Freydís:
Kemur fyrir í Eiríks sögu
rauða og Grænlendingasögu
en síðan ekki fyrr en í byrjun þessarar aldar en
tvær konur fengu nafnið. Í þjóðskrá
nú eru 80 með nafnið Freydís.
Freydís
Eiríksdóttir var dóttir Eiríks
rauða í Bröttuhlíð. Hún var ekki
hjónabandsbarn og því ekki dóttir Þjóðhildar,
konu Eiríks rauða. Hún átti þrjá
bræður: Leif Eiríksson,
seinna þekktur undir nafninu Leifur heppni, Þorvald Eiríksson
og Þorstein Eiríksson. Freydís giftist Þorvarði
og bjuggu þau að Görðum.
Freydís var allmikill kvenskörungur og fégráðug
mjög en Þorvarður var aumingi mikill. Myndin er af þeim
hjónum, Freydísi og Þorvarði. [Myndina teiknaði
Guðrún.]
Nú víkur sögunni að Vínlandsför
Freydísar og bræðranna Helga og Finnboga, þar sem
Freydís framdi hræðilegan verknað, sem varð til
þess að hún og hennar fólk var síðar
meir hrakið frá Grænlandi og illa liðið mjög.
Ódæðisverk Freydísar
Freydís Eiríksdóttir var gift Þorvarði,
eins og áður sagði. Þau bjuggu á Grænlandi.
Eitt sinn komu bræður tveir til Grænlands er báru
nafnið Finnbogi og Helgi. Þeir höfðu ákveðið
að halda til Vínlands
seinna meir. Freydís fór á fund þeirra bræðra
og ákváðu þau að halda saman til Vínlands
og skipta öllu með sér jafnt. Nú lögðu
þau af stað til Vínlands, Freydís og þeir
bræður og föruneyti þeirra. Er þau komu loks
til Vínlands, var byrjað að afferma skipin. En er bræðurnir
Helgi og Finnbogi ætluðu að koma sér fyrir í
húsum Leifs, bróður Freydísar, neitaði Freydís
því með öllu og bannaði þeim bræðrum
að deila með sér húsum bróður síns.
Helgi og Finnbogi urðu úr því að byggja sér
bæ skammt frá bæ Leifs. Upp úr þessu öllu
urðu mikil ósætti milli bæjanna tveggja og nær
engin samskipti þeirra á milli.
Freydís braut loks ísinn og heimsótti
bræðurna, skólaus og allslaus. Er hún kemur í
bæ þeirra bræðra biður hún Finnboga um
skip þeirra bræðra í skiptum við hennar. Finnbogi
játar henni þeirri bón. Eftir samtalið við
Finnboga fer Freydís til búða sinna og vekur bónda
sinn Þorvarð upp og segir honum að þeir bræður
Finnbogi og Helgi hafi misþyrmt sér og hótar honum
því að ef hann standi sig ekki í stykkinu og geri
eitthvað í málinu, þá færi hún
frá honum. Nú, Þorvarður lætur ekki
slá sig út af laginu og fer ásamt föruneyti sínu
að búðum bræðranna. Þar ráðast
þeir inn og binda niður fólkið þar inni og leiða
það út. Svo voru allir karlmenn drepnir með köldu
blóði. Það sem Freydís gerði næst
var eitt svakalegasta morð sögunnar: Eftir voru fimm kvenmenn
sem enginn hafði geð í sér að myrða, nema
Freydís. Hún drap þær allar fimm með exi
og var hreykin af! Eftir að þetta breiddist út var Freydís
og hennar fólk hrakið frá Grænlandi og mjög
illa liðið fyrir vikið. [Myndina af konunum tók
Guðrún Guðmundsdóttir, móðir Kristínar,
á víkingahátíð á Eiríksstöðum
sumarið 2000. Myndin er birt með leyfi Guðrúnar.]