Móðir Snorra hét Guðný Böðvarsdóttir og var dóttir Böðvars Þórðarsonar, en hann var kominn af Agli Skallagrímssyni í beinan karllegg. Guðný var mikill skörungur og heimskona. Bræðurnir Snorri, Þórður og Sighvatur eru sagðir hafa fengið gott móðerni því þeir þóttu bera af þeim börnum sem Sturla átti með öðrum konum.
Snorri var fóstraður í Odda á Rangárvöllum frá 3 ára aldri.