|
|
Hér verður sagt frá tveim af mörgum Íslendingasögum, Grænlendingasögu og Eiríks sögu rauða. Sögurnar snúast báðar um landafundi norrænna manna á Norður-Ameríku. Þessum sögum kemur ekki alveg saman vegna þess að fyrst voru þetta munnmælasögur en komu ekki á skinn fyrr en upp úr 1200. Sögurnar hafa breyst í frásögn því hver og einn hefur sinn hátt á að segja sögur. Höfundar Íslendingasagna eru ókunnir. Báðar þessar sögur fjalla um hetjuskap íslenskra víkinga og þær eru frábrugðnar öðrum Íslendingasögum vegna þess að þær fjalla um landnám Íslendinga í öðrum löndum.
|
English Page - Landnám - Staðhættir - Persónur - Sagnfræði - Hugleiðingar - Aðalsíða