Óðinn og völvan eru að tala
saman. Spennan byggist mikið á því að völvan
er alltaf að tala eins og hún sé að ýkja þetta
mjög mikið. Hún talar um hvernig allt hrynur undan fótum
íbúa jarðarinnar út af þeirra mistökum.
Kvæðið byggist á því að völvan
er að segja hvað muni gerast er heimsendir
kemur, hvernig allt hrynur, brennur og skelfur undan öllum en endurnýjast
síðan allt í lokin og allt verður fallegt á
ný. Hún kennir mjög mikið öllum um en það
mætti halda að hún stæði fyrir þessu öllu
því að ótrúlegt má finnast hvernig
hún veit allt og það svona nákvæmlega um
allt og alla. Þetta mætti vera aðeins minna ýkt
og mér finnst að það sé svo ótrúlegt
hvernig þetta kvæði er. En það skrýtnasta
við þetta kvæði er þegar heimsendi er lokið
og allt er ónýtt og dáið: Þá rísa
þarna 3 æsir upp á ný, Höður, Baldur
og Hænir. Þeir höfðu dáið snemma í
kvæðinu. Það kalla ég furðulegt. Stórfurðulegt
kvæði.