endurtekningum
til að byggja upp spennu, hún endurtekur bæði einstöku
setningar og heilu vísurnar. Kvæðið er um sögu
heimsins frá upphafi heims til heimsendis og eftir heimsendi.
Mín skoðun á Völuspá er sú að
hún sé ekkert sérstaklega skemmtileg og höfðar
hún ekki mikið til mín.