Frumbyggjar
Ameríku bjuggu þar fyrstir manna eins og orðið gefur
til kynna. Þeir voru/eru dökkir á hörund og með
svart hár. Þeir héldu sig saman í litlum
þorpum vítt og breitt um Ameríku og voru auðvitað
ekki allir eins í háttum þó svo að útlitið
væri svipað. Þegar talað er um útlitið
er vert að nefna að indjánum vex ekki skegg. Þess
vegna hljóta sumir skrælingjanna sem Þorfinnur karlsefni
hitti að hafa verið eskimóar/inúítar (sbr.
Eiríks
sögu rauða, 12.kafla). [Myndina teiknaði Sævar
Birgir.]
Vitað er til þess að þeir hafi búið
í tjöldum sem auðvelt var að flytja með sér
og svo hins vegar að þeir hafi búið í hellum.
Frumbyggjar Ameríku greftruðu ættingja
sína en ef um merkismann var að ræða eins og t.d.
höfðingja var hann oft settur upp á háan skreyttan
stall til varnar því að rándýr kæmust
að líkinu, en auðvitað voru greftrunarsiðir
misjafnir eftir hópum.