Ađalsíđa

Landafundir og landnám á Vínlandi
Sjá einnig um staðhætti á Vínlandi og kort af siglingarleiðum.

Fyrst er minnst á Vínland í Grænlendingasögu en þar er sagt frá Bjarna Herjólfssyni sem kemur frá Íslandi og ætlar að fara til Grænlands en ber af leið og sér ókunn lönd sunnar en Grænland, uns  til hann kemst til Grænlands og sest þar að. 

Bjarni selur skip sitt Leifi Eiríkssyni sem fer og finnur aftur þau lönd sem Bjarni sá, stígur á land (sem Bjarni þorði ekki) og gefur þeim nöfn. Það fyrsta kallaði hann Helluland, því það var eins og ein hella allt frá fjalli til sjávar,  annað landið kallaði hann Markland vegna þess að það var svo skógi vaxið. Og það þriðja kallaði hann Vínland vegna vínviðar sem Tyrkir suðurmaður, fóstri Leifs, fann þar í einum könnunarleiðangri. Leifur byggði sér hús á Vínlandi og bjó þar í einnn vetur en vorið eftir fór hann aftur til Grænlands. [Myndin er af höggmynd Nínu Sæmundsson sem sýnir Leif standa í stafni.  Höggmyndin er við Eiríksstaði í Haukadal. Sé ýtt á litlu myndina fæst stærri mynd.]

Þorvaldur, bróðir Leifs, fer næst  til Vínlands og dvelur þar í húsum Leifs. En Þorvaldur og menn hans lenda í „útistöðum“ við indjána og drepa átta indjána. Þá ráðast indjánarnir á Þorvald og menn hans og Þorvaldur deyr af völdum örvar sem hann fær í síðuna og fær hann kristilega útför á Vínlandi. 

Næstu landnámsmenn og í raun þau fyrstu sem taka sér fasta búsetu á Vínlandi í lengri tíma en einn vetur, eru þau Þorfinnur karlsefni og Guðríður Þorbjarnardóttir og lið þeirra. Þau búa á Vínlandi í 3 ár í húsum Leifs og eignast þar soninn Snorra. Þau eiga ágætis samskipti við indjánana í fyrstu en svo slær í bardaga og þau fara aftur til Grænlands og þaðan til Íslands.

Næstu landnámsmenn eru Freydís Eiríksdóttir (systir Leifs) ásamt manni sínum og liði.  Þau fara í samfloti við austfirska bræður, þá Helga og Finnboga, og lið þeirra.  En á Vínlandi kemur upp ósætti sem endar með því að Helgi og Finnbogi og allt þeirra lið er drepið af liði Freydísar,  þar á meðal fimm konur sem Freydís sér sjálf um að drepa. Freydís og menn hennar fara svo aftur til Grænlands með fé mikið.

Ekki eru fleiri sagnir af landnámsmönnum á Vínlandi. Og hefur byggð vestrænna manna því lagst þar af.
 
 

English Page - Landnám - Staðhættir - Persónur - Sagnfræði - Hugleiðingar - Nemendur - Aðalsíða