Ağalsíğa

Meira um Grænlendingasögu
Maður að nafni Herjólfur flyst til Grænlands  með Eiríki rauða. Bjarni, sonur Herjólfs, ætlar að hitta föður sinn en villist af leið. Hann sér N-Ameríku, en fer ekki í land. Hann kemst til Grænlands og sest þar að. Hann hittir Leif og Eirík föður hans. Leifur kaupir skipið af Bjarna og hyggst finna þau lönd sem Bjarni sigldi framhjá. Leifur finnur Markland, Helluland og Vínland. Leifur og félagar hans reisa hús á Vínlandi og dvelja þar einn vetur. Vorið eftir, þegar Leifur fer frá Vínlandi, sér hann 15 skipreika menn á skeri og bjargar þeim. Fyrir það er hann kallaður Leifur heppni. [Myndina af skartinu teiknaði Karín Rut.]

Þegar Leifur kemur heim ákveður Þorvaldur, bróðir hans, í samráði við hann, að fara til Vínlands. Hann dvelur í Leifsbúðum og kannar landið. Þorvaldur drap 8 indjána, þeir hefna og Þorvaldur fær ör í brjóstið og deyr. Menn hans halda honum kristilega útför og fara heim til Grænlands. [Myndina teiknaði Sævar Birgir.]

Þorsteinn, sonur Eiríks, kvænist Guðríði Þorbjarnardóttur (konunni sem Leifur bjargaði af skerinu)Þorsteinn og Guðríður leggja af stað til Vínlands, en lenda í slæmu veðri og taka land í Vestribyggð á Grænlandi. Þar fá þau húsaskjól hjá Þorsteini svarta. Þar kemur upp sótt og Þorsteinn Eiríksson deyr.

Maður að nafni Þorfinnur karlsefni kemur til Grænlands og dvelur hjá Leifi í Brattahlíð. Hann kvænist Guðríði Þorbjarnardóttur en hún var ekkja síðan Þorsteinn, fyrri maður hennar, dó úr sótt. Þau reyndu að setjast að á Vínlandi.  Þar fæddist þeim sonur sem þau nefndu Snorra. Samskipti þeirra við indjána gengu ágætlega til að byrja með en svo slær í bardaga. Þorfinni líkar ekki lengur vistin á Vínlandi vegna ofsókna indjána og þau flytja aftur til Grænlands. [Myndina teiknaði Sævar Birgir.]

Austfirskir bræður, Helgi og Finnbogi, koma til Grænlands. Freydís, dóttir Eiríks fer með þeim til Vínlands. Á Vínlandi kemur upp ósætti innan hópsins og Freydís lýgur að bónda sínum að þeir hafi misþyrmt sér. Hann fær þá menn sína til að drepa þá sem voru í liði með Helga og Finnboga. Sjálf drepur Freydís svo fimm konur. Þau halda aftur til Grænlands og Leifur fréttir af þessum atburðum og verður mjög reiður út í Freydísi. 

Þorfinnur karlsefni og Guðríður flytja aftur til Íslands og búa þá á Glaumbæ í Skagafirði. Þegar Þorfinnur deyr fer Guðríður til Rómar og kemur svo aftur til Íslands og gerist nunna og einsetukona.

Meira um Eiríks sögu rauða






 

English Page - Landnám - Staðhættir - Persónur - Sagnfræði - Hugleiðingar - Nemendur - Aðalsíða