Ağalsíğa

Vínland
Leifur og félagar sigldu í tvo daga áður en þeir fundu þriðja landið.  Þeir fóru í land á eyju rétt við landið, sem þeir fundu.  Eyjan var grasi vaxin og dögg var á grasinu.   Brögðuðu þeir á dögginni og var hún sætari en allt er þeir höfðu áður bragðað.  Héldu þeir síðan til skips síns og sigldu í átt að landi.  Þeir sigldu upp á eina og komu í vatn og þar fóru þeir að landi.  Þeir byggðu sér hús við vatnið og voru þar um veturinn.  Í ánni og vatninu var fullt af stærðarinnar laxi.  Þeim fannst þetta vera góður landkostur og þeir töldu að það þyrfti ekki að fóðra fénaðinn á vetrum því þar kom ekkert frost og grösin rýrnuðu ekkert.  Leifur skipti mönnunum í tvo hópa.  Annar hópurinn byggði skála en hinn kannaði landið. 
Eitt kvöldið þegar allir voru komnir uppgötvuðu þeir að það vantaði einn mann.  Það var vinnumaður Eiríks rauða sem hafði alltaf verið mjög góður við Leif.  Leifur fór með hóp manna að leita að honum.  Þegar þeir voru búnir að leita í smá stund kom maðurinn á móti þeim.  Hann sagðist hafa fundið vínvið. Daginn eftir fóru þeir í könnunarleiðangur og fundu fullt af vínviði.  Eftir að þeir fundu allan vínviðinn nefndu þeir landið Vínland. [Myndina af Tyrki suðurmanni teiknaði Berglind Rós.]

Vínland er eitt af þremur nefndum löndum sem Leifur og Þorvaldur Eiríkssynir könnuðu, ásamt öðrum skipsmönnum, um árið 1000.  Í dag eru uppi tilgátur um að Vínland hafi náð yfir allan skagann sem takmarkast af strönd meginlands Ameríku frá Hudsonfljóti norður og austur um Nýja Skotland og þaðan vestur að Lárensfljóti, í víðustu merkingu. Þetta landflæmi hefur líklegast líkst himnaríki fyrir landkönnuði sem komu frá útnárunum Grænlandi og Íslandi.

Vantar kort!!
 
 
 

English Page - Landnám - Staðhættir - Persónur - Sagnfræði - Hugleiðingar - Nemendur - Aðalsíða